Peningamál - 01.03.2006, Blaðsíða 63
Fjármálamarkaðir og aðgerðir Seðlabankans1
Órói á mörkuðum
Nokkurt rót varð á gjaldeyrismarkaði 21. febrúar í kjölfar þess að matsfyrirtækið Fitch Ratings breytti horf-
um á lánshæfismati ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar. Lánshæfiseinkunninni var þó ekki breytt. Hinn 8.
mars varð aftur órói á gjaldeyrismarkaði eftir að alþjóðlegur banki birti greiningu á íslensku bönkunum.
Talsverð gengislækkun varð í þessum óróa sem síðar gekk til baka að nokkru. Hlutabréfaverð lækkaði einn-
ig. Seðlabankinn hækkaði vexti um 0,25 prósentur 2. desember 2005 og jafnmikið 26. janúar 2006. Vextir á
krónumarkaði hækkuðu, sérstaklega vextir á lengri skuldbindingum, í kjölfar gengisóróans í febrúar og mars.
Ávöxtun íbúðabréfa hækkaði talsvert í byrjun ársins en lækkaði á ný eftir að birt var bráðabirgðamat Moody’s
á mögulegu lánshæfi skuldabréfaútgáfu Kaupþings banka til fjármögnunar fasteignalána. Erlend verðbréfakaup
Íslendinga hafa áfram verið talsverð en verulega hefur hægt á útgáfu skuldabréfa í íslenskum krónum á alþjóð-
legum markaði. Nokkrir erlendir seðlabankar hækkuðu vexti sína og hefur það leitt til þess að vaxtamunur við
útlönd er lítt breyttur frá miðjum nóvember á síðastliðnu ári, þrátt fyrir tvær stýrivaxtahækkanir Seðlabankans.
1. Upplýsingar í greininni miðast við 17. mars 2006.
Breyttar horfur
Vísitala gengisskráningar sveifl aðist á milli gildanna 107 og 103 frá
lokum nóvember til 20. febrúar. Skammvinn veiking varð á genginu
í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabankans 2. desember 2005. Í lok ársins
og fyrstu daga janúar styrktist krónan nokkuð en tók síðan að veikjast
hægt og sígandi. Í byrjun febrúar varð smá órói sem stóð stutt. Hinn
21. febrúar tilkynnti matsfyrirtækið Fitch Ratings að það hefði breytt
horfum um lánshæfi seinkunn ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar. Jafn-
framt voru allar lánshæfi seinkunnir staðfestar óbreyttar. Þessi tíðindi
ollu verulegum óróa á gjaldeyrismarkaði og lækkaði gengi krónunnar
um 1,3% þegar eftir að þau birtust. Í lok dagsins hafði gengisvísitalan
stigið í 110,2 úr 105,55 sem felur í sér 4,4% lækkun á gengi krón-
unnar. Næsta dag lækkaði gengið áfram fram eftir degi. Hámarki náði
gengisvísitalan í gildinu 115,2 á miðjum morgni en tók síðan að lækka.
Hækkun vísitölunnar yfi r daginn varð 2%. Næstu daga á eftir lækkaði
vísitalan nokkuð rólega en steig á ný og fór í 111,3 hinn 7. mars eins
og sjá má á mynd 1.
Innlend efnahagsframvinda hefur um langt skeið verið aðaláhrifa-
valdur gengishreyfi nga íslensku krónunnar. Smátt hagkerfi og tiltölu-
lega lítill áhugi erlendra fjárfesta hefur einangrað innlendan fjármagns-
markað frá áhrifum ýmissa erlendra atburða. Þetta er þó að breytast.
Erlendir og innlendir aðilar hafa í auknum mæli nýtt sér hagstæða
vaxta þróun. Krónan er ein af mörgum hávaxtamyntum sem hafa
freistað spákaupmanna og byggjast þau viðskipti oft á líkönum þar
sem búið er að reikna út myntkörfu sem gefur hagnað umfram meðal-
talsávöxtun. Miklar breytingar, eins og þegar krónan lækkaði í kjölfar
Fitch-skýrslunnar í febrúar, geta leitt til mikils taps og þá segir líkanið
að það verði að jafna með losun á öðrum myntum. Þannig verður smit
á milli markaða en frá því var einmitt skýrt í erlendum fjármálatíðindum
að lækkun krónunnar hefði haft áhrif á gjaldmiðla ýmissa ríkja, allt frá
100
105
110
115
120
marsfeb.jan.des.
Mynd 1
Vísitala gengisskráningar
Daglegar tölur 16. nóvember - 17. mars 2006
31. desember 1991=100
Heimild: Seðlabanki Íslands.
nóv.
PM061_MOA.indd 63 6.4.2006 09:26:58