Peningamál - 01.03.2006, Blaðsíða 49

Peningamál - 01.03.2006, Blaðsíða 49
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 49 fyrir að verðbólgumarkmið Seðlabankans sé trúverðugra en í grunn- spánni dregur hraðar úr verðbólgunni. Verðbólguspá miðað við breytilega vexti og gengi Megintilgangur grunnspárinnar er að gefa sýn á efnahagsframvind- una að því gefnu að aðhaldsstig peningastefnunnar haldist óbreytt á spátímanum og að gengi krónunnar haldist nálægt núverandi stigi. Spáin nýtist því fyrst og fremst bankanum við mat á því hvort breyt- inga á stýrivöxtum sé þörf. Líkt og fjallað hefur verið um í fyrri heft- um Peningamála er raunsæi spárinnar lítið þegar verðbólga er langt yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans og horfur á spátímanum svo slæmar að óhugsandi virðist að bankinn grípi ekki til umtalsverðrar stýrivaxtahækkunar. Eftir því sem ójafnvægi er meira dregur úr gildi upplýsinga sem slík spá veitir um líklega þróun efnahagslífsins og möguleg viðbrögð Seðlabankans. Til að koma til móts við þennan vanda að einhverju leyti og til samanburðar hefur Seðlabankinn einnig birt fráviksspá sem byggist á breytilegum vöxtum og gengi. Þessi spá hefur þann kost að forsendur hennar um viðbrögð peningastefnunnar við slæmum verðbólguhorf- um eru raunsærri. Í fráviksspánni er gert ráð fyrir breytilegu gengi krónunnar á spátímanum sem skipt getur töluvert miklu máli þegar líklegt þykir að gengi krónunnar og vextir séu verulega frá langtíma- jafnvægi sínu. Hærri stýrivextir og lægra gengi en miðað er við í grunnspá Eins og áður eru væntingar markaðs- og greiningaraðila nýttar við gerð spár með breytilegum vöxtum og gengi. Í síðustu útgáfum Peningamála hefur verið horft til könnunar á væntingum greining- araðila um þróun stýrivaxta í stað þess að meta þær beint út frá fram- virkum vöxtum. Það hefur verið vandkvæðum bundið undanfarið, eins og fjallað er um í kaflanum um fjármálaleg skilyrði fyrr í þessu hefti. Samkvæmt svörum greiningaraðila gera þeir ráð fyrir því að stýrivextir haldi áfram að hækka á næstunni og nái hámarki á seinni hluta þessa árs er þeir verða tæplega 12%. Í kjölfarið gera þeir síðan ráð fyrir því að vextir lækki smám saman og verði rúmlega 8% eftir tvö ár (sjá nánar í rammagrein VIII-2). Fráviksspá sem byggist á þess- um stýrivaxtaferli felur því í sér nokkru aðhaldssamari peningastefnu en grunnspáin fram undir mitt næsta ár en heldur slakari stefnu þegar líður að lokum spátímans. Gengisferill fráviksspárinnar byggist á óvörðu vaxtajafnvægi út frá ofangreindum stýrivaxtaferli og framvirkum viðskiptavegnum erlendum vöxtum, að teknu tilliti til áhættuþóknunar á innlendar fjár- eignir. Gengisferillinn út frá þessu mati gefur gengisvísitölu nálægt 128 stigum við lok spátímabilsins, sem er nokkurn veginn í samræmi við spár greiningaraðila (sjá rammagrein VIII-2). Verðbólguhorfur heldur verri samkvæmt fráviksspá Samkvæmt fráviksspánni verður vöxtur innlendrar eftirspurnar heldur minni á þessu ári og samdrátturinn á næsta ári meiri en ella. Skýrist það af hærri stýrivöxtum framan af en í grunnspánni. Hagvöxtur -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 200720062005 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Mynd VIII-10 Mismunandi hagvaxtarferlar Spátímabil: 1. ársfj. 2006 - 1. ársfj. 2008 Grunnspá Fráviksspá með breytilegum vöxtum og gengi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.