Peningamál - 01.03.2006, Qupperneq 66

Peningamál - 01.03.2006, Qupperneq 66
F JÁRMÁLAMARKAÐIR OG AÐGERÐIR SEÐLABANKANS P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 66 ar svo við að endurhverf lán lækkuðu um rúmlega 17 ma.kr. Skömmu síðar skutust vextir á krónumarkaði upp undir daglánavexti Seðlabank- ans sem gaf til kynna að bankarnir hefðu misreiknað lausafjárþörf sína talsvert. Gjalddaga tekjuskatta til ríkissjóðs ber upp á 15. dag hvers mánaðar og virðist sem fjárhæð á gjalddaga í desember hafi verið óvenju há. Vextirnir héldust háir allt til næsta útboðs endurhverfra við- skipta. Atburður af þessu tagi kann í framtíðinni að verða tilefni fyrir Seðlabankann til að grípa til aukaútboðs endurhverfra viðskipta til að draga úr óþarfa vaxtabreytingum á millibankamarkaði. Innstæða ríkissjóðs í Seðlabankanum hefur verið óvenju há að undanförnu. Í síðari hluta nóvember var dagleg staða oft nærri 20 ma.kr. en í febrúar fór innstæðan upp undir 50 ma.kr. í nokkra daga og um miðjan mars var hún 37 ma.kr. Til viðbótar þessari innstæðu á við- skiptareikningi kemur sá hluti tekna af sölu Símans sem greiddur var í íslenskum krónum, um 32 ma.kr. Það fé var lagt inn á sérstaka bundna reikninga í Seðlabankanum sem eru með ákvæðum um tiltekna gjald- daga sem falla á næstu árum og eru tengdir útgjöldum sem ákveðin voru þegar ráðstöfun fjárins var kynnt. Hinn 26. janúar kom til framkvæmda breytt fyrirkomulag vaxta- tilkynninga Seðlabankans þegar bankinn tilkynnti hækkun stýrivaxta um 0,25 prósentur. Að morgni var gefi n út frétt um breytinguna og var fréttamannafundur haldinn skömmu síðar til að útskýra ástæður henn- ar. Áhrif vaxtabreytingarinnar á krónumarkaði (millibankamarkaði með lán í krónum) samsvöruðu ekki að fullu hækkun stýrivaxta en sennilegt er að væntingar um hækkun hafi skilað sér inn í vexti seint í desember, þannig að áhrifi n af sjálfri vaxtabreytingunni hafi orðið minni. Þróun vaxta á krónumarkaði og helstu vaxta Seðlabankans má sjá á mynd 4. Í kjölfar óróa á gjaldeyrismarkaði síðari hluta febrúar og fyrri hluta mars hækkuðu vextir á krónumarkaði, sérstaklega vextir til lengri tíma. Velta á krónumarkaði fyrstu 2½ mánuð ársins var um fjórðungi minni en á sama tíma fyrir ári. Tímaróf vaxta breyttist verulega frá nóvember til miðs mars. Tímarófi ð er nú hækkandi frá viku til hálfs árs og þaðan fl att en var áður lækkandi til hálfs árs og fl att þaðan. Þróun tímarófsins má sjá á mynd 5. Þetta gefur til kynna að væntingar um aukna verðbólgu hafi vaxið. Bindiskylda og gjaldeyrisforði Bindiskylda fjármálastofnana í Seðlabankanum er 2% af innlánum og útgefnum markaðsverðbréfum sem eru bundin til skemmri tíma en tveggja ára. Endurhverf viðskipti teljast ekki til bindiskylds fjár. Bindi- skyldan hefur farið hratt vaxandi síðustu mánuði. Í ársbyrjun 2005 var álögð bindiskylda um 12 ma.kr. og um mitt ár hafði hún hækkað í tæp- lega 14 ma.kr. Í lok ársins var álögð bindiskylda rétt rúmlega 17 ma.kr. og í febrúar hafði hún hækkað í tæplega 18 ma.kr. Hækkunin hefur m.a. valdið því að fjármálastofnanir þurfa að sækja laust fé í auknum mæli í Seðlabankann og það eykur virkni peningastefnunnar. Í september 2005 jók Seðlabankinn regluleg kaup sín á gjaldeyri á millibankamarkaði fyrir hönd ríkissjóðs í því skyni að safna upp í vænt- anlegar endurgreiðslur erlendra lána 2006. Í lok árs 2005 var gjald- eyrisforðinn 67,3 ma.kr. Þar af átti ríkissjóður 9,1 ma.kr. Eftir lækkun 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 marsfeb.jan.des. Mynd 3 Staða endurhverfra viðskipta Seðlabankans Vikulegar tölur 15. nóvember 2005 - 14. mars 2006 Ma.kr. Heimild: Seðlabanki Íslands. nóv. Daglánavextir Dagvextir á krónumarkaði Stýrivextir (umreiknaðir í flata vexti) 3 mánaða vextir á krónumarkaði Viðskiptareikningsvextir Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd 4 Vextir á krónumarkaði og stýrivextir Seðlabankans Daglegar tölur 16. nóvember 2005 - 17. mars 2006 % 8,5 9,0 9,5 10,0 10,5 11,0 11,5 12,0 12,5 marsfeb.jan.des.nóv. Mynd 5 Tímaróf vaxta á krónumarkaði Heimild: Seðlabanki Íslands. 10.3. 2006 9.2. 2006 10.1. 2006 9.12. 2005 9.11. 2005 0 100 200 300 400 9,8 10,0 10,2 10,4 10,6 10,8 % Dagar til innlausnar PM061_MOA.indd 66 6.4.2006 09:27:05
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.