Peningamál - 01.03.2006, Blaðsíða 54

Peningamál - 01.03.2006, Blaðsíða 54
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 54 IX Stefnan í peningamálum Tímabilið frá því að Peningamál komu út í desember 2005 hefur verið nokkuð viðburðaríkt. Til viðbótar 0,25 prósenta vaxtahækkun samhliða útgáfu Peningamála og verðbólguspár 2. desember 2005 hækkaði Seðlabankinn stýrivexti um 0,25 prósentur 26. janúar sl. Í frétt sem gefin var út samhliða vaxtahækkuninni í janúar vísaði bank- inn til þess að gengi krónunnar hefði veikst, vísbendingar væru um áframhaldandi afar hraðan vöxt eftirspurnar og vaxandi spennu á vinnumarkaði er birtist í auknu launaskriði. Um langtímahorfur sagði að hæsta raungengi frá níunda áratugnum og meiri viðskiptahalli en áður hefur mælst bentu til þess að umtalsverður verðbólguþrýstingur kynni að vera framundan, jafnvel handan þess sjóndeildarhrings sem spár Seðlabankans næðu jafnan til. Þá sagði að peningastefnan yrði að bregðast tímanlega við þessum aðstæðum svo að ekki yrði að beita enn harkalegra aðhaldi síðar. Eins og horfði kynni Seðlabankinn því að þurfa að hækka vexti enn frekar síðar á árinu. Framvinda efnahagsmála gefur tilefni til að auka enn frekar aðhald í peningamálum Framvinda efnahagsmála frá því að vöxtum var breytt í janúar gefur Seðlabankanum ekki tilefni til að slaka á aðhaldi peningastefn unnar. Þvert á móti hefur framvindan í meginatriðum verið verðbólgu- mark miði Seðlabankans öndverð. Verðbólga er sem fyrr langt yfir verð bólgu markmiðinu og jókst verulega í mars. Gengi krónunnar hefur lækkað umtalsvert frá því að bankinn gerði síðustu spá sína í nóvember 2005 og uppgjör þjóðhagsreikninga sýnir meiri vöxt inn- lendrar eftirspurnar árin 2004 og 2005 en Seðlabankinn hafði spáð eða reiknað með áður. Því er ljóst að framleiðsluspenna er jafnvel enn meiri en áður hefur verið áætlað. Verðbólguhorfur hafa því versnað verulega ef horft er til næstu tveggja ára og einnig til lengri tíma litið í ljósi meiri viðskiptahalla á sl. ári en spáð var. Spenna á vinnumarkaði heldur áfram að aukast og útlit er fyrir að launakostnaður á framleidda einingu aukist verulega umfram verðbólgumarkmið. Lægra gengi og aukin verðbólga auka hættu á að launaþróun fari úr böndunum. Útlána- og peningamagnsvöxtur gefur einnig tilefni til þess að hafa gætur á verðbólguþrýstingi til lengri tíma litið. Jafnvel fasteignamark- aðurinn, sem vonir hafa verið bundnar við að myndi kólna hratt með hærri vöxtum, er býsna líflegur ennþá. Þrýstings gætti á gengi krónunnar í febrúar og mars ... Í febrúar og mars gætti þrýstings á gengi krónunnar og lækkaði það um 14% frá 20. febrúar til 24. mars. Í umfjöllun um verðbólguhorf- ur í Peningamálum hefur Seðlabankinn lagt áherslu á áhættumat spárinnar ekki síður en tiltekna verðbólguferla, sem kynntir eru sem grunn- eða fráviksspár bankans. Einn helsti áhættuþátturinn að und- anförnu hefur verið vaxandi líkur á umtalsverðri gengislækkun til lengri tíma litið. Ástæðan fyrir þessu mati á verðbólguhorfum hefur verið sögulega hátt raungengi og ósjálfbær viðskiptahalli, auk þess sem hækkun erlendra vaxta, sem virðist líkleg á komandi misserum, gæti valdið auknum þrýstingi á gengið. Til þess að hamla gegn of % Mynd IX-1 Stýrivextir seðlabanka Daglegar tölur 1. janúar 1998 - 17. mars 2006 Heimildir: Reuters EcoWin, Seðlabanki Íslands. 0 2 4 6 8 10 12 Evrusvæðið Bandaríkin Ísland 200620052004200320022001200019991998 Heimild: Seðlabanki Íslands. % Mynd IX-2 Hagvöxtur 2003 - 2007 -2 0 2 4 6 8 10 Spá í desember 2005 Núverandi spá 20072006200520042003 1. Áætlun fyrir árið 2005. Spá Seðlanbankans 2006-2007. Heimild: Seðlabanki Íslands. Breyting milli ára (%) Mynd IX-3 Launakostnaður á framleidda einingu 1999-20071 0 2 4 6 8 10 200720062005200420032002200120001999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.