Peningamál - 01.03.2007, Side 84

Peningamál - 01.03.2007, Side 84
P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 1 84 og markaðsaðila að skilja aðgerðir bankans. Birting stýrivaxtaspár væri eðlilegt næsta skref. Aukin upplýsingagjöf bankans á þessu sviði er einnig til þess fallin að auka slagkraft peningastefnunnar sem getur stutt bankann í viðleitni sinni til að vinda ofan af því ójafnvægi sem einkennir þjóðarbúskapinn. Birting stýrivaxtaspár er ekki spennitreyja. Frávik frá fyrri spám um stýrivexti eru eðlileg í ljósi nýrra gagna sem liggja fyrir við hverja vaxta- ákvörðun. Reynsla þeirra seðlabanka sem beitt hafa þessari aðferð er að það valdi ekki verulegum vandkvæðum þótt töluverðar breytingar verði á spám um stýrivexti. Hins vegar er líklegt að tilefni til breytinga verði töluvert meiri hér á landi en víða annars staðar. Meginatriðið er þó ekki að sýna fram á hvað bankinn muni örugglega gera heldur sýna hvernig hann bregst við þeim aðstæðum sem birtast í framvindu þjóð- hags- og verðbólguspárinnar til að veita markaðsaðilum innsýn inn í hvað ræður ákvörðunum bankastjórnar í peningamálum. Spár bank- ans eru samskiptatæki sem bankinn notar til að sýna að framkvæmd peningastefnunnar sé trúverðug, kerfi sbundin og gagnsæ. Ingimundur Friðriksson, seðlabankastjóri, vék að þessu í nýlegri ræðu: „Það sem máli skiptir fyrir bankann er að birta trúverðugar spár og að hafa þau áhrif á væntingar sem hann telur nauðsynleg.“ (Ingimundur Friðriks- son, 2007, bls. 7). Í þessari grein hafa verið færð rök fyrir því að spár bankans þjóni best tilgangi sínum sem samskiptatæki við almenning og markaðsaðila ef undirliggjandi stýrivaxtaforsenda er í sem mestu samræmi við sýn bankans. Því er hins vegar ekki að neita að birting stýrivaxtaspár setur fram- kvæmd peningastefnunnar takmörk að því leyti að bankinn þarf að færa sannfærandi rök fyrir því að víkja frá áður kynntum stýrivaxtaferli. Birting stýrivaxtaspár gerir kröfur um samhengi og samræmi í ákvörð- unartöku Seðlabankans og í allri kynningu út á við. Þetta takmarkar e.t.v. svigrúm bankastjórnar nokkuð, en einmitt þess vegna er þessi aðferð til þess fallin að auka trúverðugleika og áhrif aðgerða bankans í peningamálum. Heimildir: Archer, David, (2005). „Central bank communication and the publication of interest rate projections”, kynnt á ráðstefnu sænska seðlabankans Inflation Targeting: Implementation, Communication and Effectiveness í Stokkhólmi 11.-12. júní 2005. Ásgeir Daníelsson, Lúðvík Elíasson, Magnús F. Guðmundsson, Björn Hauksson, Ragnhildur Jónsdóttir, Þorvarður Tjörvi Ólafsson og Þórarinn G. Pétursson, (2006). „QMM – A Quarterly Macroeconomic Model of the Icelandic Economy”, Central Bank of Iceland Working Paper No. 32. Berg, Claes, (2005). „Experience of Inflation-Targeting in 20 Countries“, Sveriges Riksbank Economic Review, 1. ársfjórðungur, 20-47. Bergo, Jarle, (2006). „Projections, uncertainty and choice of interest rate ass- umption in monetary policy”, ræða flutt 27. janúar 2006. Bergo, Jarle, (2007). „Interest rate projections in theory and practice”, ræða flutt 26. janúar 2007. Black, Richard, Vincenzo Cassino, Aaron Drew, Eric Hansen, Benjamin Hunt, David Rose og Alasdair Scott, (1997). „The Forecasting and Policy System: the core model”, Reserve Bank of New Zealand Research Paper No. 43. Bollard, Alan, og Özer Karagedikli, (2006). “Inflation Targeting: The New Zealand Experience and Some Lessons”, Reserve Bank of New Zealand, kynnt BIRT ING E IG IN STÝRIVAXTASPÁR EYKUR ÁHRIFAMÁTT PENINGASTEFNU SEÐLABANKA
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.