Peningamál - 01.03.2006, Blaðsíða 9
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
1
9
II Ytri skilyrði og útflutningur
Ytri skilyrði þjóðarbúsins eru almennt góð, að minnsta kosti til skamms
tíma litið. Áætlað er að hagvöxtur í heiminum hafi verið um 3,2% árið
2005 og spáð er svipuðum vexti á þessu ári. Gangi spár eftir má því
almennt búast við áframhaldandi góðu ástandi í heimsbúskapnum.1
Heldur hefur dregið úr verðbólgu í Evrópu og Bandaríkjunum frá því
á haustmánuðum 2005. Sveiflur í verðlagsþróun skýrast að miklu leyti
af breytingum á verði eldsneytis. Kjarnaverðbólga, skilgreind sem
hækkun samræmdrar vísitölu neysluverðs án orku og matvæla, hefur
verið lítil. Þrátt fyrir aukið aðhald í peningamálum í Bandaríkjunum og
Evrópu að undanförnu, sem leitt hefur til hækkunar skammtímavaxta,
eru raunvextir enn tiltölulega lágir og framboð lánsfjár mikið.
Verðlag helstu útflutningsafurða hefur hækkað verulega í erl end-
um gjaldmiðlum. Góðar horfur eru á því að verðlag útflutnings hald-
ist áfram hátt eða hækki jafnvel enn frekar. Hins vegar eru nú tald ar
horf ur á töluvert minni vexti útflutnings í ár og á næsta ári en spáð
var í desember.
Hversu lengi geta Bandaríkin haldið áfram að leiða hagvöxt í
heiminum?
Eins og undangengin ár er hagvöxtur í heiminum að miklu leyti knúinn
áfram af Bandaríkjunum, Kína og öðrum ört vaxandi hagkerfum í Asíu.
Vegna stærðarinnar og örs vaxtar aukast áhrif Kína hratt. Bandaríkin
hafa haldið uppi öflugri eftirspurn, en Asíulöndin sjá þeim og öðrum
Vesturlöndum fyrir stöðugu framboði af ódýrum vörum og í auknum
mæli einnig þjónustu. Að auki fjármagna þau ásamt olíuútflutnings-
ríkjunum ört vaxandi viðskiptahalla Bandaríkjanna með stöðugum
kaupum á bandarískum skuldabréfum. Þetta hefur ásamt öðru haldið
langtímavöxtum í Bandaríkjunum lágum þrátt fyrir vaxandi hagvöxt
og leitt til þess að gjaldeyrisforði Kína, Japans og fleiri landa hefur
aukist hröðum skrefum. Lágir vextir hafa svo haldið uppi öflugum
vexti einkaneyslu í Bandaríkjunum og nokkrum öðrum löndum og ýtt
undir hækkun eignaverðs, og þá sérstaklega húsnæðisverðs, víða um
heim.
Deilt er um hversu sjálfbært þetta fyrirkomulag efnahags-
mála í heiminum er. Telja sumir að það geti varað enn í fjölda ára án
verulegra vandkvæða, en aðrir telja að það muni liðast í sundur innan
eins til tveggja ára, enda sé vaxandi viðskiptahalli og skuldasöfn-
un Bandaríkjanna og gegndarlaus söfnun gjaldeyrisforða í Asíu og
olíu útflutningsríkjum vísbending um ósjálfbæra þróun sem hljóti að
stöðv ast. Ójafnvægið í heimsbúskapnum skapar nokkra óvissu um
annars góðar hagvaxtarhorfur. Núverandi hagvaxtarskeiði hefur að
tölu verðu leyti verið viðhaldið af mikilli einkaneyslu og lágum sparn-
aði í Bandaríkjunum sem má að miklu leyti rekja til auðsáhrifa vegna
hækkandi fasteignaverðs.
Vöxtur heimsverslunar (h. ás)
Vöxtur heimsframleiðslu (v. ás)
Mynd II-2
Alþjóðleg hagþróun 1990 - 20061
Heimsframleiðsla og heimsverslun
Br. frá fyrra ári (%)
1. Tölur fyrir 2005 og 2006 byggja á spám.
Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Consensus Forecasts.
1
2
3
4
5
6
0
3
6
9
12
15
‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92‘90
Br. frá fyrra ári (%)
1. Tölur fyrir 2005 og 2006 byggja á spám.
Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Consensus Forecasts.
Mynd II-1
Alþjóðleg hagþróun 1990 - 20061
Hagvöxtur á helstu viðskiptasvæðum Íslands
Breyting frá fyrra ári (%)
-2
-1
0
1
2
3
4
5
6
7
8
Japan
Bandaríkin
Bretland
Evrusvæði
Önnur nýmarkaðs-
og þróunarríki
‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92‘90
1. Sjá t.d. Moody‘s Global Outlook og Consensus Forecasts.
Mynd II-3
Viðskiptajöfnuður sem hlutfall af
landsframleiðslu 1991 - 20051
1. Tölur fyrir 2005 eru byggðar á spám.
Heimildir: Global Insight, OECD, Reuters EcoWin, Seðlabanki Íslands.
-20
-16
-12
-8
-4
0
4
8
Kína
Bandaríkin
Ísland
Evrusvæðið
‘05‘03‘01‘99‘97‘95‘93‘91
% af VLF