Peningamál - 01.03.2006, Qupperneq 32

Peningamál - 01.03.2006, Qupperneq 32
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 32 talið að 6 ma.kr. halli hafi orðið á rekstri sveitarfélaganna á síðasta ári. Við fyrstu sýn virðist verulegt misræmi á milli þessarar niðurstöðu og þróunar tekna og gjalda. Breytingar tekna og gjalda reyndust nálægt áætlunum, en afkoman langtum verri. Skýringin er að afkoma sveit- arfélaga á árinu 2004 reyndist mun verri en talið var í ársbyrjun 2005. Horfur á góðri afkoma hins opinbera í ár Líklegt virðist að afkoma hins opinbera í ár verði svipuð eða aðeins betri en á síðasta ári, þegar afgangur nam 3% af landsframleiðslu, eins og áður hefur verið vikið að. Samkvæmt grunnspá Seðlabankans eru horfur á að metafkoma ríkissjóðs frá síðasta ári batni enn lítillega, en afkoma sveitarfélaga standi nokkurn veginn í stað. Tekjur hins opinbera hækka um rúmar 2 prósentur umfram neysluverð. Þær lækka þó aðeins sem hlutfall af landsframleiðslu, úr tæplega 47½% í 46½%. Útgjöld hækka um rúmlega 1% að raunvirði en lækka úr tæplega 44½% af landsframleiðslu í rúmlega 43%. Tekjuafgangur vex lítillega og verður nær 3,3% af landsframleiðslu. Í Peningamálum í desember var gert ráð fyrir 5% raunhækkun tekna og 2% raunhækkun gjalda árin 2005-2006 og að afgangur hins opinbera yrði nær 5% af lands- framleiðslu árið 2005. Munurinn felst í lægra mati á afgangi bæði ríkis og sveitarfélaga, eins og hér verður lýst. Miklar tekjur af tekjusköttum lögaðila og fjármagnstekjuskatti vega á móti áhrifum hægari vaxtar einkaneyslu Í síðustu Peningamálum var gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs hækk- uðu um 3,7% umfram verðlag milli áranna 2005 og 2006, útgjöld um 1,1% og að afgangur ríkissjóðs yrði 55 ma.kr. Nú er gert ráð fyrir að tekjurnar aukist aðeins um 1% að raunvirði og að afgangur ríkissjóðs nemi 43 ma.kr. eða aukist úr 3,8% í 4% af landsframleiðslu. Áætlanir Hagstofunnar sýna nú jafnframt nokkru lakari niðurstöðu ríkissjóðs árið 2005 en reiknað var með í desember. Horfur eru á að tekjur af óbeinum sköttum ríkissjóðs aukist minna en talið var í desember, sem rekja má til þess að dregur úr einkaneyslu og velta á íbúðamarkaði minnkar. Á móti vegur að tekju- skattur lögaðila skilar ríkissjóði líklega u.þ.b. 15 ma.kr. meiri tekjum en í fyrra miðað við tilkynntar hagnaðartölur síðasta árs og að fjármagns- tekjuskattur virðist stefna a.m.k. 2-3 ma.kr. fram úr áætlun fjárlaga. Gert er ráð fyrir að útgjöld ríkisins standi nánast í stað að raun- virði, þótt brottför varnarliðsins sé talin kosta um 1½ ma.kr. Samneysla og tilfærslur vaxa um 2½-3% en framkvæmdir minnka. Gert er ráð fyrir um ½ prósentu meiri vexti samneyslu heldur en í síðustu áætl- unum fjármálaráðuneytisins. Það kann að vera varfærið mat í ljósi þess að síðustu átta árin hefur samneysla sex sinnum farið umtalsvert fram úr fjárlagaáætlunum, að meðaltali um 1,2% af landsframleiðslu. Afkoma sveitarfélaga svipuð og í fyrra Horfur í rekstri sveitarfélaga skýrast ekki að marki fyrr en seinna í vor. Áætlanir Seðlabankans eru byggðar á tölum Hagstofunnar fyrir árið 2005 og áætlunum fjármálaráðuneytisins fyrir árin 2005-7. Nú er áætlað að bæði tekjur og gjöld sveitarfélaga hækki um nálægt 4% umfram neysluverð og að halli á rekstri þeirra verði svipaður og á síð- Heimild: Áætlanir Seðlabankans. Mynd V-3 Tekjubreytingar ríkisins 2005-2007 Raunvirt breyting milli ára í ma.kr. Ma.kr. -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 Tekjuskattur einstaklinga Eigna- skattar Tekjuskattur lögaðila Fjármagns- tekjuskattur Óbeinir skattar 2005 - 2006 2006 - 2007
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.