Peningamál - 01.03.2006, Blaðsíða 19

Peningamál - 01.03.2006, Blaðsíða 19
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 19 IV Innlend eftirspurn og framleiðsla Samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend eftirspurn enn hraðar síðastliðin tvö ár en gert var ráð fyrir í síðustu Peningamálum og hefur enn einu sinni komið á óvart. Ójafnvægi í þjóðarbúskapnum hefur aukist þar sem innlend eftirspurn hefur vaxið mun hraðar en framleiðslugetan. Horfur eru á að framleiðsluspenna haldist afar há út spátímabilið, miðað við að stýrivextir og gengi haldist óbreytt frá spádegi. Vöxtur innlendrar eftirspurnar dregst saman í grunnspá bankans og enn hraðar í fráviksspá Horfur eru á að verulega hægi á vexti innlendrar eftirspurnar á þessu ári og spáð er meiri samdrætti þjóðarútgjalda á næsta ári en spáð var í desember. Horfur um vöxt þjóðarútgjalda í ár eru hins vegar lítið breyttar frá desemberspánni, þrátt fyrir hækkun stýrivaxta um 0,5 prósentur og u.þ.b. 12% gengislækkun krónunnar. Hins vegar eru horfur á nokkru minni hagvexti. Hann helst þó jákvæður út spátíma- bilið því að útflutningur eykst mikið á næsta ári, þegar álútflutningur eykst verulega í kjölfar aukinnar framleiðslugetu. Rétt er að leggja ríka áherslu á að spáin sem lýst er hér á eftir, svokölluð grunnspá, gengur út frá óbreyttum stýrivöxtum og gengi út spátímabilið. Í fráviksspá með breytilegum stýrivöxtum og gengi dregur hraðar úr vexti innlendrar eftirspurnar. Hagvaxtarhorfur eru hins vegar mjög svipaðar og í grunnspánni því að framlag utanríkisviðskipta til hag- vaxtar er jákvæðara í fráviksspánni vegna gengislækkunar krónunnar. Meiri hagvöxtur í fyrra og mun meiri árið 2004 en áður var talið Þjóðhagsreikningar fyrir árið 2005 sýna að hagvöxtur var 5,5% á síðasta ári, sem er nokkru meira en Seðlabankinn spáði í desember. Athygli vekur að mun meiri hagvöxtur var á árinu 2004, eða 8,2%. Það er tveimur prósentum meiri vöxtur en áður var talið og mesti hagvöxtur sem mælst hefur hérlendis síðan á skattlausa árinu 1987. Endurmat á vexti fjármunamyndunar er helsta skýringin á þessum aukna hagvexti. Nefna má að Tyrkland er eina landið í hópi OECD- ríkja þar sem hagvöxtur var meiri á árinu 2004. Síðastliðin þrjú ár hefur efnahagslífið einkennst af síauknum vexti innlendrar eftirspurnar og vaxandi ójafnvægi í þjóðarbúskapn- um. Stóriðjuframkvæmdir, uppstokkun á innlendum lánamarkaði, vöxtur ráðstöfunartekna og hreins auðs eru helstu aflvakar þessa vaxtar sem á sér fá fordæmi í íslenskri hagsögu. Árið 2005 var ár nýrra meta í efnahagslífinu. Einkaneysla jókst hraðar en nokkru sinni síðan árið 1987 og fjármunamyndun hefur ekki vaxið hraðar síðan árið 1971. Innflutningur hefur ekki aukist svo mikið frá árinu 1953 og við- skiptahallinn sló öll fyrri met eftirstríðsáranna. Þær aðstæður sem nú eru fyrir hendi í þjóðarbúskapnum eru því afar sérstæðar. Einkaneysla Einkaneysla jókst um 11,9% í fyrra samkvæmt þjóðhagsreikningum Hagstofu Íslands. Þetta er 0,8 prósentum meiri vöxtur en gert var ráð fyrir í desemberspá Seðlabankans. Endurmat Hagstofunnar á Mynd IV-1 Vöxtur þjóðarútgjalda 2004 - 2007 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 14 16 2007200620052004 Magnbreyting frá fyrra ári (%) Endurskoðaðar tölur Hagstofunnar og ný spá Seðlabankans Eldri tölur Hagstofunnar og desemberspá Seðlabankans -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 14 ‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98‘97 Mynd IV-2 Vöxtur einkaneyslu 1997-20071 Magnbreyting frá fyrra ári (%) 1. Spá Seðlabankans 2006-2007. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.