Peningamál - 01.03.2006, Page 76

Peningamál - 01.03.2006, Page 76
ANNÁLL P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 76 ins hefði verið fullnægt. Landsbankinn eignast í upphafi 50% hlutafjár en afganginn mun bankinn eignast á næstu þremur árum. Heildar- verðmæti fyrirtækisins við kaupsamning var 4 ma.kr. en verðviðmið- un á síðari hluta fjárfestingarinnar ræðst af rekstrarárangri Merrion á tímabilinu. Janúar 2006 Hinn 1. janúar kom til framkvæmda annar hluti tekjuskattslækkunar sem samþykkt var á haustþingi 2004. Hlutfall tekjuskatts einstaklinga lækkaði úr 24,75% í 23,75%. Persónuafsláttur hækkaði um 2,5%. Meðalútsvar í staðgreiðslu lækkaði örlítið, úr 12,98% í 12,97%. Er því staðgreiðsluhlutfallið á árinu 2006 36,72% samanborið við 37,73% árið 2005. Hinn 1. janúar féllu einnig niður eignarskattar einstaklinga og lögaðila, þ.e. ekki verður lagt á eignir manna eins og þær voru í árslok 2005. Sérstakur tekjuskattur féll einnig niður um áramótin að öðru leyti en því að hann verður lagður á í síðasta sinn í sumar en á tekjur ársins 2005. Hann verður hins vegar ekki lagður á tekjur ársins 2006. Hinn 20. janúar gaf alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings út láns- hæfi seinkunnir fyrir Straum-Burðarás Fjárfestingarbanka hf., BBB fyrir langtímaskuldbindingar, F3 fyrir skammtímaskuldbindingar, C/D fyrir eigin styrkleika (e. individual ratings) og 3 í stuðningseinkunn. Horfur um breytingar á matinu voru stöðugar. Hinn 26. janúar var tilkynnt að bankastjórn Seðlabanka Íslands hefði ákveðið að hækka stýrivexti bankans, þ.e. vexti í endurhverfum við- skiptum við lánastofnanir, um 0,25 prósentur í 10,75%. Aðrir vextir Seðlabankans voru einnig hækkaðir um 0,25 prósentur, vextir á inn- stæðubréfum til 7 daga og vextir í endurhverfum viðskiptum hækkuðu hinn 31. janúar en aðrir vextir hinn 1. febrúar. Febrúar 2006 Hinn 21. febrúar staðfesti alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings láns- hæfi seinkunnir ríkissjóðs Íslands, AA- fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt, AAA fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum. Einnig var landseinkunn (e. country ceiling ratings) staðfest AA og láns- hæfi seinkunnin F1+ fyrir erlendar skammtímaskuldbindingar. Horfum var breytt úr stöðugum í neikvæðar. Hinn 24. febrúar voru endurskoðaðar starfsreglur um undirbúning, rökstuðning og kynningu ákvarðana í peningamálum formlega stað- festar. Starfsreglur þessar voru settar með hliðsjón af ákvæðum 3. mgr. 24. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands. Reglurnar hafa verið endurskoðaðar í ljósi reynslu og með hliðsjón af því að Seðlabankinn birtir vaxtaákvarðanir sínar nú á fyrirfram ákveðnum og tilkynntum dögum. Mars 2006 Hinn 16. mars staðfesti alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor’s lánshæfi seinkunnir ríkissjóðs á langtímaskuldbindingum í erlendri mynt AA- og AA+ fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum. Um leið Annáll.indd 76 7.4.2006 12:57:04
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.