Peningamál - 01.03.2006, Blaðsíða 59

Peningamál - 01.03.2006, Blaðsíða 59
P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 59 1. Þar sem líkanið er á ársgrunni þarf að meta það yfi r tímabil sem nær tiltölulega langt aftur í tímann. Jöfn- ur nar eru því metnar yfi r tímabil þar sem vaxtaákvarðanir voru t.d. ekki frjálsar, fjármagnshreyfi ngar til og frá landinu heftar og verðbólga mikil og sveifl ukennd. Viðauki 1 Nýtt ársfjórðungslegt þjóðhagslíkan Seðlabankans Þjóðhagsspáin sem birtist í þessu hefti Peningamála er unnin með nýju þjóðhagslíkani sem þróað hefur verið af starfsmönnum hagfræðisviðs Seðlabanka Íslands. Þetta líkan er töluvert frábrugðið því líkani sem Seðlabankinn hefur notað við mat á efnahagshorfum frá árinu 2002, en er að gerð líkt líkönum sem ýmsir aðrir seðlabankar hafa notað. Hér eru eiginleikar nýja líkansins bornir saman við eiginleika eldra líkans. Gamla árslíkanið hentaði Seðlabankanum að ýmsu leyti illa Frá því að Seðlabankinn hóf að birta þjóðhagsspár árið 2002 hefur hann stuðst við þjóðhagslíkan sem þróað var af starfsmönnum Þjóðhags- stofnunar í samvinnu við Seðlabankann og fjármálaráðu neytið. Þótt líkanið hafi þjónað tilgangi sínum eru á því ýmsir annmarkar. Það hentar t.d. ekki sérlega vel fyrir greiningar- og spávinnu af því tagi sem Seðlabankinn hefur mesta þörf fyrir. Líkanið var t.d. á ársgrunni og nýttist því ekki nægilega vel við að greina skammtímaþróun efnahags- lífsins. Það er galli fyrir seðlabanka sem þarf að nýta sem best nýlegar upplýsingar við mat á efnahagshorfum, sem eru mikilvæg undirstaða vaxtaákvarðana. Gerð líkansins er einnig sérsniðin að þörfum ríkisfjár- mála, með ítarlega sundurliðun á mismunandi skattstofnum og áhrif- um þeirra. Síður er hugað að hlutverki peningastefnunnar og helstu miðlunarleiðum hennar um hagkerfi ð, sérstaklega við núverandi að- stæður þar sem gengi krónunnar fl ýtur á markaði og Seðlabankinn hefur verðbólgumarkmið. Í slíku umhverfi hafa væntingar almennings og markaðsaðila veruleg áhrif á hagstærðir eins og verðbólgu, gengi og eignaverð. Árslíkanið er mjög stórt og sundurliðað og inniheldur yfi r þúsund hagstærðir. Það er því afar kostnaðarsamt að halda því við og uppfæra undirliggjandi gagnagrunna. Hætt er við að yfi rsýn yfi r gangverk svo viðamikils líkans glatist og að erfi tt verði að túlka mismun andi niðurstöður þess. Túlkunin verður enn vandasamari fyrir þær sakir að miklar breytingar hafa orðið á grunngerð hagkerfi sins frá því að líkanið var upphafl ega metið.1 Nokkuð langt er síðan það hefur verið endurskoðað í heild sinni og ítarleg greining á langtímaeiginleik- um þess hefur aldrei verið gerð. Nýtt ársfjórðungslíkan Af framangreindum orsökum hóf Seðlabankinn undirbúning að gerð ársfjórðungslegs þjóðhagslíkans snemma árs 2001, sem gengið hefur undir skammstöfuninni QMM (Quarterly Macroeconomic Model). Töluverður tími fór í að byggja upp nýjan gagnagrunn sem styður líkanið, enda ársfjórðungslegir þjóðhagsreikningar ekki til fyrir Ísland nema frá árinu 1997 og fjöldi mikilvægra hagstærða ekki til á árs- fjórðungstíðni. Þróunarvinnu við líkanið er að ljúka og byggist spáin í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.