Peningamál - 01.03.2006, Blaðsíða 6
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
1
6
efna hagslífsins hafi verið mun meiri á síðustu tveimur árum en áður
var talið. Því reiknast framleiðsluspenna og spenna á innlendum vinnu-
markaði meiri og viðskiptahallinn stærri en spáð var í síðasta hefti
Pen ingamála, þrátt fyrir að spáð sé heldur minni vexti innlendrar eftir-
spurnar og hagvexti en þá.
Horfur á að hratt muni draga úr vexti innlendrar eftirspurnar ...
Verulega mun draga úr vexti innlendrar eftirspurnar þegar líða tekur
á þetta ár og útlit er fyrir að samdráttur verði á því næsta. Hagvöxtur
mun einnig minnka en þó hægar, því að hratt dregur úr vexti inn-
flutnings á sama tíma og útflutningsframleiðsla tengd álafurðum eykst
verulega á næsta ári.
Spáð er nokkru minni hagvexti á þessu ári en spáð var í des-
ember, þrátt fyrir að vöxtur þjóðarútgjalda sé svipaður. Stafar það af
óhagstæðara framlagi utanríkisviðskipta. Hagvöxtur næsta árs verður
óverulegur og töluvert minni en spáð var í desember og skýrist það
einnig af óhagstæðara framlagi utanríkisviðskipta og minni vexti inn-
lendrar eftirspurnar, sérstaklega einkaneyslu.
... meðan þjóðarbúskapurinn leitar jafnvægis
Minnkandi vöxtur innlendrar eftirspurnar er óhjákvæmilegur fylgifiskur
aðlögunar hagkerfisins að jafnvægi eftir nokkurra ára ofþensluskeið.
Grunnspá Seðlabankans bendir hins vegar til þess að aðlögunin sé of
hæg og hætta sé á að undirliggjandi ójafnvægi nái að festa sig í sessi
Núverandi spá Breyting frá síðustu spá (prósentur)2
Forsendur um stýrivexti og gengi1
Ný þjóðhagsspá
Breyting frá síðustu spá
(prósentur)2
Magnbreyting
frá fyrra ári (%)
Núverandi spá
Tafla I-1 Þjóðhagsspá Seðlabankans miðað við óbreytta stýrivexti og gengi (grunnspá)
2004 2005 2006 2007 2004 2005 2006 2007
Stýrivextir Seðlabankans (%) 6,13 9,37 10,73 10,75 - 0,01 0,48 0,50
Gengisvísitala erlendra gjaldmiðla3 121,0 108,6 114,3 116,0 - 0,4 12,1 13,7
Landsframleiðsla og helstu undirliðir hennar 2004 2005 2006 2007 2004 2005 2006 2007
Einkaneysla 7,2 11,9 5,4 0,5 0,3 0,8 -2,4 -3,6
Samneysla 2,9 3,2 2,8 4,0 0,1 0,2 -0,1 1,4
Fjármunamyndun 29,1 34,5 4,2 -17,1 8,1 3,5 7,1 2,7
Atvinnuvegafjárfesting 34,5 56,9 -1,1 -32,3 11,2 1,1 3,1 -0,1
Fjárfesting í íbúðarhúsnæði 13,8 10,3 24,8 15,7 8,1 -1,5 15,3 15,1
Fjárfesting hins opinbera 34,6 -13,5 -7,5 22,7 7,7 -2,3 6,5 -5,7
Þjóðarútgjöld 10,4 14,9 4,7 -3,3 2,0 1,6 0,6 -1,2
Útflutningur vöru og þjónustu 8,4 3,5 3,4 13,1 0,1 -0,1 -2,4 -2,3
Innflutningur vöru og þjónustu 14,4 28,4 4,5 0,9 0,2 3,9 4,0 2,3
Verg landsframleiðsla 8,2 5,5 4,2 0,4 2,0 0,8 -2,4 -3,7
Ýmsar lykilstærðir
Landsframleiðsla á verðlagi hvers árs (ma.kr.) 917 996 1.099 1.168 32 7 -11 -29
Viðskiptajöfnuður (% af landsframleiðslu) -9,3 -16,5 -14,1 -9,9 -0,9 -0,9 -2,2 -3,1
Launak. á framl. einingu (br. milli ársmeðaltala) 5,1 6,2 6,4 3,9 - 0,6 0,6 -0,4
Atvinnuleysi (% af mannafla) 3,1 2,1 1,5 1,9 - 0,1 -0,4 -0,5
1. Ársmeðaltöl miðað við óbreytta vexti og gengi frá spádegi. 2. Breyting frá Peningamálum 2005/4. 3. Breyting frá síðustu spá er prósentubreyting gengisvísitölu.