Peningamál - 01.03.2006, Page 36

Peningamál - 01.03.2006, Page 36
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 36 Atvinnuþátttaka var svipuð árið 2005 og árið 2003 eða um 82%.2 Hún var þó minni en i síðustu uppsveiflu árin 2000 og 2001, þegar hún var mest 83,5%. Munurinn er þó töluvert meiri ef ein- ungis er miðað við fyrsta og síðasta fjórðung áranna 2003-2005.3 Á þetta við um alla aldurshópa, en þó sérstaklega sveigjanlegasta hluta vinnuaflsins, þ.e.a.s. yngsta aldurshópinn, 16-24 ára. Í síðustu upp- sveiflu varð atvinnuþátttaka hans mest rúmlega 79% árið 2000. Hún minnkaði síðan hratt þegar dró úr vinnuaflseftirspurn og varð minnst 65,3% árið 2004. Árið 2005 jókst atvinnuþátttaka þessa aldurshóps aftur í 71,5%. Svipaða sögu er að segja um meðalvinnutíma. Framlag búferlaflutninga Íslendinga til og frá landinu er einnig töluvert. Að meðaltali hafa fleiri Íslendingar flutt til útlanda en til landsins, en útstreymið snúist tímabundið við í hámarki hagsveifln- anna. Áhrif þess á vinnuaflið eru nú svipuð og í síðustu uppsveiflu. ... og þanþol hans hefur aukist Í síðustu tveimur uppsveiflum og einkum í þeirri sem nú stendur yfir hefur þáttur erlendra ríkisborgara aukist.4 Erlendum ríkisborgurum fjölgaði reyndar einnig þegar samdráttur var í efnahagslífinu, eins og t.d. á árinu 2002, en mun meira á uppgangstímum. Útgáfa nýrra atvinnuleyfa og framlenging eldri leyfa jókst verulega á haustmánuðum 2005. Fjölgun atvinnuleyfa endurspeglar eflaust mestmegnis aukna eftirspurn eftir vinnuafli, en nýtt verklag við afgreiðslu atvinnuleyfa ríkisborgara nýju aðildarríkja EES frá og með september 2005 hefur líklega einnig haft áhrif. Um 4.300 ný atvinnuleyfi voru gefin út á árinu 2005. Er það þreföldun frá árinu 2004 og tvisvar sinnum fleiri leyfi en voru gefin út árið 2000 þegar útgáfa atvinnuleyfa náði hámarki í síðustu uppsveiflu. Samkvæmt áætlun Vinnumálastofnunar voru rúmlega 70% þeirra sem störfuðu við stóriðju- og virkjanaframkvæmdir í lok árs 2005 erlendir ríkisborgarar. Gert er ráð fyrir töluverðri útgáfu atvinnuleyfa í ár vegna framkvæmda við ál- og orkuver, en að tilefni þeirra færist frá Kárahnjúkum á Reyðarfjörð og suðvesturhorn landsins.5 Vinnuaflseftirspurn á enn eftir að aukast Niðurstöður könnunar meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins benda til þess að vinnuaflseftirspurn eigi enn eftir að aukast töluvert.6 Nú vilja fleiri fyrirtæki fjölga starfsfólki næstu sex mánuði en í sambærilegri könnun í október 2005, eða tæplega helmingur, og helmingi færri fyrirtæki vilja fækka starfsfólki. Þetta á bæði við um fyrirtæki á höf- uðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Töluvert virðist hafa dregið úr þörf fyrirtækja á landsbyggðinni til að fækka starfsmönnum. Í október 2. Árið 2003 var fyrsta ár samfelldrar vinnumarkaðskönnunar. 3. Sjá umfjöllun um breytingar á framkvæmd vinnumarkaðskönnunar Hagstofu Íslands og niðurstöður hennar eftir ársfjórðungum í Peningamálum 2004/2. 4. Þeir sem flytja til og frá landinu gera það ekki einungis í atvinnuskyni, en sambandið milli hagsveiflunnar og flutninga fólks bæði íslenskra og erlendra ríkisborgara til og frá landinu er sterkt (sjá mynd VI-6). 5. Fjöldatölur eru þó líklegast nokkurt ofmat á því hve mikið vinnumagn hefur bæst við inn- lent þar sem atvinnuleyfi eru yfirleitt bundin við styttra tímabil en eitt ár. T.d. hafa flest atvinnuleyfi fyrir erlenda starfsmenn við Kárahnjúka verið til sex mánaða. Við það bætist að nokkuð hefur verið um það að erlendir starfsmenn vinni ekki allan leyfistímann. 6. Könnunin var gerð af Gallup í febrúar sl. fyrir Seðlabanka Íslands, fjármálaráðuneyti og Samtök atvinnulífsins. 60 65 70 75 80 85 90 95 ‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98‘97‘96‘95‘94‘93‘92‘91 Mynd VI-4 Atvinnuþátttaka 1991 - 2005 Allir, 16-74 ára 16-24 ára 16-24 ára (fyrsta og fjórða ársfjórðung) 25-54 ára 55-74 ára % af mannafla Heimild: Hagstofa Íslands. 30 35 40 45 50 ‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98‘97‘96‘95‘94‘93‘92‘91 Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd VI-5 Meðalvinnutími 1991 - 2005 Klst. á viku Allir, 16-74 ára 16-24 ára 16-24 ára (fyrsta og fjórða ársfjórðung) 25-54 ára 55-74 ára -1,5 -1,0 -0,5 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 200520001995199019851980 Atvinnuleysi (h. ás) Erlendir ríkisborgarar (v. ás) Íslenskir ríkisborgarar (v. ás) Alls (v. ás) Mynd VI-6 Aðfluttir umfram brottfluttna til landsins og atvinnuleysi 1980 - 2005 % af vinnuafli % af vinnuafli Heimildir: Hagstofa Íslands, Vinnumálastofnun.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.