Peningamál - 01.03.2006, Side 63

Peningamál - 01.03.2006, Side 63
Fjármálamarkaðir og aðgerðir Seðlabankans1 Órói á mörkuðum Nokkurt rót varð á gjaldeyrismarkaði 21. febrúar í kjölfar þess að matsfyrirtækið Fitch Ratings breytti horf- um á lánshæfismati ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar. Lánshæfiseinkunninni var þó ekki breytt. Hinn 8. mars varð aftur órói á gjaldeyrismarkaði eftir að alþjóðlegur banki birti greiningu á íslensku bönkunum. Talsverð gengislækkun varð í þessum óróa sem síðar gekk til baka að nokkru. Hlutabréfaverð lækkaði einn- ig. Seðlabankinn hækkaði vexti um 0,25 prósentur 2. desember 2005 og jafnmikið 26. janúar 2006. Vextir á krónumarkaði hækkuðu, sérstaklega vextir á lengri skuldbindingum, í kjölfar gengisóróans í febrúar og mars. Ávöxtun íbúðabréfa hækkaði talsvert í byrjun ársins en lækkaði á ný eftir að birt var bráðabirgðamat Moody’s á mögulegu lánshæfi skuldabréfaútgáfu Kaupþings banka til fjármögnunar fasteignalána. Erlend verðbréfakaup Íslendinga hafa áfram verið talsverð en verulega hefur hægt á útgáfu skuldabréfa í íslenskum krónum á alþjóð- legum markaði. Nokkrir erlendir seðlabankar hækkuðu vexti sína og hefur það leitt til þess að vaxtamunur við útlönd er lítt breyttur frá miðjum nóvember á síðastliðnu ári, þrátt fyrir tvær stýrivaxtahækkanir Seðlabankans. 1. Upplýsingar í greininni miðast við 17. mars 2006. Breyttar horfur Vísitala gengisskráningar sveifl aðist á milli gildanna 107 og 103 frá lokum nóvember til 20. febrúar. Skammvinn veiking varð á genginu í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabankans 2. desember 2005. Í lok ársins og fyrstu daga janúar styrktist krónan nokkuð en tók síðan að veikjast hægt og sígandi. Í byrjun febrúar varð smá órói sem stóð stutt. Hinn 21. febrúar tilkynnti matsfyrirtækið Fitch Ratings að það hefði breytt horfum um lánshæfi seinkunn ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar. Jafn- framt voru allar lánshæfi seinkunnir staðfestar óbreyttar. Þessi tíðindi ollu verulegum óróa á gjaldeyrismarkaði og lækkaði gengi krónunnar um 1,3% þegar eftir að þau birtust. Í lok dagsins hafði gengisvísitalan stigið í 110,2 úr 105,55 sem felur í sér 4,4% lækkun á gengi krón- unnar. Næsta dag lækkaði gengið áfram fram eftir degi. Hámarki náði gengisvísitalan í gildinu 115,2 á miðjum morgni en tók síðan að lækka. Hækkun vísitölunnar yfi r daginn varð 2%. Næstu daga á eftir lækkaði vísitalan nokkuð rólega en steig á ný og fór í 111,3 hinn 7. mars eins og sjá má á mynd 1. Innlend efnahagsframvinda hefur um langt skeið verið aðaláhrifa- valdur gengishreyfi nga íslensku krónunnar. Smátt hagkerfi og tiltölu- lega lítill áhugi erlendra fjárfesta hefur einangrað innlendan fjármagns- markað frá áhrifum ýmissa erlendra atburða. Þetta er þó að breytast. Erlendir og innlendir aðilar hafa í auknum mæli nýtt sér hagstæða vaxta þróun. Krónan er ein af mörgum hávaxtamyntum sem hafa freistað spákaupmanna og byggjast þau viðskipti oft á líkönum þar sem búið er að reikna út myntkörfu sem gefur hagnað umfram meðal- talsávöxtun. Miklar breytingar, eins og þegar krónan lækkaði í kjölfar Fitch-skýrslunnar í febrúar, geta leitt til mikils taps og þá segir líkanið að það verði að jafna með losun á öðrum myntum. Þannig verður smit á milli markaða en frá því var einmitt skýrt í erlendum fjármálatíðindum að lækkun krónunnar hefði haft áhrif á gjaldmiðla ýmissa ríkja, allt frá 100 105 110 115 120 marsfeb.jan.des. Mynd 1 Vísitala gengisskráningar Daglegar tölur 16. nóvember - 17. mars 2006 31. desember 1991=100 Heimild: Seðlabanki Íslands. nóv. PM061_MOA.indd 63 6.4.2006 09:26:58
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.