Peningamál - 01.03.2006, Blaðsíða 76
ANNÁLL
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
1
76
ins hefði verið fullnægt. Landsbankinn eignast í upphafi 50% hlutafjár
en afganginn mun bankinn eignast á næstu þremur árum. Heildar-
verðmæti fyrirtækisins við kaupsamning var 4 ma.kr. en verðviðmið-
un á síðari hluta fjárfestingarinnar ræðst af rekstrarárangri Merrion á
tímabilinu.
Janúar 2006
Hinn 1. janúar kom til framkvæmda annar hluti tekjuskattslækkunar
sem samþykkt var á haustþingi 2004. Hlutfall tekjuskatts einstaklinga
lækkaði úr 24,75% í 23,75%. Persónuafsláttur hækkaði um 2,5%.
Meðalútsvar í staðgreiðslu lækkaði örlítið, úr 12,98% í 12,97%. Er því
staðgreiðsluhlutfallið á árinu 2006 36,72% samanborið við 37,73%
árið 2005.
Hinn 1. janúar féllu einnig niður eignarskattar einstaklinga og lögaðila,
þ.e. ekki verður lagt á eignir manna eins og þær voru í árslok 2005.
Sérstakur tekjuskattur féll einnig niður um áramótin að öðru leyti en
því að hann verður lagður á í síðasta sinn í sumar en á tekjur ársins
2005. Hann verður hins vegar ekki lagður á tekjur ársins 2006.
Hinn 20. janúar gaf alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings út láns-
hæfi seinkunnir fyrir Straum-Burðarás Fjárfestingarbanka hf., BBB fyrir
langtímaskuldbindingar, F3 fyrir skammtímaskuldbindingar, C/D fyrir
eigin styrkleika (e. individual ratings) og 3 í stuðningseinkunn. Horfur
um breytingar á matinu voru stöðugar.
Hinn 26. janúar var tilkynnt að bankastjórn Seðlabanka Íslands hefði
ákveðið að hækka stýrivexti bankans, þ.e. vexti í endurhverfum við-
skiptum við lánastofnanir, um 0,25 prósentur í 10,75%. Aðrir vextir
Seðlabankans voru einnig hækkaðir um 0,25 prósentur, vextir á inn-
stæðubréfum til 7 daga og vextir í endurhverfum viðskiptum hækkuðu
hinn 31. janúar en aðrir vextir hinn 1. febrúar.
Febrúar 2006
Hinn 21. febrúar staðfesti alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings láns-
hæfi seinkunnir ríkissjóðs Íslands, AA- fyrir langtímaskuldbindingar í
erlendri mynt, AAA fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum.
Einnig var landseinkunn (e. country ceiling ratings) staðfest AA og láns-
hæfi seinkunnin F1+ fyrir erlendar skammtímaskuldbindingar. Horfum
var breytt úr stöðugum í neikvæðar.
Hinn 24. febrúar voru endurskoðaðar starfsreglur um undirbúning,
rökstuðning og kynningu ákvarðana í peningamálum formlega stað-
festar. Starfsreglur þessar voru settar með hliðsjón af ákvæðum 3. mgr.
24. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands. Reglurnar hafa verið
endurskoðaðar í ljósi reynslu og með hliðsjón af því að Seðlabankinn
birtir vaxtaákvarðanir sínar nú á fyrirfram ákveðnum og tilkynntum
dögum.
Mars 2006
Hinn 16. mars staðfesti alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor’s
lánshæfi seinkunnir ríkissjóðs á langtímaskuldbindingum í erlendri mynt
AA- og AA+ fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum. Um leið
Annáll.indd 76 7.4.2006 12:57:04