Peningamál - 01.03.2006, Blaðsíða 41

Peningamál - 01.03.2006, Blaðsíða 41
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 41 Þegar til kastanna kemur mun aðlögunarferlið ráðast að miklu leyti af samspili gengisbreytinga, verðbólgu og vaxta. Í þeirri grunn- þjóðhagsspá sem kynnt er hér að framan er gengið út frá óbreyttum stýrivöxtum og gengi krónunnar. Að þeim forsendum gefnum verður aðlögunarferlið nokkuð langdregið og umtalsverður halli stendur eftir þegar framkvæmdum lýkur og útflutningur áls er hafinn. Þannig mun t.d. viðskiptahallinn enn nema tæplega 10% af landsframleiðslu árið 2007, eftir um 14% halla í ár. Verði þróun gengis og vaxta á annan veg gæti aðlögunin orðið mun hraðari. Einnig ber að hafa í huga að skuldir heimila, fyrirtækja og þjóðarbúsins í heild hafa stóraukist. Það gæti ekki aðeins veikt krónuna þegar erlendir vextir hækka, vegna þess að það eykur á þáttatekjuhallann og dregur úr vaxtamun, heldur einnig leitt til snarps samdráttar innlendrar eftirspurnar. Því ber að taka spám um þróun viðskiptahallans miðað við óbreytta stýrivexti og gengi krónunnar með miklum fyrirvara. Áhrif útgáfu erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum eru óviss Sú grundvallarbreyting hefur orðið á umhverfi efnahagsmála að frá því í ágúst sl. hafa erlendir aðilar gefið út skuldabréf í íslenskum krón- um sem nemur u.þ.b. fimmtungi landsframleiðslu Íslands. Erfitt er að segja til um hvaða áhrif það mun hafa á gengi krónunnar þegar þessi skuldabréf koma á gjalddaga. Ekki er sjálfgefið að miklar sveiflur verði við gjalddaga stórra skuldabréfaútgáfna því að upplýsingar um gjald- daga bréfanna eru þegar kunnar á gjaldeyrismörkuðunum og ættu þess vegna að endurspeglast í genginu nú þegar (sjá rammagrein III-1). Hins vegar er ákveðin óvissa í kringum áframhaldandi útgáfu skuldabréfa í íslenskum krónum og endurnýjun útistandandi bréfa. Því gæti þrýstingur skapast á krónuna í kringum þessa gjalddaga, einkum ef vaxtamunur er ekki nægur að mati fjárfesta til að vega upp gjald- miðlaáhættu. Hækkun á erlendum vöxtum gæti einnig haft umtals- verð áhrif að þessu leyti, bæði ef dregur úr vaxtamun, en ekki síður vegna þess að almennt gæti dregið úr áhuga fjárfesta á áhættusömum hávaxtabréfum. Tafla VII-1 Viðskiptahalli 2004 -2007 Áætlun Spá1 Hlutfall af VLF (%) 2004 2005 2006 2007 Viðskiptajöfnuður -9,3 -16,5 -14,1 -9,9 Vöru- og þjónustujöfnuður -5,7 -13,5 -11,7 -7,0 Þáttateknajöfnuður -3,6 -3,0 -2,4 -2,9 1. Spá Seðlabankans í mars 2006. Heimild: Hagstofa Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.