Peningamál - 01.03.2006, Blaðsíða 58

Peningamál - 01.03.2006, Blaðsíða 58
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 58 framkvæmda. Vöxtur einkaneyslu hefur að miklu leyti verið fjármagn- aður með lánsfé og skýrist að verulegu leyti af samspili lægri vaxta og hækkunar eignaverðs. Líklegt er að dragi úr vexti einkaneyslu á næstu árum, jafnvel þótt til frekari framkvæmda komi. Hins vegar er ljóst að nýjar framkvæmdir gætu haft umtalsverð áhrif á væntingar um verðbólgu, vexti og gengisþróun, en miklu skiptir hve hratt yrði farið í þessar framkvæmdir. Eins og nú horfir virðist líklegast að þær myndu dreifast yfir það langt tímabil að hlutfall fjárfestingar af landsfram- leiðslu yrði lægra en í þeirri hrinu sem nú stendur yfir. Nauðsynlegt verður að meta gaumgæfilega áhrif nýrra framkvæmda á jafnvægi í þjóðarbúskapnum áður en ráðist er í þær. Seðlabankinn getur hins vegar ekki tekið tillit til þessara áætlana og enn síður brugðist við þeim fyrr en þær skýrast. Dýrkeypt yrði að hvika frá verðbólgumarkmiðinu Í Peningamálum hefur oft verið varað við hugmyndum um að rétt væri að „leyfa“ verðbólgunni að aukast um sinn meðan núverandi framkvæmdahrina gengur yfir. Ástæða er til að endurtaka þessi varn- aðarorð. Slík stefna myndi umsvifalaust skila sér í auknum verðbólgu- væntingum, sem myndu grafa undan því aðhaldi peningastefnunnar sem nú er til staðar. Aukin verðbólga myndi við núverandi skilyrði á vinnumarkaði skila sér fljótt í launabólgu og grafa enn frekar undan stöðugleika krónunnar, sem á mjög undir högg að sækja um þessar mundir. Þvert á móti er brýnt að snúa við þeirri þróun sem grafið hefur undan aðhaldi peningastefnunnar á undanförnum mánuðum og endurreisa sem fyrst trúverðugleika markmiðsins. Þetta er sérstaklega mikilvægt í ljósi þess að samkvæmt þjóðhagsspá Seðlabankans eru nú horfur á nokkurri framleiðsluspennu allt til ársins 2010, að óbreyttum vöxtum. Það gæti bent til þráláts verðbólguvanda ef ekkert er að gert. Horfur eru á að Seðlabankinn þurfi að hækka vexti meira en áður hefur verið talið til þess að ná markmiði sínu. Hermun með nýju þjóðhagslíkani Seðlabankans bendir til þess að vextirnir gætu þurft að hækka í meira en 15% og haldast þar um töluverða hríð ef þokkalegar líkur eiga að vera á því að verðbólgumarkmiðinu verði náð á spátím- anum. Slíkt mat er þó mikilli óvissu háð. Mynd IX-13 Mismunandi stýrivaxtaferlar % 1. Stýrivaxtaferill sem miðar að því að ná verðbólgumarkmiðinu á næstu 2-3 árum. Heimild: Seðlabanki Íslands. Stýrivaxtaspá út frá framvirkum vöxtum Stýrivaxtaspá greiningaraðila Stýrivaxtaferill út frá einfaldri peningastefnureglu1 4 6 8 10 12 14 16 18 20072006200520042003 Mynd IX-14 Mismunandi verðbólguferlar % Heimild: Seðlabanki Íslands. Grunnspá Fráviksspá (vaxta- og gengisferill út frá væntingum greiningaraðila) Spá með peningastefnuviðbrögðum Verðbólgumarkmið 1 2 3 4 5 6 7 8 200820072006200520042003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.