Peningamál - 01.03.2006, Blaðsíða 46

Peningamál - 01.03.2006, Blaðsíða 46
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 46 Ramma grein VIII-1 Aðferðir Seðlabankans við verðbólguspár 1. Um áhættumat verðbólguspárinnar er fjallað sérstaklega í Viðauka 3, „Óvissumat verð- bólguspár Seðlabankans” í Peningamálum 2005/1, bls. 59-62. 2. Verðbólguvæntingar geta bæði verið aðlögunarvæntingar (e. adaptive expectations) út frá einföldu tölfræðilíkani eða hagsýnisvæntingar (e. rational expectations) út frá ítrek- unum á líkaninu í heild. Seðlabankinn hefur birt spár um verðbólgu um árabil. Mikilvægi þessara spáa jókst verulega þegar bankinn hóf að miða peningastefnu sína við formlegt verðbólgumarkmið í mars árið 2001 en frá þeim tíma hefur bankinn birt ársfjórðungslega verðbólguspá ásamt áhættumati spárinnar,1 tvö ár fram í tímann í Peningamálum. Framan af byggði bankinn spár sínar á einföldu einnar jöfnu líkani þar sem verðbólga ræðst af breytingum á verðlagi innfl uttrar vöru í innlendri mynt og launakostnaði á framleidda einingu, þ.e. vexti launa umfram vöxt framleiðni vinnuafl s (sjá t.d. Guðmund Guðmundsson, 1990). Þetta líkan hefur reynst ágætlega sem spálíkan, sérstaklega til að spá verðbólguþróun til tiltölulega skamms tíma. Gallar þess komu þó glögglega í ljós á árinu 1999. Þá var gengi krónunnar tiltölulega stöðugt, alþjóðleg verðbólga lítil og vöxtur launakostnaðar hófl egur. Verðbólga varð hins vegar töluvert meiri en bankinn spáði og virtist mega rekja vanmatið til þess að einfalda spálíkanið tók ekki tillit til áhrifa framleiðsluspennu sem í alþjóðlegum rannsóknum hefur reynst mikilvæg skýristærð framtíðarverðbólgu (sjá t.d. umfjöllun í Peninga málum, 2004/2, bls. 35-36). Verðbólguspáverk bankans var því endur bætt og til viðbótar tekið í notkun jöfnukerfi sem lýsti samspili verðbólgu og launa og áhrifum spennu á vöru- og vinnumarkaði á þróun þessara stærða (sjá Þórarin G. Pétursson, 2002). Til viðbótar hefur bankinn á síðustu árum notað tvö önnur verðbólguspálíkön sem gera ráð fyrir slembileitnihegðun í langtímaákvörðun verðlags (sjá Guðmund Guðmundsson, 2002). Þannig hefur bankinn notað fjögur líkön við að spá verðbólgu undanfarin ár og hefur grunnspáin verið vegið meðaltal þessara spálíkana. Vægi einstakra líkana hefur verið breytilegt eftir því til hversu langs tíma er verið að spá: Líkön sem hafa betur grundaða hagfræðilega eiginleika vega meira til langs tíma en spálíkön sem byggjast meira á hreinu tölfræðilegu sambandi fá meira vægi í skammtímaspám. Eins og fjallað er um í viðauka 1 í þessu hefti Peningamála, hefur Seðlabankinn tekið í notkun nýtt ársfjórðungslegt þjóðhagslíkan sem jafnframt er notað við gerð meginverðbólguspár bankans. Verðbólgu spájafnan í því líkani er einungis metin frá árinu 1992 og er ákvörðun verðbólgu samkvæmt því líkani með nokkuð öðrum hætti en í fyrri verðbólgulíkönum bankans. Verðbólgujafna þjóðhagslíkansins er gefi n sem eftirfarandi Phillips-ferill: þar sem er ársverðbólga ársfjórðungs t, er vænt verðbólga2 í ársfjórðungi t+1, er verðbólgumarkmið Seðlabankans, er framleiðsluspenna í ársfjórðungi t – 1 og er árleg raungengis- breyting í ársfjórðungi t – 2 (hækkun táknar lækkun raungengis). Stærð stikanna og ákvarðar undirliggjandi hegðun verð- bólgu. Eftirspurnar- og framboðsskellir (breytingar á og ) hafa því lengur áhrif á verðbólgu sem stikinn er hærri, áhrif væntinga um framtíðarhorfur verðbólgu verða því meiri sem stikinn er hærri og verðbólgumarkmiðið verður þeim mun trúverðugra sem summa og er nær núlli. Þar sem summa verðbólgustikanna þriggja er = 1 er tryggt að Phillips-ferillinn er lóðréttur til langs tíma og verðbólga jöfn verðbólgumarkmiði bankans. Kostir þessarar verðbólgujöfnu eru fyrst og fremst þeir að jafnan hefur vel grundaða fræðilega eiginleika, er sveigjanleg í notkun og virðist lýsa betur verðbólguþróun síðustu ára en eldri verðbólgu líkön.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.