Peningamál - 01.03.2006, Page 26

Peningamál - 01.03.2006, Page 26
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 26 Rammagrein IV-2 Frekari stóriðjuframkvæmdir Nýlega hafa hugmyndir um frekari uppbyggingu áliðnaðar hér á landi fengið aukinn byr í seglin. Áætlanir sem nú eru til skoðunar hjá stjórnvöldum, álframleiðendunum og orkusölum eru stækkun álvers Alcan Corp. í Straumsvík um 280 þús. tonn á ári í 460 þús. tonn á ári, nýtt álver Alcoa við Húsavík og álver Norðuráls í Helguvík, bæði með 250 þús. tonna framleiðslugetu á ári. Allar þessar áætlanir eru á umræðu- eða frumrannsóknarstigi, og er mikil óvissa um allar forsendur t.d. hagkvæmni, tímasetningu, arðsemi, orkuverð, umhverfi smat, samninga við yfi rvöld og orkuöfl un. Því er ljóst að mikil vinna er framundan við hagkvæmni- og arðsemisrannsóknir, mat á efnahagslegum áhrifum, umhverfi s mat, orkurannsóknir, gerð samninga um orkuverð og við stjórnvöld og sveitarstjórnir, áður en ljóst er hvort af framkvæmdum verður. Verkefnin þrjú eru að ýmsu leyti ólík, t.d. varðandi tímasetningu, framkvæmdatíma, orkuöfl un, væntanlega orkusala og aðkomu stjórnvalda. Nánari lýsing hugsanlegra framkvæmda Fulltrúar Reykjanesbæjar, Fjárfestingarstofu og Norðuráls hafa staðfest aðgerðaáætlun um mögulega byggingu álvers í Helguvík. Það álver yrði sennilega með 250 þús. tonna afkastagetu og yrði reist í tveimur jafnstórum áföngum á árunum 2008-2015. Orkan kæmi frá Hitaveitu Suðurnesja með gufuafl svirkjun. Alllangt er síðan hugmyndir um stækkun álversins í Straumsvík komu fyrst fram. Stækkunin sem um hefur verið rætt nemur 280 þús. tonna framleiðslugetu á ári. Miðað er við að framkvæmdum gæti verið lokið árið 2010. Það þýðir að framkvæmdir við stækkunina yrðu að hefjast ekki seinna en snemma árs 2008. Rætt hefur verið um að orkan komi að hluta frá Orkuveitu Reykjavíkur úr gufuafl svirkjun (um 40%) en það sem eftir stæði frá Landsvirkjun með vatnsafl svirkjunum á Þjórsársvæðinu. Í byrjun marsmánaðar undirrituðu Alcoa Corp. og iðnaðarráðherra samkomulag um að hefja ítarlega könnun á hagkvæmni þess að reisa álver með 250 þús. tonna framleiðslugetu á ári við Húsavík. Rætt hefur verið um að Landsvirkjun afl i orku til þessa álvers með gufuafl svirkjunum í Þingeyjarsýslu. Verði ákveðið að reisa álverið munu framkvæmdir ekki hefjast fyrr en árið 2010. Kostnaður, stærð og framkvæmdatími Þar sem undirbúningur er á frumstigi ríkir mikil óvissa um hvenær framkvæmdir kynnu að hefjast og þeim að ljúka. Þær tímasetningar sem hér er fjallað um eru nær eingöngu byggðar á óskum álframleiðendanna. Óvíst er að hægt sé að verða við þeim óskum öllum. T.d. þarf að gera miklar rannsóknir á háhitasvæðum áður en til borana og gufuöfl unar kemur. Þá þarf að gera umhverfi smat. Fyrstu framkvæmdir við orkuöfl un þyrftu að hefjast á næsta ári, ef taka ætti Helguvíkurverksmiðjuna og viðbót í Straumsvík í notkun árið 2010. Byggingar- og framkvæmdatími vegna ofangreindra Tafl a 1 Yfi rlit um hugsanlegar stóriðjuframkvæmdir Framleiðslugeta Fjárfestingarkostnaður Fjárfestingarkostnaður Fjárfestingarkostnaður tonn/ár vegna virkjana vegna iðjuvera alls Tímarammi Stækkun Alcoa í Straumsvík 280 þús. 80 ma.kr. 80 ma.kr 160 ma.kr. 2007-2010 Alcoa v. Húsavík 250 þús. 60 ma.kr. 75 ma.kr. 130 ma.kr. 2010-2015 Norðurál í Helguvík 250 þús. 60 ma.kr. 75 ma.kr. 135 ma.kr. 2008-2015 Aukin framleiðslugeta t/ár 780 þús. Fjárfestingarkostnaður alls 200 ma.kr. 230 ma.kr. 430 ma.kr. Heimild: Seðlabanki Íslands.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.