Peningamál - 01.03.2006, Blaðsíða 66
F JÁRMÁLAMARKAÐIR
OG AÐGERÐIR SEÐLABANKANS
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
1
66
ar svo við að endurhverf lán lækkuðu um rúmlega 17 ma.kr. Skömmu
síðar skutust vextir á krónumarkaði upp undir daglánavexti Seðlabank-
ans sem gaf til kynna að bankarnir hefðu misreiknað lausafjárþörf sína
talsvert. Gjalddaga tekjuskatta til ríkissjóðs ber upp á 15. dag hvers
mánaðar og virðist sem fjárhæð á gjalddaga í desember hafi verið
óvenju há. Vextirnir héldust háir allt til næsta útboðs endurhverfra við-
skipta. Atburður af þessu tagi kann í framtíðinni að verða tilefni fyrir
Seðlabankann til að grípa til aukaútboðs endurhverfra viðskipta til að
draga úr óþarfa vaxtabreytingum á millibankamarkaði.
Innstæða ríkissjóðs í Seðlabankanum hefur verið óvenju há að
undanförnu. Í síðari hluta nóvember var dagleg staða oft nærri 20
ma.kr. en í febrúar fór innstæðan upp undir 50 ma.kr. í nokkra daga og
um miðjan mars var hún 37 ma.kr. Til viðbótar þessari innstæðu á við-
skiptareikningi kemur sá hluti tekna af sölu Símans sem greiddur var í
íslenskum krónum, um 32 ma.kr. Það fé var lagt inn á sérstaka bundna
reikninga í Seðlabankanum sem eru með ákvæðum um tiltekna gjald-
daga sem falla á næstu árum og eru tengdir útgjöldum sem ákveðin
voru þegar ráðstöfun fjárins var kynnt.
Hinn 26. janúar kom til framkvæmda breytt fyrirkomulag vaxta-
tilkynninga Seðlabankans þegar bankinn tilkynnti hækkun stýrivaxta
um 0,25 prósentur. Að morgni var gefi n út frétt um breytinguna og var
fréttamannafundur haldinn skömmu síðar til að útskýra ástæður henn-
ar. Áhrif vaxtabreytingarinnar á krónumarkaði (millibankamarkaði með
lán í krónum) samsvöruðu ekki að fullu hækkun stýrivaxta en sennilegt
er að væntingar um hækkun hafi skilað sér inn í vexti seint í desember,
þannig að áhrifi n af sjálfri vaxtabreytingunni hafi orðið minni. Þróun
vaxta á krónumarkaði og helstu vaxta Seðlabankans má sjá á mynd 4.
Í kjölfar óróa á gjaldeyrismarkaði síðari hluta febrúar og fyrri hluta mars
hækkuðu vextir á krónumarkaði, sérstaklega vextir til lengri tíma. Velta
á krónumarkaði fyrstu 2½ mánuð ársins var um fjórðungi minni en á
sama tíma fyrir ári.
Tímaróf vaxta breyttist verulega frá nóvember til miðs mars.
Tímarófi ð er nú hækkandi frá viku til hálfs árs og þaðan fl att en var
áður lækkandi til hálfs árs og fl att þaðan. Þróun tímarófsins má sjá á
mynd 5. Þetta gefur til kynna að væntingar um aukna verðbólgu hafi
vaxið.
Bindiskylda og gjaldeyrisforði
Bindiskylda fjármálastofnana í Seðlabankanum er 2% af innlánum og
útgefnum markaðsverðbréfum sem eru bundin til skemmri tíma en
tveggja ára. Endurhverf viðskipti teljast ekki til bindiskylds fjár. Bindi-
skyldan hefur farið hratt vaxandi síðustu mánuði. Í ársbyrjun 2005 var
álögð bindiskylda um 12 ma.kr. og um mitt ár hafði hún hækkað í tæp-
lega 14 ma.kr. Í lok ársins var álögð bindiskylda rétt rúmlega 17 ma.kr.
og í febrúar hafði hún hækkað í tæplega 18 ma.kr. Hækkunin hefur
m.a. valdið því að fjármálastofnanir þurfa að sækja laust fé í auknum
mæli í Seðlabankann og það eykur virkni peningastefnunnar.
Í september 2005 jók Seðlabankinn regluleg kaup sín á gjaldeyri á
millibankamarkaði fyrir hönd ríkissjóðs í því skyni að safna upp í vænt-
anlegar endurgreiðslur erlendra lána 2006. Í lok árs 2005 var gjald-
eyrisforðinn 67,3 ma.kr. Þar af átti ríkissjóður 9,1 ma.kr. Eftir lækkun
0
10
20
30
40
50
60
70
80
90
100
marsfeb.jan.des.
Mynd 3
Staða endurhverfra viðskipta Seðlabankans
Vikulegar tölur 15. nóvember 2005 - 14. mars 2006
Ma.kr.
Heimild: Seðlabanki Íslands.
nóv.
Daglánavextir
Dagvextir á krónumarkaði
Stýrivextir (umreiknaðir í flata vexti)
3 mánaða vextir á krónumarkaði
Viðskiptareikningsvextir
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Mynd 4
Vextir á krónumarkaði og
stýrivextir Seðlabankans
Daglegar tölur 16. nóvember 2005 - 17. mars 2006
%
8,5
9,0
9,5
10,0
10,5
11,0
11,5
12,0
12,5
marsfeb.jan.des.nóv.
Mynd 5
Tímaróf vaxta á krónumarkaði
Heimild: Seðlabanki Íslands.
10.3. 2006
9.2. 2006
10.1. 2006
9.12. 2005
9.11. 2005
0 100 200 300 400
9,8
10,0
10,2
10,4
10,6
10,8
%
Dagar til innlausnar
PM061_MOA.indd 66 6.4.2006 09:27:05