Peningamál - 01.03.2006, Blaðsíða 57

Peningamál - 01.03.2006, Blaðsíða 57
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 57 stöðugleiki í verðlagsmálum og efnahagslífinu að fjármálalegum stöð- ugleika til lengri tíma litið. Því er að jafnaði enginn ávinningur af því að fórna meginmarkmiði peningastefnunnar í því skyni að létta róður fjármálafyrirtækja um sinn, t.d. með lægri vöxtum en samrýmast verð- bólgumarkmiði. Til lengdar er hagsmunum þeirra best þjónað með peningastefnu sem stuðlar að stöðugu verðlagi. Eins og oft hefur verið rakið í Peningamálum gildir þetta sérstaklega í landi þar sem heimili og fyrirtæki eru afar skuldsett og skuldbindingar þeirra að miklu leyti bundnar vísitölu neysluverðs eða erlendum gjaldmiðlum. Ótímabær slaki í peningamálum er leiðir til mikillar verðbólgu og gengissveiflna getur haft skaðleg áhrif á efnahagsreikning og afkomu þessara mik- ilvægu skuldara við lánakerfið, að því marki sem þeir hafa ekki full- nægjandi varnir, og þegar upp er staðið kallað á meiri vaxtahækkanir en ella. Vanda sem íslenskar fjármálastofnanir standa frammi fyrir um þessar mundir má að einhverju leyti rekja til útþenslustefnu þeirra og vaxandi ójafnvægis í íslenska þjóðarbúskapnum. Hann verður ekki leystur með of slöku peningalegu aðhaldi sem aðeins myndi auka enn frekar á ójafnvægið og þar með grafa undan fjármálastöðugleika. Strangt peningalegt aðhald nauðsynlegt Verðbólga hefur nú um langt skeið verið umtalsvert yfir verðbólgu- markmiði Seðlabankans. Því lengur sem þetta ástand varir þeim mun hættara er við að verðbólguvæntingar verði yfir markmiðinu um langa framtíð. Aðhald peningastefnunnar verður sem því nemur minna að gefnum tilteknum stýrivöxtum og kostnaðarsamara að koma böndum á verðbólguna á ný. Á næstu misserum verða raunvextir að vera nægi- lega háir til þess að veita eftirspurn viðunandi aðhald og vaxtamunur við útlönd að vera nægur til þess að erlendir fjárfestar sjái sér áfram hag í því að eiga skuldabréf í íslenskum krónum uns dregið hefur úr ójafnvægi í þjóðarbúskapnum. Þannig má stuðla að því að aðlögun gengis krónunnar að langtímajafnvægi verði með hætti sem samrým- ist verðbólgumarkmiðinu fremur en með snöggri dýfu og yfirskoti er leiddi til verðbólguholskeflu líkt og gerðist árið 2001. Ljóst er að til þess að ná þessu markmiði verða stýrivextir Seðlabankans að hækka töluvert frá því sem nú er og vera háir um langt skeið. Frekari stóriðjuframkvæmdir gætu haft áhrif á aðlögunarferlið Eins og greint er frá í rammagrein IV-2 eru ýmsar áætlanir um frekari stóriðjuframkvæmdir í bígerð. Um þessar áætlanir ríkir enn mikil óvissa og því ekki tilefni til að taka mið af þeim í spám og mati á verðbólgu- horfum enn sem komið er. Þó er íhugunarefni hvaða áhrif það gæti haft á framvindu efnahagsmála ef nýjar framkvæmdir hæfust fljótlega eftir að núverandi framkvæmdum lyki, t.d. í ársbyrjun 2008. Ekki er hægt að yfirfæra vélrænt reynsluna frá núverandi framkvæmdaskeiði vegna þess að þjóðarbúskapurinn hefur orðið fyrir mörgum stórum hnykkjum á sama tíma. Ljóst er að útþensla fjármálakerfisins, þ.m.t. hörð samkeppni á fasteignalánamarkaði, hefur leikið lykilhlutverk við að magna áhrif þeirra stórframkvæmda sem hófust árið 2003. Útþenslugetu fjármálafyrirtækja kann að verða þrengri stakkur skor- inn á næstu árum. Þá kann eignaverðsuppsveiflan á síðustu árum að renna sitt skeið innan skamms og gæti unnið á móti áhrifum nýrra Mynd IX-10 Ávöxtun ríkisvíxla til 3 mánaða Daglegar tölur 1. janúar 2002 - 17. mars 2006 Heimild: Reuters EcoWin. % Bandaríkin Evrusvæði 0 1 2 3 4 5 20062005200420032002 Mynd IX-11 Ávöxtun tíu ára ríkisskuldabréfa Daglegar tölur 1. janúar 1998 - 17. mars 2006 Bandaríkin Evrusvæði % Heimild: Reuters EcoWin. 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 5,5 6,0 6,5 7,0 1998 2000 2001 2002 2003 2004 2005 20061999 Mynd IX-12 Tímaróf vaxta á krónumarkaði Heimild: Seðlabanki Íslands. 10.3. 2006 9.2. 2006 10.1. 2006 9.12. 2005 9.11. 2005 0 100 200 300 400 9,8 10,0 10,2 10,4 10,6 10,8 % Dagar til innlausnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Peningamál

Undirtitill:
ársfjórðungsrit Seðlabanka Íslands.
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1605-9468
Tungumál:
Árgangar:
25
Fjöldi tölublaða/hefta:
92
Skráðar greinar:
482
Gefið út:
1999-í dag
Myndað til:
2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Peningamál er ársfjórðungslegt rit Seðlabanka Íslands um hagfræðileg málefni.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað: 1. tbl (01.03.2006)
https://timarit.is/issue/385503

Tengja á þessa síðu: 57
https://timarit.is/page/6510756

Tengja á þessa grein: Mun verri verðbólguhorfur að óbreyttum vöxtum
https://timarit.is/gegnir/991006881639706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tbl (01.03.2006)

Aðgerðir: