Peningamál - 01.03.2006, Qupperneq 15

Peningamál - 01.03.2006, Qupperneq 15
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 15 spurt um þróun stýrivaxta til næstu tveggja ára (sjá nánar í rammagrein VIII-2). Í desember töldu sérfræðingarnir að stýrivextir bankans yrðu komnir í um 11,5% um þessar mundir, sem er 0,75 prósentum meiri hækkun vaxta en raunin varð. Því er ljóst að þeir áttu von á heldur aðhaldssamari peningastefnu en fylgt hefur verið að undanförnu. Eftir sem áður búast þeir nú að meðaltali við því að stýrivextir haldi áfram að hækka fram á seinni hluta þessa árs þegar þeir verða komnir í tæplega 12%, sem er svipað og svör þeirra gáfu til kynna í desember, þótt hámarki verði náð heldur síðar og háir vextir vari nokkru lengur en þeir töldu í desember.2 Eftir það taka vextir smám saman að lækka samkvæmt mati þeirra en verða ekki aftur við núverandi vaxta- stig fyrr en á vormánuðum næsta árs. Eftir tvö ár telja þeir að meðaltali að vextirnir verði komnir í 8%, sem er töluvert hærra vaxtastig en lesa mátti úr svörum þeirra í desember. Ávöxtunarkrafa verðtryggðra skuldabréfa hefur lækkað á ný Í desemberhefti Peningamála var sagt frá því að miðlun peningastefn- unnar væri loks farin að ná allt til vaxta verðtryggðra langtímaskulda- bréfa. Eftir umtalsverða viðbótarhækkun síðari hluta janúarmánaðar hefur hún gengið til baka að töluverðu leyti. Skýringa kann að vera að leita bæði innanlands og erlendis. Vextir verðtryggðra banda- rískra langtímaskuldabréfa lækkuðu dálítið eftir töluverða hækkun í Bandaríkjunum. Líklegasta skýringin er hins vegar að auknar verðbólgu- væntingar í kjölfar lækkunar gengis krónunnar í febrúar hafi aukið eftirspurn eftir verðtryggðum skuldabréfum. Einnig má álykta að breyt- ingar á væntingum markaðsaðila um aukið aðhald peningastefnunnar hafi haft áhrif. Að auki mun framboð íbúðabréfa verða minna á árinu en gert var ráð fyrir samkvæmt nýrri útgáfuáætlun Íbúðalánasjóðs. Óvissa um framtíð hans kann einnig að hafa áhrif á vexti verðtryggðra lána þar sem ekki er ljóst hvert framboð verðtryggðra íbúðabréfa verð- ur á næstunni. Lækkun ávöxtunarkröfu verðtryggðra skuldabréfa felur í sér um talsverða slökun fjármálalegra skilyrða leiði slíkt til lægri vaxta verð tryggðra útlána. Töluverð tregða er þó í sambandi útlánsvaxta og ávöxtunarkröfunnar. Þrátt fyrir lækkun ávöxtunarkröfu verðtryggðra skuldabréfa höfðu vextir húsnæðisveðlána ekki gengið að öllu leyti til baka undir lok síðasta árs og nýlega hafa vextir húsnæðisveðlána nokk- urra banka verið hækkaðir. Raunstýrivextir hafa lækkað Verðbólguvæntingar markaðsaðila, metnar út frá vaxtamun verð- tryggðra spariskírteina og óverðtryggðra ríkisbréfa til sjö ára, hafa aukist frá því í desember þegar þær voru tæplega 3,5%. Verðbólguvæntingar stefna nú í að verða svipaðar og þegar þær voru hvað hæstar í mars í fyrra eða rúmlega 4% enda er búist við aukinni verðbólgu í kjölfar lækk- unar krónunnar. Síðustu tvær stýrivaxtahækkanir skiluðu sér fyllilega í hækkun raunstýrivaxta í upphafi, en auknar verðbólguvænting ar 2. Rétt er að hafa í huga að á bak við þetta meðaltal er nokkuð mismunandi mat grein- ingaraðila. Þannig telur einn greiningaraðila að vextirnir nái hámarki í 12,5% og annar að vextirnir fari í allt að 14,5% snemma á næsta ári. % Mynd III-6 Ávöxtun íbúðabréfa Daglegar tölur 8. júlí 2004 - 17. mars 2006 Heimild: Seðlabanki Íslands. 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 HFF 15 0644 HFF 15 0434 HFF 15 0224 HFF 15 0914 20052004 Heimild: Reuters EcoWin. % Mynd III-7 Ávöxtunarkrafa verðtryggðra skuldabréfa í nokkrum löndum Daglegar tölur 14. janúar 2000 - 17. mars 2006 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 5,5 6,0 200620052004200320022001 Ísland Svíþjóð Bandaríkin Bretland Mynd III-8 Raunstýrivextir Vikulegar tölur 7. janúar 1998- 14. mars 2006 Raunstýrivextir m.v.: verðbólguálag ríkisbréfa til u.þ.b. 2 ára verðbólguálag ríkisbréfa til u.þ.b. 8 ára verðbólguvæntingar sérfæðinga á fjármálamarkaði verðbólguvæntingar fyrirtækja verðbólguvæntingar almennings Heimild: Seðlabanki Íslands. % 0 2 4 6 8 ‘98 ‘99 ‘00 ‘01 ‘02 ‘03 ‘04 ‘05 ‘06
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.