Peningamál - 01.03.2006, Blaðsíða 9

Peningamál - 01.03.2006, Blaðsíða 9
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 9 II Ytri skilyrði og útflutningur Ytri skilyrði þjóðarbúsins eru almennt góð, að minnsta kosti til skamms tíma litið. Áætlað er að hagvöxtur í heiminum hafi verið um 3,2% árið 2005 og spáð er svipuðum vexti á þessu ári. Gangi spár eftir má því almennt búast við áframhaldandi góðu ástandi í heimsbúskapnum.1 Heldur hefur dregið úr verðbólgu í Evrópu og Bandaríkjunum frá því á haustmánuðum 2005. Sveiflur í verðlagsþróun skýrast að miklu leyti af breytingum á verði eldsneytis. Kjarnaverðbólga, skilgreind sem hækkun samræmdrar vísitölu neysluverðs án orku og matvæla, hefur verið lítil. Þrátt fyrir aukið aðhald í peningamálum í Bandaríkjunum og Evrópu að undanförnu, sem leitt hefur til hækkunar skammtímavaxta, eru raunvextir enn tiltölulega lágir og framboð lánsfjár mikið. Verðlag helstu útflutningsafurða hefur hækkað verulega í erl end- um gjaldmiðlum. Góðar horfur eru á því að verðlag útflutnings hald- ist áfram hátt eða hækki jafnvel enn frekar. Hins vegar eru nú tald ar horf ur á töluvert minni vexti útflutnings í ár og á næsta ári en spáð var í desember. Hversu lengi geta Bandaríkin haldið áfram að leiða hagvöxt í heiminum? Eins og undangengin ár er hagvöxtur í heiminum að miklu leyti knúinn áfram af Bandaríkjunum, Kína og öðrum ört vaxandi hagkerfum í Asíu. Vegna stærðarinnar og örs vaxtar aukast áhrif Kína hratt. Bandaríkin hafa haldið uppi öflugri eftirspurn, en Asíulöndin sjá þeim og öðrum Vesturlöndum fyrir stöðugu framboði af ódýrum vörum og í auknum mæli einnig þjónustu. Að auki fjármagna þau ásamt olíuútflutnings- ríkjunum ört vaxandi viðskiptahalla Bandaríkjanna með stöðugum kaupum á bandarískum skuldabréfum. Þetta hefur ásamt öðru haldið langtímavöxtum í Bandaríkjunum lágum þrátt fyrir vaxandi hagvöxt og leitt til þess að gjaldeyrisforði Kína, Japans og fleiri landa hefur aukist hröðum skrefum. Lágir vextir hafa svo haldið uppi öflugum vexti einkaneyslu í Bandaríkjunum og nokkrum öðrum löndum og ýtt undir hækkun eignaverðs, og þá sérstaklega húsnæðisverðs, víða um heim. Deilt er um hversu sjálfbært þetta fyrirkomulag efnahags- mála í heiminum er. Telja sumir að það geti varað enn í fjölda ára án verulegra vandkvæða, en aðrir telja að það muni liðast í sundur innan eins til tveggja ára, enda sé vaxandi viðskiptahalli og skuldasöfn- un Bandaríkjanna og gegndarlaus söfnun gjaldeyrisforða í Asíu og olíu útflutningsríkjum vísbending um ósjálfbæra þróun sem hljóti að stöðv ast. Ójafnvægið í heimsbúskapnum skapar nokkra óvissu um annars góðar hagvaxtarhorfur. Núverandi hagvaxtarskeiði hefur að tölu verðu leyti verið viðhaldið af mikilli einkaneyslu og lágum sparn- aði í Bandaríkjunum sem má að miklu leyti rekja til auðsáhrifa vegna hækkandi fasteignaverðs. Vöxtur heimsverslunar (h. ás) Vöxtur heimsframleiðslu (v. ás) Mynd II-2 Alþjóðleg hagþróun 1990 - 20061 Heimsframleiðsla og heimsverslun Br. frá fyrra ári (%) 1. Tölur fyrir 2005 og 2006 byggja á spám. Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Consensus Forecasts. 1 2 3 4 5 6 0 3 6 9 12 15 ‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92‘90 Br. frá fyrra ári (%) 1. Tölur fyrir 2005 og 2006 byggja á spám. Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Consensus Forecasts. Mynd II-1 Alþjóðleg hagþróun 1990 - 20061 Hagvöxtur á helstu viðskiptasvæðum Íslands Breyting frá fyrra ári (%) -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 7 8 Japan Bandaríkin Bretland Evrusvæði Önnur nýmarkaðs- og þróunarríki ‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92‘90 1. Sjá t.d. Moody‘s Global Outlook og Consensus Forecasts. Mynd II-3 Viðskiptajöfnuður sem hlutfall af landsframleiðslu 1991 - 20051 1. Tölur fyrir 2005 eru byggðar á spám. Heimildir: Global Insight, OECD, Reuters EcoWin, Seðlabanki Íslands. -20 -16 -12 -8 -4 0 4 8 Kína Bandaríkin Ísland Evrusvæðið ‘05‘03‘01‘99‘97‘95‘93‘91 % af VLF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað: 1. tbl (01.03.2006)
https://timarit.is/issue/385503

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tbl (01.03.2006)

Aðgerðir: