Peningamál - 01.03.2006, Blaðsíða 27

Peningamál - 01.03.2006, Blaðsíða 27
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 27 metin. Mat á íbúðafjárfestingu er ekki auðvelt viðfangsefni og reynsl- an sýnir að frávik endanlegs mats frá fyrstu bráðabirgðatölum nokkr- um árum síðar er oft töluvert. Í ljósi þess kann vöxtur íbúðafjárfest- ingar á þessu og næsta ári að vera ofmetinn í spá bankans en vöxtur síðasta árs vanmetinn í bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Upplýsingar um útgefin byggingarleyfi á síðasta ári gefa þó til kynna að vöxtur í fjárfestingu íbúðarhúsnæðis verði mikill í ár líkt og undanfarin ár. Áhrif strangara peningalegs aðhalds á fjármunamyndun Mikill vöxtur fjármunamyndunar er ásamt vexti einkaneyslu megin- skýring þess að innlend eftirspurn hefur aukist langt umfram fram- leiðslugetu hagkerfisins undanfarin ár. Í grunnspánni sem rædd er hér að framan er gert ráð fyrir að fjárfesting atvinnuveganna verði áfram í sögulegum hæðum í ár en dragist hratt saman á næsta ári þegar umfang stóriðjuframkvæmda minnkar. Spáð er miklum vexti íbúðafjárfestingar í ár og á næsta ári. Spyrja má hvert sé svigrúm peningastefnunnar til að skapa peninga- legt aðhald sem dregur úr fjárfestingu og stuðlar að auknu jafnvægi í þjóðarbúskapnum þegar stór hluti hennar er nánast fyrirfram ákvarð- aður og óháður peningalegu aðhaldi. Fjárfesting í ál- og orkuverum er tæplega helmingur áætlaðrar atvinnuvegafjárfestingar í ár og um þriðjungur heildarfjármunamyndunar. Eftir stendur um helm ingur áætlaðrar atvinnuvegafjárfestingar sem peningastefnan gæti haft áhrif á og tveir þriðju hlutar fjármunamyndunarinnar. Því er töluvert svigrúm fyrir áhrif peningalegs aðhalds. Innflutningur Líkt og áður hefur komið fram, jókst innflutningur í fyrra um 28,4%, sem er mesti vöxtur í rúma hálfa öld. Þetta er tæpum fjórum prósent- um meiri vöxtur en í desemberspánni. Frávikið skýrist einkum af meiri vexti fjármunamyndunar og einkaneyslu en spáð var þá. Spáð meiri vexti innflutnings í ár en í desemberspánni þrátt fyrir lækkun gengis Spáð er 4½% vexti innflutnings á þessu ári og tæplega 1% vexti á næsta ári. Í desember var hins vegar spáð 1,4% samdrætti árið 2007. Í innflutningsspánni er gengið út frá 12% lægra gengi en í desember. þriggja verkefna myndi því líklega dreifast á tiltölulega langt tímabil á árunum 2007 til 2015, eða níu ár. Lauslega áætlað gæti heildarkostnaður vegna ofangreindra álvera og orkuöfl unar numið allt að 430 ma.kr., þar af 200 ma.kr. vegna orkuöfl unar og 230 ma.kr. vegna iðjukosta. Þetta eru því umfangsmeiri framkvæmdir en þær sem nú standa yfi r og áætlað er að kosti tæplega 300 ma.kr. sem falla til á tímabilinu 2001-2007. Hins vegar myndu þær líklega dreifast yfi r lengra tímabil og því hugsanlegt að komast mætti hjá jafnmiklum toppum og skapast við núverandi framkvæmdir í ár og í fyrra. Um þessar framkvæmdir allar ríkir hins vegar meiri óvissa en svo að hægt sé að taka mið af þeim við mat á efnahagshorfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað: 1. tbl (01.03.2006)
https://timarit.is/issue/385503

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tbl (01.03.2006)

Aðgerðir: