Peningamál - 01.03.2006, Blaðsíða 60

Peningamál - 01.03.2006, Blaðsíða 60
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 60 2. Til viðbótar hefur Seðlabankinn yfi r fjölda lítilla líkana að ráða sem henta til að svara sértækum spurningum sem QMM á erfi ðara með að veita svör við. 3. Sjá nánari umfjöllun í rammagrein VIII-1 í þessu hefti Peningamála. þessu hefti Peningamála eingöngu á því. Í tveimur síðustu spám hafði líkanið verið prófað til hliðar við eldra líkanið. Gerð líkansins er þó ekki að fullu lokið, enda má segja að vinnu við þjóðhagslíkön ljúki aldrei því að stöðugt er verið að breyta þeim og endurbæta eftir því sem nýjar upplýsingar og þekking verða til. Á næstu misserum er áætlað að ljúka við endanlega útfærslu langtímaeiginleika líkansins. Í kjölfarið verður líkanið kynnt opinberlega og handbók, sem unnin hefur verið sam- hliða gerð líkansins, gefi n út. Áformað er að nýjasta útgáfa líkansins á hverjum tíma, undirliggjandi gagnagrunnur og handbók verði öllum aðgengileg á heimasíðu bankans. QMM er sem fyrr segir mun einfaldara en eldra árslíkan. Í því er aðeins einn atvinnugeiri og fjöldi hagstærða er um 150. Sökum þess að líkanið er á ársfjórðungstíðni er mögulegt að meta það yfi r mun nýrra tímabil sem líklegra er að endurspegli núverandi uppbyggingu hag- kerfi sins betur. Þannig er líkanið í fl estum tilvikum metið með gögnum sem einungis ná aftur til fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar. Vegna smæðar líkansins veitir það ekki eins miklar upplýsingar um samspil mismunandi atvinnugreina og þróun verðhlutfalla og eldra líkan. Auðveldari túlkun á samspili helstu efnahagsstærða vegur hins vegar mun þyngra á metaskálunum. Frá sjónarhóli seðlabanka varðar tvennt mestu: annars vegar að líkanið lýsi helstu ákvörðunarþáttum heildareftirspurnar og samspili hennar við framleiðslugetu hagkerfi sins og verðbólgu og hins vegar að það gefi rétta mynd af miðlun pen- ingastefnunnar og áhrifum á heildareftirspurn og þar með verð bólgu. Við þá spá- og greiningarvinnu sem mestu skiptir fyrir seðla banka vega kostir tiltölulega lítils líkans mun þyngra en gallarnir, enda hefur þróunin einnig verið í átt til smærri og viðráðanlegri þjóð hags líkana í öðrum löndum.2 Eiginleikar nýja líkansins QMM er byggt upp með hefðbundnum hætti. Til langs tíma ráðast efnahagsumsvif af framboðshlið hagkerfi sins sem lýst er með Cobb- Douglas framleiðslufalli með fastri stærðarhagkvæmni. Framleiðslu- fallið ákvarðar hlutdeild framleiðsluþáttanna vinnuafl s og fjármagns til langs tíma, sem aftur setur langtímaskorður á fjárfestingu og eftirspurn eftir vinnuafl i. Eftirspurnarhlið hagkerfi sins lýsir ráðstöfun framleiðslunnar hverju sinni. Þannig ákvarðast einkaneysla af ráðstöfunartekjum, auði og vöxtum, fjárfesting atvinnuveganna af almennri eftirspurn og raun- kostnaði fjármagns, fjárfesting í íbúðarhúsnæði af almennri eftirspurn og hlutfalli markaðsvirðis húsnæðis af byggingakostnaði, útfl utningur vöru og þjónustu af alþjóðlegri eftirspurn og raungengi og innfl utn- ingur vöru og þjónustu af innlendri eftirspurn og raungengi. Verðlag ákvarðast af Phillips-ferli fyrir vísitölu neysluverðs, þ.e.a.s. verð bólga ákvarðast af verðbólguvæntingum, sögulegri verðbólgu, fram leiðsluspennu og tímabundnum raungengisskellum.3 Laun ákvarð- ast af fráviki atvinnuleysis frá náttúrulegu atvinnuleysi og þeim lang-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.