Peningamál - 01.03.2006, Page 37

Peningamál - 01.03.2006, Page 37
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 37 vildi um helmingur sjávarútvegsfyrirtækja fækka starfsfólki næstu sex mánuði en einungis 11% nú. Líklegt er að nokkur fækkun hafi þegar átt sér stað þar sem þrír fjórðu hlutar sjávarútvegsfyrirtækja vilja nú halda starfsmannafjölda sínum óbreyttum og fyrirtæki sem vilja fjölga starfsmönnum eru rúmlega helmingi fleiri en í október. Nokkru meiri bjartsýni virðist einnig gæta í iðnaði og framleiðslu en þar vilja nú fleiri fyrirtæki fjölga starfsmönnum og færri fækka þeim en í október 2005. Aukin samkeppni er um innlent vinnuafl ... Umframeftirspurn eftir vinnuafli, sérstaklega í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, hefur verið mætt með innflutningi vinnuafls. Atvinnurekendur þurftu því ekki að mæta vinnuaflsskorti með yfir- boðum í launum. Launaskrið í þessum atvinnugreinum hefur því verið lítið í sögulegu samhengi. Töluverður hluti atvinnuleyfa, u.þ.b. 40%, er tengdur stóriðju- og virkjanaframkvæmdum. Um 25% atvinnuleyfa eru fyrir starfsfólk í iðnaði og fiskvinnslu, 15% fyrir starfsfólk annarra byggingarverktaka en þeirra sem tengjast stóriðju- og virkjanaframkvæmdum og um 20% fyrir starfsfólk í þjónustugreinum. Forsvarsmenn sumra sveitar- félaga hafa haldið því fram undanfarið að ekki sé lengur hægt að mæta vinnuaflsskorti innanlands fyllilega með innflutningi vinnuafls. Atvinnurekendur hafa því í auknum mæli þurft að keppa um starfs- menn með yfirboðum og eru nýgerðir kjarasamningar og endurskoð- un launaliðar hjá sumum sveitarfélögum skýr merki þar um. ... og launaskrið eykst í kjölfarið Afleiðingin er aukið launaskrið, en það hefur aukist töluvert frá því um mitt ár. Launavísitala fyrir laun á almennum markaði hækkaði um 1,4% milli þriðja og fjórða ársfjórðungs 2005. Laun opinberra starfs- manna og bankamanna hækkuðu minna eða um 1% en áhrif kjara- samninga sveitarfélaga komu ekki fram af fullum þunga í launavísitölu fyrr en í upphafi árs 2006. Milli meðaltala áranna 2004 og 2005 hækkaði launavísitalan fyrir allan vinnumarkaðinn um 6,8%, vísitala neysluverðs um 4% og kaupmáttur launavísitölu því um 2,8%. Svör forsvarsmanna fyrirtækja í fyrrnefndri könnun gætu þó bent til þess að flest fyrirtæki geri sér vonir um að geta beitt öðrum úrræð- um en yfirboðum til þess að fullnægja vinnuaflsþörfinni. Færri for- svarsmenn gera ráð fyrir að laun muni hækka á árinu nú en í október og fleiri telja að laun muni standa í stað. Hugsanlega er launakostn- aður þegar orðinn það hár að erfitt sé að hækka laun frekar. Lækkun á gengi krónunnar frá því að könnunin var gerð skapar þó svigrúm til launahækkana hjá útflutningsfyrirtækjum. Launakostnaður eykur verðbólguþrýsting Miðað við spá Seðlabankans sem birt er hér að framan eykst launa- kostnaður á framleidda einingu hraðar en samrýmist verðbólgumark- miði Seðlabanka Íslands en samkvæmt henni er gert ráð fyrir svipaðri aukningu í ár og á síðasta ári, 6½%. Á næsta ári er gert ráð fyrir að dragi úr launaskriði í takt við aukið atvinnuleysi og launakostnaður á fram- leidda einingu aukist um 3,9%. Töluverð óvissa ríkir hins vegar um end- urskoðun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í nóvember. Miðað við verðbólguhorfur nú virðist torsótt að forsendur þeirra standist. -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 Hagvöxtur Kaupmáttur launa Launavísitala Mynd VI-7 Launavísitala, kaupmáttur launa og hagvöxtur 1990 - 2005 Breyting frá fyrra ári (%) Heimild: Hagstofa Íslands. ‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92‘90 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 200720062005200420032002200120001999 Mynd VI-8 Launakostnaður á framleidda einingu 1999-20071 Breyting frá fyrra ári (%) 1 Áætlun fyrir árið 2005. Spá Seðlabankans 2006-2007. Heimild: Seðlabanki Íslands.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.