Peningamál - 01.03.2006, Blaðsíða 25

Peningamál - 01.03.2006, Blaðsíða 25
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 25 gerði ráð fyrir eða 13,5%. Þrátt fyrir nokkurn mun í prósentum talið er frávik niðurstöðu þjóðhagsreikninga og spár bankans aðeins rúmlega 600 m.kr. Í nýrri spá er reiknað með að fjárfesting hins opinbera í ár verði jafn mikil í krónum talið og áætlað var í desember, en samdrátturinn verður minni í prósentum talið vegna meiri samdráttar í fyrra en áður var reiknað með. Spáð er tæplega 23% vexti fjárfestingar hins opin- bera á næsta ári. Fjárfesting ríkissjóðs mun aukast um 82% á því ári í samræmi við langtímaáætlanir fjármálaráðuneytisins, en auk þess er bætt við 1 ma.kr. vegna brotthvarfs varnarliðsins. Spáin gerir ráð fyrir að fjárfesting sveitarfélaga dragist saman um 20% á árinu 2007 en reynslan sýnir að slíkur samdráttur er algengur í kjölfar kosningaárs. Mat á vexti íbúðafjárfestingar síðustu ára breytist vegna nýrrar aðferðafræði Hagstofunnar Hagstofa Íslands hefur tekið upp nýjar aðferðir við mat á íbúða- fjárfestingu sem leitt hefur til töluverðra breytinga á áætlunum um íbúðafjárfestingu á árunum 2001-2004. Vöxtur íbúðarfjárfestingar á árinu 2004 virðist hafa verið mun meiri en bráðabirgðatölur frá því í september sýndu, eða 13,8% í stað 5,7%. Vöxturinn árið 2003 var hins vegar minni en áður var talið. Í síðustu heftum Peningamála hefur verið lögð áhersla á að vís- bendingar um íbúðafjárfestingu á árunum 2004 og 2005 hafi verið misvísandi. Miklar verðhækkanir fasteigna gáfu vísbendingu um að sterkir hvatar væru fyrir hendi til íbúðabygginga. Upplýsingar um fjölda byggingarleyfa og innflutning helstu byggingarefna bentu til meiri vaxtar íbúðafjárfestingar en Hagstofan hafði áætlað. Samkvæmt fyrstu bráðabirgðatölum, sem voru gefnar út í mars á síðasta ári, jókst íbúðafjárfesting aðeins um 3% á árinu 2004. Í september mat Hagstofan vöxtinn ívið meiri, en bráðabirgðatölur sem Hagstofan birti í mars í ár eru mjög nálægt spá Seðlabankans um 13% vöxt, sem birtist í Pen ingamálum 2004/4, áður en fyrstu bráðabirgðatölur Hagstofunnar birtust. Hagstofan birti fyrstu áætlanir um vöxt íbúðafjárfestingar árið 2005 hinn 14. mars sl. Samkvæmt þeim var vöxtur íbúðafjárfestingar 10,3% á liðnu ári, eða 1½ prósentu minni en Seðlabankinn spáði í desember. Fjöldi útgefinna byggingarleyfa og upplýsingar um inn- flutning helstu tegunda byggingarefnis gætu gefið vísbendingu um töluvert meiri vöxt. Mikill vöxtur íbúðafjárfestingar á þessu og næsta ári Í desember spáði Seðlabankinn 9½% vexti íbúðafjárfestingar á þessu ári en einungis 0,6% vexti á næsta ári. Í ljósi nýrra upplýsinga um íbúðafjárfestingu undangengin ár virðast horfur á mun meiri vexti íbúðafjárfestingar en gert var ráð fyrir í desemberspánni. Spáð er u.þ.b. 25% aukningu á þessu ári og tæplega 16% aukningu á því næsta. Spá um íbúðafjárfestingu byggist á nýju ársfjórðungslegu þjóð- hagslíkani bankans. Ástæða þess að spáð er svo miklum vexti íbúða- fjárfestingar á þessu og næsta ári er fyrst og fremst hækkun fasteigna- verðs langt umfram hækkun byggingarkostnaðar. Ýmislegt bendir hins vegar til þess að íbúðafjárfesting síðastliðins árs sé varfærnislega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.