Peningamál - 01.03.2006, Page 31

Peningamál - 01.03.2006, Page 31
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 31 V Opinber fjármál Afkoma hins opinbera aldrei betri Afgangur á rekstri hins opinbera á árinu 2005 varð um 30 ma.kr. eða um 3% af landsframleiðslu. Er það mesti afgangur hins opinbera svo langt sem samanburðarhæf gögn ná. Er þó ekki talinn með hagnaður af einkavæðingu Símans. Í upphafi árs var gert ráð fyrir að afgangur hins opinbera yrði um 14 ma.kr., þar af 3 ma.kr. hjá sveitarfélögum og 11 ma.kr. hjá ríkissjóði. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands varð hins vegar um 6 ma.kr. halli á rekstri sveitarfélaga en um 37 ma.kr. afgangur á ríkissjóði. Batinn á rekstri hins opinbera umfram fyrstu áætlanir er því allur hjá ríkissjóði og gott betur. Tekið skal fram að í þessum kafla er fylgt framsetningu þjóðhagsreikninga á fjármál- um hins opinbera. Því er m.a. sleppt færslum vegna sölu Símans. Góð afkoma ríkisins á síðasta ári stafaði eingöngu af gríðarmikl- um skatttekjum á flestum sviðum. Þær urðu 37 ma.kr. eða 13% meiri að nafnvirði en áætlanir fjármálaráðuneytisins í janúar 2005 gerðu ráð fyrir. Þá var reiknað með óbreyttu nafnvirði tekna af tekjuskatti ein- staklinga í kjölfar 1% lækkunar skatthlutfalls. Niðurstaðan er rúmlega 10% vöxtur. Tekjuskattur fyrirtækja skilaði mettekjum, sem rekja má til góðrar afkomu fyrirtækja árið 2004. Tekjur af stimpilgjöldum urðu um 9 ma.kr., eða tvöfalt meiri að nafnvirði en í fyrstu áætlun ráðuneytisins. Það má rekja til aukinna viðskipta á húsnæðismarkaði. Ríflega helmingur af auknum skatttekjum ríkissjóðs, eða 19 ma.kr., skýrist af auknum tekjum af virðisaukaskatti og öðrum sköttum af vörum og þjónustu. Einna mest jukust tekjur af bílainnflutningi, um 65% að nafnvirði á milli ára, en 88% á föstu gengi. Útgjöld ríkisins urðu 4% hærri en ætlað var í janúarspá fjár- málaráðuneytisins. Mest jukust tilfærslur, en samneysla fór um 1% fram úr áætlun. Aukning útgjalda milli ára var um 7% að nafnvirði, öllu meiri en gert var ráð fyrir í Peningamálum í desember 2005, en svipuð og talið var í næstu Peningamálum þar á undan. Sveitarfélögin enn þá rekin með halla Úrvinnsla úr fjárhagsupplýsingum sveitarfélaga er talsvert seinlegri en úr gögnum ríkissjóðs. Er því oft talsverður munur á fyrstu tölum og endanlegum. Í ársbyrjun 2005 var gert ráð fyrir að tekjur sveitarfélaga hækkuðu um 9% frá fyrra ári en gjöld um 6%, og að afkoma þeirra yrði jákvæð um 3 ma.kr. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar er hækkun tekna nær 8% og hækkun gjalda rúm 4%. Hins vegar er nú Heimildir: Hagstofa Íslands, áætlanir Seðlabankans. Mynd V-1 Fjármál ríkissjóðs 1998 -2007 % af VLF 25 27 29 31 33 35 37 -2 0 2 4 6 8 10 ‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98 % af VLF Tekjur ( v. ás) Gjöld (v. ás) Jöfnuður (h. ás) Heimildir: Hagstofa Íslands, áætlanir Seðlabankans. Mynd V-2 Fjármál sveitarfélaga 1998 - 2007 % af VLF 8 9 10 11 12 13 14 -1,2 -0,9 -0,6 -0,3 0,0 0,3 0,6 ‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98 % af VLF Tekjur (v. ás) Gjöld (v. ás) Jöfnuður (h. ás) Tafl a V-1 Fjármál hins opinbera 2003-2007 (% af landsframleiðslu)1 2003 2004 2005 2006 2007 Tekjur hins opinbera 44,5 45,6 47,3 46,5 42,5 Útgjöld hins opinbera 46,5 45,3 44,3 43,2 43,9 Afkoma hins opinbera -2,0 0,3 3,0 3,3 -1,4 Afkoma ríkissjóðs -1,7 1,2 3,8 4,0 -1,1 Afkoma sveitarfélaga -0,5 -1,1 -0,6 -0,6 -0,2 1. Samkvæmt uppsetningu þjóðhagsreikninga. Heimildir: Hagstofa Íslands, áætlanir Seðlabankans fyrir árin 2006-2007.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.