Peningamál - 01.03.2006, Blaðsíða 31
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
1
31
V Opinber fjármál
Afkoma hins opinbera aldrei betri
Afgangur á rekstri hins opinbera á árinu 2005 varð um 30 ma.kr. eða
um 3% af landsframleiðslu. Er það mesti afgangur hins opinbera svo
langt sem samanburðarhæf gögn ná. Er þó ekki talinn með hagnaður
af einkavæðingu Símans. Í upphafi árs var gert ráð fyrir að afgangur
hins opinbera yrði um 14 ma.kr., þar af 3 ma.kr. hjá sveitarfélögum
og 11 ma.kr. hjá ríkissjóði. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu
Íslands varð hins vegar um 6 ma.kr. halli á rekstri sveitarfélaga en um
37 ma.kr. afgangur á ríkissjóði. Batinn á rekstri hins opinbera umfram
fyrstu áætlanir er því allur hjá ríkissjóði og gott betur. Tekið skal fram
að í þessum kafla er fylgt framsetningu þjóðhagsreikninga á fjármál-
um hins opinbera. Því er m.a. sleppt færslum vegna sölu Símans.
Góð afkoma ríkisins á síðasta ári stafaði eingöngu af gríðarmikl-
um skatttekjum á flestum sviðum. Þær urðu 37 ma.kr. eða 13% meiri
að nafnvirði en áætlanir fjármálaráðuneytisins í janúar 2005 gerðu ráð
fyrir. Þá var reiknað með óbreyttu nafnvirði tekna af tekjuskatti ein-
staklinga í kjölfar 1% lækkunar skatthlutfalls. Niðurstaðan er rúmlega
10% vöxtur. Tekjuskattur fyrirtækja skilaði mettekjum, sem rekja
má til góðrar afkomu fyrirtækja árið 2004. Tekjur af stimpilgjöldum
urðu um 9 ma.kr., eða tvöfalt meiri að nafnvirði en í fyrstu áætlun
ráðuneytisins. Það má rekja til aukinna viðskipta á húsnæðismarkaði.
Ríflega helmingur af auknum skatttekjum ríkissjóðs, eða 19 ma.kr.,
skýrist af auknum tekjum af virðisaukaskatti og öðrum sköttum af
vörum og þjónustu. Einna mest jukust tekjur af bílainnflutningi, um
65% að nafnvirði á milli ára, en 88% á föstu gengi.
Útgjöld ríkisins urðu 4% hærri en ætlað var í janúarspá fjár-
málaráðuneytisins. Mest jukust tilfærslur, en samneysla fór um 1%
fram úr áætlun. Aukning útgjalda milli ára var um 7% að nafnvirði,
öllu meiri en gert var ráð fyrir í Peningamálum í desember 2005, en
svipuð og talið var í næstu Peningamálum þar á undan.
Sveitarfélögin enn þá rekin með halla
Úrvinnsla úr fjárhagsupplýsingum sveitarfélaga er talsvert seinlegri en
úr gögnum ríkissjóðs. Er því oft talsverður munur á fyrstu tölum og
endanlegum. Í ársbyrjun 2005 var gert ráð fyrir að tekjur sveitarfélaga
hækkuðu um 9% frá fyrra ári en gjöld um 6%, og að afkoma þeirra
yrði jákvæð um 3 ma.kr. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar
er hækkun tekna nær 8% og hækkun gjalda rúm 4%. Hins vegar er nú
Heimildir: Hagstofa Íslands, áætlanir Seðlabankans.
Mynd V-1
Fjármál ríkissjóðs 1998 -2007
% af VLF
25
27
29
31
33
35
37
-2
0
2
4
6
8
10
‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98
% af VLF
Tekjur ( v. ás)
Gjöld (v. ás)
Jöfnuður (h. ás)
Heimildir: Hagstofa Íslands, áætlanir Seðlabankans.
Mynd V-2
Fjármál sveitarfélaga 1998 - 2007
% af VLF
8
9
10
11
12
13
14
-1,2
-0,9
-0,6
-0,3
0,0
0,3
0,6
‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98
% af VLF
Tekjur (v. ás)
Gjöld (v. ás)
Jöfnuður (h. ás)
Tafl a V-1 Fjármál hins opinbera 2003-2007 (% af landsframleiðslu)1
2003 2004 2005 2006 2007
Tekjur hins opinbera 44,5 45,6 47,3 46,5 42,5
Útgjöld hins opinbera 46,5 45,3 44,3 43,2 43,9
Afkoma hins opinbera -2,0 0,3 3,0 3,3 -1,4
Afkoma ríkissjóðs -1,7 1,2 3,8 4,0 -1,1
Afkoma sveitarfélaga -0,5 -1,1 -0,6 -0,6 -0,2
1. Samkvæmt uppsetningu þjóðhagsreikninga.
Heimildir: Hagstofa Íslands, áætlanir Seðlabankans fyrir árin 2006-2007.