Peningamál - 01.03.2006, Blaðsíða 21

Peningamál - 01.03.2006, Blaðsíða 21
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 21 stað á fjármálamarkaði í kjölfar útgáfu skýrslna frá erlendum mats- og greiningaraðilum kynnu hins vegar að hafa haft gagnstæð áhrif á þessar væntingar sem kunna að koma fram í næstu könnunum. Fjármálaleg skilyrði heimilanna ekki orðið fyrir miklum áhrifum af auknu peningalegu aðhaldi enn sem komið er Fjármálaleg skilyrði heimilanna hafa þrengst nokkuð frá því í desember vegna hækkunar skammtímavaxta, lækkunar gengis krónunnar, hækk- unar lægstu mögulegu vaxta á nýjum fasteignaveðlánum og aukinnar verðbólgu. Áhrif þessara breytinga eru þó minni en ætla mætti við fyrstu sýn. Verðtryggðar skuldir vega þyngst í fjármálum heimilanna. Greiðslubyrði þeirra skulda hefur lítið breyst nema sem nemur hækk- un verðbóta vegna aukinnar verðbólgu. Hækkun á lægstu vöxtum á fasteignalánamarkaði hefur einungis áhrif á kaupendur sem taka ný lán á þessum breyttu kjörum. Heimili sem hafa tekið íbúðaveðlán á hagstæðari vaxtakjörum, eða yfirtekið eldri lán á þeim kjörum, finna því ekki fyrir nýtilkomnum vaxtahækkunum. Áhrifa hærri vaxta nýrra fasteignaveðlána gætir einkum á fasteignamarkaði, en hækkun fast- eignaverðs hefur verið mikilvægur drifkraftur einkaneyslunnar. Þróun eignaverðs og væntingar almennings til þess kunna að skipta sköpum fyrir vöxt einkaneyslunnar Mikill vöxtur einkaneyslu er knúinn áfram af vexti ráðstöfunartekna og aukinni skuldsetningu heimilanna. Ráðstöfunartekjur hafa hækk- að vegna launahækkana, aukinnar atvinnu og lækkunar skatta. Auður heimilanna hefur sömuleiðis vaxið hröðum skrefum í takt við verðhækkanir fasteigna og verðbréfa. Rýmri möguleikar almennings til skuldsetningar gegn vaxandi auði hafa lagst á árarnar og ljóst er að vöxtur einkaneyslu er í auknum mæli drifinn áfram af miklum lántök- um og skuldasöfnun. Jákvæðar væntingar almennings og fyrirtækja til þróunar efnahagsmála hafa skarað að kolum þessarar skuldsetningar. Árlegur vöxtur einkaneyslu um eða yfir tug prósentna er fáséð- ur og getur ekki varað nema skamma hríð. Flest bendir til að þróun eignaverðs eigi stóran þátt í hinum öra vexti. Fasteignaverð á höfuð- borgarsvæðinu hækkaði um u.þ.b. 45% síðastliðið eitt og hálft ár. Hlutabréfaverð hækkaði um tæp 95% á sama tímabili. Framvinda eignaverðs og væntingar almennings til þess munu skipta sköpum fyrir vöxt einkaneyslunnar á næstunni. Dregið hefur úr hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæð- inu að undanförnu, þótt enn sé mikill kraftur í fasteignamarkaðnum. Ef framhald verður á þeirri þróun mun vöxtur einkaneyslu færast í eðli legra horf, eins og gerist í þeirri þjóðhagsspá sem hér er kynnt til sögunnar. Í spánni er reiknað með að fasteignaverð hækki nokkuð umfram almennar verðlagshækkanir á þessu ári en lækki heldur að nafnvirði á næsta ári. Þetta mun draga verulega úr vexti einkaneyslu á næsta ári. Samneysla Vöxtur samneyslu í fyrra var nokkurn veginn í takt við spár Seðla bank- ans. Samkvæmt þjóðhagsreikningum var vöxturinn 3,2%, en bank inn spáði 3% vexti í desember. Væntingavísitala Gallup (v. ás) Vöxtur einkaneyslu (h. ás) 1. Væntingavísitala í lok ársfjórðungs. Gildi fyrir 1. ársfj. 2006 er þó fyrir janúar-febrúar. Heimildir: Hagstofa Íslands, IMG Gallup. Mynd IV-4 Einkaneysla og væntingavísitala Gallup 1. ársfj. 2001 - 1. ársfj. 20061 Væntingavísitala Gallup til sex mánaða (v. ás) Vísitala Magnbreyting frá fyrra ári (%) 50 70 90 110 130 150 -10 -5 0 5 10 15 200620052004200320022001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.