Peningamál - 01.03.2006, Blaðsíða 55

Peningamál - 01.03.2006, Blaðsíða 55
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 55 hraðri gengis lækkun krónunnar er nauðsynlegt að innlendir vextir séu nægilega háir til þess að vega upp vænta gengislækkun krónunnar. Í ljósi þess að horfur eru á að erlendir skammtíma- og langtímavextir muni hækka áfram er líklegt að innlendir skammtímavextir þurfi einnig að hækka, þótt ekki væri nema til að halda vaxtamuninum í horfinu. ...sem gæti aukist frekar þegar skuldabréf í krónum útgefin af erlendum aðilum falla í gjalddaga Mikill vaxtamunur við útlönd hefur ýtt undir útgáfu erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum á alþjóðlegum markaði. Nú hafa verið gefin út bréf fyrir 220 ma.kr., eða andvirði rúmlega fimmtungs landsframleiðslu Íslands. Útgáfan hefur í sjálfu sér ekki áhrif á gengi krónunnar en afleidd viðskipti útgefenda og milligönguaðila hafa styrkt gengi krónunnar. Á þriðja fjórðungi ársins fellur fyrsta lota þess- arar skuldabréfaútgáfu í gjalddaga, skuldabréf að andvirði samtals 40 ma.kr. Ef ekki kemur til nýrrar skuldabréfaútgáfu er líklegt að þrýsting- ur á gengið aukist. Ef ný skuldabréfaútgáfa erlendra aðila á að koma í stað þeirrar sem er á gjalddaga á þessum tíma þarf vaxtamunur að vera nægur til þess að gera hana fýsilega í ljósi gengisáhættu, sérstaklega ef stöðugleiki krónunnar hefur minnkað. Gjalddagar skiptasamninga í tengslum við skuldabréfaútgáfu erlendra aðila, líkleg hækkun erlendra vaxta, vaxandi óstöðugleiki krónunnar og efasemdir um sjálfbærni íslenskrar efnahagsþróunar þýða að stýrivextir muni þurfa að vera háir um langt skeið ef koma á í veg fyrir að gengi krónunnar lækki hraðar og meira en samrýmist verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Slaknað hefur á aðhaldi peningastefnunnar Á sama tíma og upplýsingar hafa komið fram er benda til þess að verðbólguþrýstingur sé jafnvel enn meiri en Seðlabankinn hefur gert ráð fyrir í spám sínum til þessa bendir flest til að slaknað hafi á því aðhaldi sem peningastefnan veitir. Aðhaldið ræðst ekki einungis af því hve háir stýrivextir eru á hverjum tíma og væntingum um stýri- vaxtaþróun næstu missera, heldur einnig af væntri verðbólgu, gengis- þróun og því hversu greitt vaxtabreytingar Seðlabankans miðlast um vaxtarófið. Á öllum þessum sviðum hefur orðið afturför frá því að Peningamál komu út í desember 2005 og frá síðustu vaxtabreytingum Seðlabankans einnig. Eins og greint er frá að framan jukust verðbólguvæntingar í kjölfar þess að gengi krónunnar lækkaði. Af þessum sökum má ætla að raunstýrivextir hafa lækkað um ½ til 1 prósentu frá síðustu vaxta- ákvörðun. Auknar verðbólguvæntingar eftir gengislækkun í febrúar og mars hafa enn fremur leitt til aukinnar eftirspurnar eftir verðtryggðum skuldabréfum. Ávöxtunarkrafa þeirra hefur því lækkað, sem leiddi til þess að Íbúðalánasjóður lækkaði vexti lítillega á ný í mars eftir hækkun í desember. Hins vegar hækkuðu bankar vexti verðtryggðra útlána lítil- lega í mars, þ.m.t. á fasteignaveðtryggðum lánum. Ekki aðeins hafa vaxandi verðbólguvæntingar unnið gegn mark- miðum peningastefnunnar, heldur hefur orðið verulegur misbrestur á því að skammtímavextir, jafnvel til aðeins eins mánaðar, fylgi vöxtum Seðlabankans eftir. Óhugsandi er að slíkt skýrist af væntingum um vaxtabreytingar Seðlabankans. Líta verður svo á að hér sé um mark- Mynd IX-4 Endurgreiðsluferill erlendra skuldabréfa í krónum1 3. ársfj. 2006 - 1. ársfj. 2011 1. Gögn til og með 15. mars 2006. Heimild: Seðlabanki Íslands. Ma.kr. Viðbætur frá síðustu Peningamálum Endurgreiðsluferill við útgáfu síðustu Peningamála 0 10 20 30 40 50 60 70 201120102009200820072006 RIKB 13 0517 RIKB 10 0317 Heimild: Seðlabanki Íslands. % Mynd IX-5 Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra skuldabréfa og stýrivextir SÍ Daglegar tölur 3. janúar 2002 - 17. mars 2006 5 6 7 8 9 10 11 Stýrivextir SÍ 20062005200420032002 RIKB 07 0209 Mynd IX-6 Raunstýrivextir Vikulegar tölur 5. janúar 1998 - 17. mars 2006 Raunstýrivextir m.v.: verðbólguálag ríkisbréfa til u.þ.b. 2 ára verðbólguálag ríkisbréfa til u.þ.b. 8 ára verðbólguvæntingar sérfæðinga á fjármálamarkaði verðbólguvæntingar fyrirtækja verðbólguvæntingar almennings Heimild: Seðlabanki Íslands. % 0 2 4 6 8 ‘98 ‘99 ‘00 ‘01 ‘02 ‘03 ‘04 ‘05 ‘06
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.