Peningamál - 01.03.2006, Page 56

Peningamál - 01.03.2006, Page 56
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 56 aðsbrest að ræða, sem veldur vandkvæðum við framkvæmd peninga- stefnunnar. Gagnstætt því sem að var stefnt hefur hækkun raunvaxta fyrr á árinu gengið til baka, bæði á skemmri og lengri enda vaxtarófsins. Ef ekkert er að gert eða eitthvað verður til þess að breyta aðstæðum á mörkuðum er hætt við að væntingar um vaxandi verðbólgu grafi enn frekar undan aðhaldinu, spenna magnist á vinnumarkaði og þrýstingur á krónuna aukist. Hætt við að lægra gengi ýti undir launahækkanir Lægra gengi krónunnar er vissulega léttir fyrir fyrirtæki sem starfa í harðri samkeppni við útlönd en sum þeirra lentu í þrengingum vegna hágengis undanfarið ár. Lægra gengi gæti hins vegar gefið fyrirtækj- um svigrúm til að hækka laun í harðri samkeppni um innlent vinnuafl, sem er af skornum skammti. Því felur gengislækkun krónunnar einnig í sér minna peningalegt aðhald, sem hætt er við að leiði til aukinnar verðbólgu sem samtök launþega munu krefjast að fá bætt þegar kemur að næstu endurskoðun launaliðar kjarasamninga í nóvember nk., til viðbótar við bein áhrif gengislækkunar til hækkunar á verði inn fluttra vara. Lakari erlend fjármálaleg skilyrði gætu haft veruleg áhrif á útlánagetu innlendra fjármálastofnana Síðla árs í fyrra tók áhættuálag útgefinna skuldabréfa íslenskra banka að hækka á alþjóðlegum eftirmarkaði. Það hækkaði frekar í febrúar og byrjun mars í kjölfar skýrslna erlendra aðila sem fóru fremur nei- kvæðum orðum um íslenska banka og bentu á ójafnvægi í íslenskum þjóðarbúskap. Ef bankarnir þyrftu að fjármagna útlán sín á gildandi eftirmarkaðsvöxtum má ætla að það leiddi til hækkunar útlánsvaxta. Á þessu stigi er ekki ljóst hvort um tímabundna eða langvarandi hækkun vaxtaálags er að ræða. Hækki vextir í heiminum hins vegar áfram, er líklegt að áhættuálag muni almennt einnig hækka. Aukið áhættuálag veldur fjármálafyrirtækjum ekki endilega vanda til skamms tíma litið, en verði ástandið viðvarandi mun það veikja þau í erlendri samkeppni. Ljóst virðist að hröð sigling íslenskra fjármálafyrirtækja á undanförn- um árum ásamt vaxandi ofþenslumerkjum og ójafnvægi í íslenskum þjóðarbúskap séu meginástæður þess að áhætta er metin meiri á erlendum mörkuðum a.m.k. um sinn. Til þess að bregðast við þess- ari stöðu þurfa fjármálafyrirtæki væntanlega m.a. að rifa seglin. Ekki er síður brýnt að stuðla að því að draga úr ójafnvæginu í íslenskum þjóðarbúskap sem fyrst. Greinilegt er að jafnvel þau fjármálafyrirtæki sem hafa meginhluta starfsemi sinnar erlendis gjalda fyrir ójafnvægið í þjóðarbúskapnum. Of hröð sigling kann einnig að rýra lánshæfi smat Íslands almennt. Minna aðhaldssöm peningastefna treystir ekki undirstöður fjármálalegs stöðugleika Meginmarkmið peningastefnunnar er að stuðla að stöðugu verðlagi. Meðal meginverkefna Seðlabankans er einnig að stuðla að fjármála- legum stöðugleika og jafnan ætti ekki að vera togstreita á milli þess- ara markmiða. Eins og oft hefur verið bent á í Peningamálum stuðlar Mynd IX-7 Ávöxtun íbúðabréfa og spariskírteina Daglegar tölur 4. janúar 2000 - 24. mars 2006 Heimild: Seðlabanki Íslands. % 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 5,5 6,0 RIKS 15 1001 HFF 15 0644 HFF 15 0434 HFF 15 0224 HFF 15 0914 2006200520042003200220012000 Mynd IX-8 Vaxtamunur við útlönd Vikulegar tölur 7. janúar 1998 - 14. mars 2006 Heimild: Seðlabanki Íslands. % 0 2 4 6 8 10 200620052004200320022001200019991998 Skammtímavaxtamunur við útlönd (m.v. millibankavexti) Skammtímavaxtamunur við útlönd (m.v. ríkisvíxla) Langtímavaxtamunur (m.v. ríkisbréf til u.þ.b. 5 ára) Mynd IX-9 Áhættuálag á eftirmarkaði með skuldabréf íslenskra banka Daglegar tölur 1. september 2005 - 28. mars 2006 Punktar Heimild: Bloomberg. KB banki Landsbanki Glitnir 0 15 30 45 60 75 90 105 120 20062005 s o n d j f m
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.