Peningamál - 01.03.2006, Blaðsíða 28

Peningamál - 01.03.2006, Blaðsíða 28
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 28 Ætla mætti að svo mikil gengislækkun leiddi til samdráttar innflutnings í ár í ljósi þess að aðeins var spáð ½% vexti í desember, og að spáð er minni vexti einkaneyslu nú en í síðustu spá. Skýringin er sú að spáð er nokkrum vexti fjármunamyndunar nú í stað samdráttar í síðustu spá. Eigi að síður dregur úr vexti innflutnings þegar líður á árið og kominn verður samdráttur á síðasta fjórðungi ársins. Hagvöxtur og framleiðsluspenna Verulega lakari hagvaxtarhorfur en í síðustu spá Í desember spáði Seðlabankinn að hagvöxtur í þessari uppsveiflu næði hámarki í ár, þegar hann yrði 6½%, og að vöxturinn yrði 4% á næsta ári. Þrennt hefur breytt þeirri mynd sem var dregin upp af þróun hag- vaxtar í síðustu spá. Í fyrsta lagi, eins og kom fram í upphafi þessa kafla, sýna end- urskoðaðir þjóðhagsreikningar Hagstofu Íslands fyrir árið 2004 og fyrstu áætlanir fyrir árið 2005 mun meiri hagvöxt á síðustu tveimur árum en áður var talið, eða 8,2% árið 2004 og 5,5% í fyrra. Í öðru lagi er gert ráð fyrir enn neikvæðara framlagi utan ríkis- viðskipta í ár en spáð var í desember, sökum meiri innflutnings og minni útflutnings. Í þriðja lagi er spáð meiri samdrætti þjóðarútgjalda á næsta ári en gert var í desember. Hægari vöxtur einkaneyslu vegur þar þyngra en minni samdráttur fjármunamyndunar. Niðurstaðan er að spáð er 4,2% hagvexti í ár og einungis 0,4% vexti á næsta ári. Hagvaxtarhorfur eru því mun lakari nú en í des- ember. Meiri spenna í þjóðarbúskapnum en áður var talið og helst há út spátímabilið Mat á framleiðsluspennu hefur tekið nokkrum breytingum samfara upptöku nýs þjóðhagslíkans. Sömuleiðis hafa verið gerðar nokkrar breyt ingar á framsetningu matsins til að leggja áherslu á hina miklu óvissu sem ríkir um mat á framleiðsluspennu, eins og nánar er fjallað um í rammagrein IV-3. Mun meiri hagvöxtur árin 2004 og 2005 felur í sér meiri fram- leiðsluspennu en talið var í desember. Framleiðsluspennan í ár er þó óbreytt frá síðustu spá vegna mun minni hagvaxtar, en töluvert meiri á næsta ári. Miðað við óbreytta stýrivexti og gengi í grunnspá bankans eru horfur á að framleiðsluspenna hverfi ekki úr þjóðarbúskapnum fyrr en á fyrsta fjórðungi ársins 2010. -10 -5 0 5 10 15 20 25 30 200720052003200119991997 Magnbreyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-9 Vöxtur innflutnings 1997-20071 1. Spá Seðlabankans 2006-2007. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd IV-10 Framleiðsluspenna/framleiðsluslaki 1992 - 20071 % af framleiðslugetu 1. Mat á framleiðsluspennu með óvissubili, þar sem 50%, 75% og 90% líkur eru á að framleiðsluspennan verði innan við það, miðað við meðaltal staðalfráviks ólíkra aðferða síðan 1981. Heimild: Seðlabanki Íslands. -7 -6 -5 -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 7 ‘93 ‘95 ‘97 ‘99 ‘01 ‘03 ‘05 ‘07
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.