Peningamál - 01.03.2006, Blaðsíða 43

Peningamál - 01.03.2006, Blaðsíða 43
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 43 Þótt markaðsverð húsnæðis hafi hækkað til muna hægar und- anfarna mánuði en fyrir ári hefur íbúðaverð hækkað nokkuð umfram almennt verðlag, sé horft framhjá árstíðarbundnum og óreglulegum skammtímasveiflum. Í mars hafði t.d. þriggja mánaða meðaltal mark- aðsverðs húsnæðis, sem notað er við mat á húsnæðiskostnaði húseig- enda, hækkað um 1% frá fyrri mælingu. Þetta er mikil hækkun, þótt hún sé mun minni en á sama tíma fyrir ári. Verð húsnæðis á lands- byggðinni hækkaði hlutfallslega meira eða um 2,5% á meðan hækkun á höfuðborgarsvæðinu var 0,61%, en taka verður tillit til þess að höf- uðborgarsvæðið vegur 72% í útreikningi í vísitölunni. Íbúðaverðbólga hefur því hjaðnað heldur hægar en vonir stóðu til og skýrist það fyrst og fremst af því að þeir mánuðir sem íbúðaverð hækkaði mest eru að hverfa út úr samanburðinum. Enn virðist mikill kraftur í húsnæðis- eftirspurn og hátt verð sem byggingarverktakar voru reiðubúnir að greiða fyrir lóðir við Úlfarsfell bendir til þess að þeir telji að eftirspurn verði áfram sterk. Þetta háa lóðaverð ætti enn fremur að draga úr líkum á verðlækkun á næstunni. Þessi þróun mun að líkindum halda áfram á næstu mánuðum. Ennfremur er líklegt að tímabundið bakslag komi í hjöðnun húsnæðisverðbólgu í maí sökum breytinga sem gerðar voru á húsnæðislið vísitölu neysluverðs í maí 2005 og hætta að hafa áhrif á mælda verðbólgu í maí nk. Þá var viðmiðunartímabil vaxta við útreikning vísitölunnar stytt úr fimm árum í tólf mánuði. Áhrif þessarar breytingar til lækkunar vísitölu neysluverðs námu 0,45%. Þessi áhrif á mælda verðbólgu ganga til baka í maí. Óvenjumikið bil hefur myndast á milli greiddrar og reiknaðrar húsaleigu Húsaleiga hefur jafnan fylgt markaðsverði húsnæðis eftir, stundum með nokkurri töf. Á sl. ári hefur hins vegar myndast breiðara bil á milli greiddrar og reiknaðrar húsaleigu en áður hefur gerst. Í árslok 2004 höfðu báðir þættir hækkað því sem næst jafn mikið frá grunni vísitöl- unnar í mars 1997. Þá hófst hins vegar hrina verðhækkana sem leiddi til þess að „reiknuð húsaleiga” hækkaði um 20% umfram greidda húsaleigu. Þessa framvindu má túlka með mismunandi hætti og eftir því draga ólíkar ályktanir um breytingu húsnæðiskostnaðar næstu mánuði. Í fyrsta lagi er hugsanlegt að muninn megi rekja til þess að hækkun reiknaðrar húsaleigu endurspegli ekki fyllilega áhrif lægri vaxta á húsnæðiskostnað. Leigusalar geti sökum minni vaxtakostn- aðar boðið húsnæði á verði sem er lægra miðað við kaupverð en áður. Í öðru lagi er hugsanlegt að greiðari aðgangur að lánsfé hafi dregið úr eftirspurn eftir leiguhúsnæði, sem geri leigusölum erfitt um vik að hækka leigu til jafns við íbúðaverð. Í þriðja lagi er hugsanlegt að mun- urinn endurspegli einfaldlega töf í aðlögun leigusamninga, sem gerðir eru með mislöngum uppsagnarákvæðum eða töf á því að slíkar breyt- ingar séu teknar inn í vísitölu neysluverðs. Dæmi um hið síðastnefnda er hækkun greiddrar húsaleigu á árinu 2000, tæplega ári eftir að gjá tók að myndast á milli reiknaðrar og greiddrar húsaleigu. Þá var bilinu lokað með 14% hækkun greiddr- ar húsaleigu á milli mars og apríl það ár. Yrði bilinu lokað á sama hátt og á árinu 2000 myndi það leiða til þess að verðbólga ykist um því sem næst ½ prósentu. Það mun þó vart gerast jafn snögglega og árið 0 5 10 15 20 20062005200420032002 12 mánaða breyting vísitölu (%) Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd VIII-3 Verðlagsþróun: húsnæði og þjónusta janúar 2002 - mars 2006 Þjónusta á almennum markaði Opinber þjónusta Húsnæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.