Peningamál - 01.03.2007, Síða 74

Peningamál - 01.03.2007, Síða 74
BIRT ING E IG IN STÝRIVAXTASPÁR EYKUR ÁHRIFAMÁTT PENINGASTEFNU SEÐLABANKA P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 74 stýrivextir þurfi að hækka til að ná markmiðinu. Séu uppi efasemdir um staðfestu seðlabankans getur slík spá beinlínis fóðrað verðbólguvænt- ingar og dregið úr áhrifamætti peningastefnunnar. 2.2 Væntingar markaðsaðila Með því að byggja spár seðlabanka á væntingum markaðsaðila um þróun stýrivaxta, sem má lesa út úr fólgnum framvirkum vöxtum eða niðurstöðum kannana, má að einhverju leyti sneiða hjá þeim ókostum sem fylgja fastvaxtaspá. Spár Englandsbanka og Seðlabanka Evrópu byggjast á þessari forsendu. Slíkar spár eru í fl estum tilfellum raun- særri og samkvæmari en þær sem byggjast á óbreyttum vöxtum, enda byggjast þær á væntingum um stýrivexti sem viðkomandi seðlabankar hafa mótað að einhverju leyti. Þessi háttur gefur seðlabönkum auk þess færi á að tjá sig um hversu raunhæfar hann telur væntingar mark- aðsaðila um framtíðarþróun stýrivaxta og hafa þannig meiri áhrif á þessar væntingar. Gallar þessarar aðferðar eru nokkrir. Í fyrsta lagi getur hún gefi ð til kynna að greiningar- og mark- aðsaðilar hafi of mikil áhrif á mat seðlabanka á ástandi efnahagsmála. Hugmyndir um að seðlabanki elti markaðsvæntingar gætu dregið úr trausti á peningastefnuna. Svensson (2006) leggur áherslu á að seðla- bankar eigi að leiða markaðsaðila en ekki láta stjórnast af þeim. Í öðru lagi getur það verið sérlega óheppilegt fyrir seðlabanka með takmarkaðan trúverðugleika að elta væntingar markaðarins í spám sínum. Í slíkum tilvikum er líklegt að spá markaðsaðila sé veru- lega á skjön við sýn seðlabankans og um leið að útkoma spárinnar verði á skjön við verðbólgumarkmið bankans. Seðlabankar sem njóta takmarkaðs trúverðugleika lenda því í sama vanda og ef um fastvaxta - spá er að ræða og þurfa oft að birta spár þar sem verðbólga er fjarri verðbólgumarkmiði á spátímabilinu. Þetta getur grafi ð enn frekar und- an trúverðugleika peningastefnunnar og er ekki til þess fallið að gera framkvæmd peningastefnunnar gagnsæja eða fyrirsjáanlega. Óstöð- ugleiki í niðurstöðum spáa vegna breyttra væntinga markaðsaðila fl ækir túlkun seðlabanka á niðurstöðum þeirra og dregur um leið úr skilvirkni þessarar mikilvægu leiðar í samskiptum seðlabanka við al- menning (sjá Faust og Leeper, 2005). Reynsla Seðlabanka Íslands að undanförnu er glöggt dæmi um þetta, eins og vikið verður að síðar. Í þriðja lagi er ljóst að fólgnir framvirkir vextir eru ekki alltaf góð- ur mælikvarði á væntingar markaðarins um stýrivexti (sjá Goodhart, 2005). Vandkvæði við mat á áhættuálagi og ýmiss konar markaðs- brestir geta valdið því að fólgnir framvirkir vextir gefi skakka mynd af væntingum markaðsaðila til peningastefnunnar. Hættan á þessu er meiri eftir því sem fjármálamarkaðir eru grynnri og óþróaðri. Spár sem byggjast á þessari forsendu kunna því í sumum tilfellum að draga enn frekar úr trúverðugleika seðlabanka sem á við slíkan vanda að glíma. Í fjórða lagi getur þessi leið valdið vandræðum í keyrslum lík- ana með svipuðum hætti og ef gengið er út frá óbreyttum vöxtum. Í líkönum með framsýnar væntingar getur forsendan um að stýrivextir fylgi markaðsvæntingum leitt til þess að engin ákveðin lausn verður fyrir hendi (e. indeterminancy) og í líkönum með aftursýnar (e. backw- ard-looking) væntingar geta dýnamískir eiginleikar verðbólgu orðið mjög óstöðugir (sjá Woodford, 2003, 2005).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.