Peningamál - 01.03.2006, Page 10

Peningamál - 01.03.2006, Page 10
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 10 Endalok fastgengiskerfisins gætu leitt til hærri vaxta og minni hagvaxtar Efasemdir um að viðskiptahalli Bandaríkjanna geti staðist til frambúðar aukast eftir því sem hann verður meiri. Á síðasta fjórðungi liðins árs nam hann 7% af landsframleiðslu og eru engin fordæmi fyrir svo mikl- um viðskiptahalla hjá mesta efnahagsveldi heimsins.2 Kína og Japan, ásamt nokkrum stórum olíuútflutningsríkjum, hafa haft mótsvarandi afgang á viðskiptajöfnuði, en á evrusvæðinu hafa utanríkisviðskipti verið nálægt jafnvægi undanfarin ár (sjá mynd II-3). Kínverjar virðast nú vera að fikra sig frá fastgengisstefnunni gagn- vart Bandaríkjadal. Verði algerlega horfið frá henni gætu umskiptin hugsanlega orðið hröð og haft umtalsverð áhrif á heimsbúskapinn, meðal annars leitt til hærri vaxta og lækkunar á gengi Bandaríkjadals. Draga myndi úr vexti einkaneyslu í Bandaríkjunum og líklega hag vexti í heild en vöxtur útflutnings aukast. Gengi Bandaríkjadals er enn til- tölulega hátt, þrátt fyrir viðskiptahallann, en talsverður vaxtamunur við útlönd hefur stutt við gengið. Spár Consensus Forecasts sýna nokkra hækkun á stýrivöxtum á evrusvæðinu á árinu en litlar breyt- ingar á stýrivöxtum í Bandaríkjunum. Minni vaxtamunur eykur líkur á að dalurinn veikist. Hagvöxtur í Bandaríkjunum féll óvænt á fjórða ársfjórðungi í fyrra og mældist aðeins 1,6% á ársgrundvelli. Þetta var langt undir væntingum en líklegt er að um tímabundinn samdrátt hafi verið að ræða sem rekja má til breytinga á fyrirkomulagi greiðslna m.a. til varn- ar mála og röskunar í kjölfar fellibylja sem gengu yfir landið. Vonir um hagvöxt á evrusvæðinu glæðast Nýverið hafa birst vísbendingar sem gefa vonir um töluverðan efna- hags bata í Evrópu. Nýjustu spár Seðlabanka Evrópu gera ráð fyrir að meðalhagvöxtur á evrusvæðinu verði á bilinu 1,7% til 2,5% í ár. Þetta er lítils háttar hækkun frá síðustu spám bankans. Efnahagsbatinn er þó enn sem komið er að miklu leyti drifinn áfram af auknum útflutningi. Vöxtur einkaneyslu er enn dræmur, þótt hækkun viðhorfsvísitalna gefi fyrir heit um breytingu þar á. Dregið hefur úr atvinnuleysi á svæðinu sem ætti að örva einkaneyslu, en hækkun orkuverðs ásamt áformuð um skattahækkunum gætu vegið á móti. Einnig er útlit fyrir að auknar launa- kröfur muni setja þrýsting á verðbólgu, en launahækkanir hafa verið mjög hóflegar á evrusvæðinu síðustu árin og kaupmáttur aukist lítið. Vöxtur fjárfestingar hefur verið nokkuð stöðugur og er gert ráð fyr ir að hann aukist á þessu ári, sem eykur líkur á stöðugum efnahagsbata. Búist er við áframhaldandi örum hagvexti í Kína á þessu ári og mikilli fjárfestingu í útflutningsgreinunum. Vaxandi eftirspurn frá Kína mun að öllum líkindum stuðla að áframhaldandi háu hrávöruverði á heimsmarkaði, og er hún talin skýra að miklu leyti verðhækkun bæði Mynd II-4 Verðbólga í Bandaríkjunum og á evrusvæðinu janúar 2004 - febrúar 2006 Verðbólga með og án orkuverðs % Heimild: Reuters EcoWin. 1 2 3 4 5 Bandaríkin verðbólga án orkukostnaðar Bandaríkin verðbólga Evrusvæði verðbólga án orkukostnaðar Evrusvæði verðbólga 200620052004 1. Febrúartölur vantar fyrir Japan. Heimild: Reuters EcoWin. % Mynd II-5 Verðbólguþróun á helstu viðskiptasvæðum Íslands Janúar 2002 - febrúar 20061 -2 -1 0 1 2 3 4 5 Japan Bretland Evrusvæði Bandaríkin 2005200420032002 Heimild: Reuters EcoWin. Þúsundir tonna/mán. US$/fat Mynd II-6 Innflutningur á hráolíu til Kína og heimsmarkaðsverð á hráolíu Janúar 1996 - janúar 2006 0 2 4 6 8 10 12 14 0 10 20 30 40 50 60 70 Heimsmarkaðsverð á hráolíu (h. ás) Innflutningur á hráolíu til Kína (v. ás) 200620042002200019981996 2. Þrátt fyrir langvarandi hallarekstur og skuldasöfnun, sem hafa leitt til þess að hrein staða Bandaríkjanna gagnvart útlöndum nemur nú helmingi af landsframleiðslu Bandaríkjanna, hefur jöfnuður þáttatekna ekki versnað að marki. Vextir sem Bandaríkin greiða af skuld sinni við erlenda aðila og hagnaður erlendra aðila af fjárfestingu í Bandaríkjunum virðast því mun lægri en vextir og hagnaður Bandaríkjanna af erlendri fjárfestingu Bandaríkjamanna. Þetta kynni þó að breytast ef vextir hækka á bandarískum skuldabréfum sem mynda uppistöðuna í gjaldeyrisforða margra Asíu- og olíuútflutningslanda.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.