Peningamál - 01.07.2007, Page 7

Peningamál - 01.07.2007, Page 7
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 7 umtalsverð yfirskot gengis eru möguleg. Aukin hlutdeild lána í erlend- um gjaldmiðlum vinnur gegn aðhaldi peningastefnunnar til skamms tíma og getur magnað útlánasamdrátt þegar í bakseglin slær. Birting stýrivaxtaferils hefur skilað árangri Í þessu hefti Peningamála birtir Seðlabankinn í annað skipti þjóð- hags- og verðbólguspár sem byggjast á stýrivaxtaferli sem sérfræðingar bankans telja samrýmast verðbólgumarkmiðinu. Ferillinn er valinn með hliðsjón af því markmiði að verðbólga verði sem næst 2½% innan ásættanlegs tíma og haldist stöðug í nánd við verðbólgumarkmiðið eftir það. Stýrivaxtaferillinn er birtur með óvissubili til að undirstrika óvissuna sem umlykur spána og lögð er áhersla á að hann breytist eftir því sem nýjar upplýsingar verða tiltækar um framvindu efnahagsmála. Birting stýrivaxtaferils í mars virðist sem fyrr segir hafa haft veru- leg áhrif á væntingar markaðsaðila til peningastefnunnar. Væntingar markaðs- og greiningaraðila hafa færst mun nær stýrivaxtaferli mars- spárinnar en þær voru fyrir birtingu hennar (sjá mynd III-2 á bls. 15). Aukið gagnsæi hefur því styrkt miðlun peningastefnunnar um vaxta- rófið eins og stefnt var að. Hægari hjöðnun verðbólgunnar á þessu ári og aðhaldssamari stýrivaxtaferill Þegar Seðlabankinn mat verðbólguhorfurnar í mars sl. var niðurstaðan sú að stýrivextir bankans, sem höfðu verið 13,3% (nafnvextir eins og Mynd I-3 Grunnspá í Peningamálum 2007/2 Spátímabil 2. ársfj. 2007 - 1. ársfj. 2010 Mynd I-3a Stýrivextir % Mynd I-3b Gengisvísitala 31/12 1991 = 100 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Mynd I-3c Framleiðsluspenna Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af framleiðslugetu Mynd I-3d Verðbólga % VerðbólgumarkmiðFramleiðsluspenna Stýrivextir Gengisvísitala Verðbólga 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 2006 2007 2008 2009 ‘10 90 100 110 120 130 140 150 160 170 180 2006 2007 2008 2009 ‘10 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 2006 2007 2008 2009 ‘10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 2006 2007 2008 2009 ‘10

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.