Peningamál - 01.03.2006, Blaðsíða 32
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
1
32
talið að 6 ma.kr. halli hafi orðið á rekstri sveitarfélaganna á síðasta ári.
Við fyrstu sýn virðist verulegt misræmi á milli þessarar niðurstöðu og
þróunar tekna og gjalda. Breytingar tekna og gjalda reyndust nálægt
áætlunum, en afkoman langtum verri. Skýringin er að afkoma sveit-
arfélaga á árinu 2004 reyndist mun verri en talið var í ársbyrjun 2005.
Horfur á góðri afkoma hins opinbera í ár
Líklegt virðist að afkoma hins opinbera í ár verði svipuð eða aðeins
betri en á síðasta ári, þegar afgangur nam 3% af landsframleiðslu,
eins og áður hefur verið vikið að. Samkvæmt grunnspá Seðlabankans
eru horfur á að metafkoma ríkissjóðs frá síðasta ári batni enn lítillega,
en afkoma sveitarfélaga standi nokkurn veginn í stað. Tekjur hins
opinbera hækka um rúmar 2 prósentur umfram neysluverð. Þær lækka
þó aðeins sem hlutfall af landsframleiðslu, úr tæplega 47½% í 46½%.
Útgjöld hækka um rúmlega 1% að raunvirði en lækka úr tæplega
44½% af landsframleiðslu í rúmlega 43%. Tekjuafgangur vex lítillega
og verður nær 3,3% af landsframleiðslu. Í Peningamálum í desember
var gert ráð fyrir 5% raunhækkun tekna og 2% raunhækkun gjalda
árin 2005-2006 og að afgangur hins opinbera yrði nær 5% af lands-
framleiðslu árið 2005. Munurinn felst í lægra mati á afgangi bæði ríkis
og sveitarfélaga, eins og hér verður lýst.
Miklar tekjur af tekjusköttum lögaðila og fjármagnstekjuskatti
vega á móti áhrifum hægari vaxtar einkaneyslu
Í síðustu Peningamálum var gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs hækk-
uðu um 3,7% umfram verðlag milli áranna 2005 og 2006, útgjöld um
1,1% og að afgangur ríkissjóðs yrði 55 ma.kr. Nú er gert ráð fyrir að
tekjurnar aukist aðeins um 1% að raunvirði og að afgangur ríkissjóðs
nemi 43 ma.kr. eða aukist úr 3,8% í 4% af landsframleiðslu. Áætlanir
Hagstofunnar sýna nú jafnframt nokkru lakari niðurstöðu ríkissjóðs
árið 2005 en reiknað var með í desember.
Horfur eru á að tekjur af óbeinum sköttum ríkissjóðs aukist
minna en talið var í desember, sem rekja má til þess að dregur úr
einkaneyslu og velta á íbúðamarkaði minnkar. Á móti vegur að tekju-
skattur lögaðila skilar ríkissjóði líklega u.þ.b. 15 ma.kr. meiri tekjum en
í fyrra miðað við tilkynntar hagnaðartölur síðasta árs og að fjármagns-
tekjuskattur virðist stefna a.m.k. 2-3 ma.kr. fram úr áætlun fjárlaga.
Gert er ráð fyrir að útgjöld ríkisins standi nánast í stað að raun-
virði, þótt brottför varnarliðsins sé talin kosta um 1½ ma.kr. Samneysla
og tilfærslur vaxa um 2½-3% en framkvæmdir minnka. Gert er ráð
fyrir um ½ prósentu meiri vexti samneyslu heldur en í síðustu áætl-
unum fjármálaráðuneytisins. Það kann að vera varfærið mat í ljósi þess
að síðustu átta árin hefur samneysla sex sinnum farið umtalsvert fram
úr fjárlagaáætlunum, að meðaltali um 1,2% af landsframleiðslu.
Afkoma sveitarfélaga svipuð og í fyrra
Horfur í rekstri sveitarfélaga skýrast ekki að marki fyrr en seinna í
vor. Áætlanir Seðlabankans eru byggðar á tölum Hagstofunnar fyrir
árið 2005 og áætlunum fjármálaráðuneytisins fyrir árin 2005-7. Nú
er áætlað að bæði tekjur og gjöld sveitarfélaga hækki um nálægt 4%
umfram neysluverð og að halli á rekstri þeirra verði svipaður og á síð-
Heimild: Áætlanir Seðlabankans.
Mynd V-3
Tekjubreytingar ríkisins 2005-2007
Raunvirt breyting milli ára í ma.kr.
Ma.kr.
-25
-20
-15
-10
-5
0
5
10
15
Tekjuskattur
einstaklinga
Eigna-
skattar
Tekjuskattur
lögaðila
Fjármagns-
tekjuskattur
Óbeinir
skattar
2005 - 2006
2006 - 2007