Peningamál - 01.03.2006, Síða 68

Peningamál - 01.03.2006, Síða 68
F JÁRMÁLAMARKAÐIR OG AÐGERÐIR SEÐLABANKANS P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 68 er fyrirhugað að kaupa upp úr fl okki sem er á gjalddaga á næsta ári. Tilgangurinn með breytingunum var að styrkja vaxtamyndun lengri fl okkanna og reyna að auka dýpt markaðarins. Þetta fór þó ekki alveg sem skyldi og olli miklu tómarúmi á mikilvægum kafl a tímarófs vaxta. Ljóst er að þetta tómarúm þarf að fylla með einhverjum hætti ef ekki á að verða skaði á markaði. Í desember hækkaði ávöxtun óverðtryggðra lána aðeins lítillega, þrátt fyrir vaxtahækkun Seðlabankans, og ávöxtun skemmsta bréfsins lækkaði talsvert. Lítilla áhrifa varð einnig vart eftir vaxtahækkun bankans í janúar sem styður þá tilgátu að verðmyndun þessara fl okka lúti ekki þeim lögmálum sem gilda eiga á slíkum mark- aði. Það getur leitt til vanda við verðlagningu og skekkt áhættumats. Þróun ávöxtunar ríkisbréfa má sjá á mynd 7. Mikil erlend verðbréfakaup Íslenskir fjárfestar hafa fjárfest af miklu kappi í erlendum verðbréfum. Á síðasta ári keyptu Íslendingar erlend verðbréf fyrir 123 ma.kr. um- fram sölu. Í janúar héldu kaupin áfram og námu 33 ma.kr. umfram sölu. Lífeyrissjóðir eru atkvæðamiklir í þessum viðskiptum enda eru umsvif þeirra það mikil að innlendur fjármagnsmarkaður takmarkar möguleika þeirra á heppilegri samsetningu eignasafns síns. Á síðasta ári keyptu erlendir aðilar íslensk verðbréf fyrir 18 ma.kr. samanborið við 33 ma.kr. árið á undan. Undir það síðasta hefur nokkuð hægt á útgáfu erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum. Um miðjan mars var útgefi ð magn komið í 219 ma.kr. samanborið við 149 ma.kr. um áramótin. Seðlabankar hækka vexti Seðlabankar í ýmsum löndum hafa hækkað vexti sína á undanförn- um mánuðum. Tafl a 1 sýnir stýrivaxtabreytingar helstu seðlabanka frá októberlokum. Þessar erlendu vaxtahækkanir valda því að stýrivaxta- hækkanir Seðlabanka Íslands hafa ekki skilað sér í auknum vaxtamun við útlönd en hann var 7% um miðjan nóvember og um miðjan mars. Tafl a 1. Breytingar á stýrivöxtum í nokkrum löndum frá 15. nóvember 2005 Breyting Stýrivextir nú Noregur +0,25 2,50 Nýja Sjáland +0,25 7,25 Bandaríkin +0,50 4,50 ECB +0,50 2,50 Svíþjóð +0,50 2,00 Ísland +0,50 10,75 Kanada +0,75 3,75 PM061_MOA.indd 68 6.4.2006 09:27:07
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.