Peningamál - 01.03.2006, Blaðsíða 15
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
1
15
spurt um þróun stýrivaxta til næstu tveggja ára (sjá nánar í rammagrein
VIII-2). Í desember töldu sérfræðingarnir að stýrivextir bankans yrðu
komnir í um 11,5% um þessar mundir, sem er 0,75 prósentum meiri
hækkun vaxta en raunin varð. Því er ljóst að þeir áttu von á heldur
aðhaldssamari peningastefnu en fylgt hefur verið að undanförnu.
Eftir sem áður búast þeir nú að meðaltali við því að stýrivextir
haldi áfram að hækka fram á seinni hluta þessa árs þegar þeir verða
komnir í tæplega 12%, sem er svipað og svör þeirra gáfu til kynna í
desember, þótt hámarki verði náð heldur síðar og háir vextir vari nokkru
lengur en þeir töldu í desember.2 Eftir það taka vextir smám saman að
lækka samkvæmt mati þeirra en verða ekki aftur við núverandi vaxta-
stig fyrr en á vormánuðum næsta árs. Eftir tvö ár telja þeir að meðaltali
að vextirnir verði komnir í 8%, sem er töluvert hærra vaxtastig en lesa
mátti úr svörum þeirra í desember.
Ávöxtunarkrafa verðtryggðra skuldabréfa hefur lækkað á ný
Í desemberhefti Peningamála var sagt frá því að miðlun peningastefn-
unnar væri loks farin að ná allt til vaxta verðtryggðra langtímaskulda-
bréfa. Eftir umtalsverða viðbótarhækkun síðari hluta janúarmánaðar
hefur hún gengið til baka að töluverðu leyti. Skýringa kann að vera
að leita bæði innanlands og erlendis. Vextir verðtryggðra banda-
rískra langtímaskuldabréfa lækkuðu dálítið eftir töluverða hækkun í
Bandaríkjunum. Líklegasta skýringin er hins vegar að auknar verðbólgu-
væntingar í kjölfar lækkunar gengis krónunnar í febrúar hafi aukið
eftirspurn eftir verðtryggðum skuldabréfum. Einnig má álykta að breyt-
ingar á væntingum markaðsaðila um aukið aðhald peningastefnunnar
hafi haft áhrif. Að auki mun framboð íbúðabréfa verða minna á árinu
en gert var ráð fyrir samkvæmt nýrri útgáfuáætlun Íbúðalánasjóðs.
Óvissa um framtíð hans kann einnig að hafa áhrif á vexti verðtryggðra
lána þar sem ekki er ljóst hvert framboð verðtryggðra íbúðabréfa verð-
ur á næstunni.
Lækkun ávöxtunarkröfu verðtryggðra skuldabréfa felur í sér
um talsverða slökun fjármálalegra skilyrða leiði slíkt til lægri vaxta
verð tryggðra útlána. Töluverð tregða er þó í sambandi útlánsvaxta og
ávöxtunarkröfunnar. Þrátt fyrir lækkun ávöxtunarkröfu verðtryggðra
skuldabréfa höfðu vextir húsnæðisveðlána ekki gengið að öllu leyti til
baka undir lok síðasta árs og nýlega hafa vextir húsnæðisveðlána nokk-
urra banka verið hækkaðir.
Raunstýrivextir hafa lækkað
Verðbólguvæntingar markaðsaðila, metnar út frá vaxtamun verð-
tryggðra spariskírteina og óverðtryggðra ríkisbréfa til sjö ára, hafa aukist
frá því í desember þegar þær voru tæplega 3,5%. Verðbólguvæntingar
stefna nú í að verða svipaðar og þegar þær voru hvað hæstar í mars í
fyrra eða rúmlega 4% enda er búist við aukinni verðbólgu í kjölfar lækk-
unar krónunnar. Síðustu tvær stýrivaxtahækkanir skiluðu sér fyllilega
í hækkun raunstýrivaxta í upphafi, en auknar verðbólguvænting ar
2. Rétt er að hafa í huga að á bak við þetta meðaltal er nokkuð mismunandi mat grein-
ingaraðila. Þannig telur einn greiningaraðila að vextirnir nái hámarki í 12,5% og annar að
vextirnir fari í allt að 14,5% snemma á næsta ári.
%
Mynd III-6
Ávöxtun íbúðabréfa
Daglegar tölur 8. júlí 2004 - 17. mars 2006
Heimild: Seðlabanki Íslands.
3,0
3,5
4,0
4,5
5,0
HFF 15 0644
HFF 15 0434
HFF 15 0224
HFF 15 0914
20052004
Heimild: Reuters EcoWin.
%
Mynd III-7
Ávöxtunarkrafa verðtryggðra skuldabréfa
í nokkrum löndum
Daglegar tölur 14. janúar 2000 - 17. mars 2006
0,5
1,0
1,5
2,0
2,5
3,0
3,5
4,0
4,5
5,0
5,5
6,0
200620052004200320022001
Ísland
Svíþjóð
Bandaríkin
Bretland
Mynd III-8
Raunstýrivextir
Vikulegar tölur 7. janúar 1998- 14. mars 2006
Raunstýrivextir m.v.:
verðbólguálag ríkisbréfa til u.þ.b. 2 ára
verðbólguálag ríkisbréfa til u.þ.b. 8 ára
verðbólguvæntingar sérfæðinga á fjármálamarkaði
verðbólguvæntingar fyrirtækja
verðbólguvæntingar almennings
Heimild: Seðlabanki Íslands.
%
0
2
4
6
8
‘98 ‘99 ‘00 ‘01 ‘02 ‘03 ‘04 ‘05 ‘06