Peningamál - 01.07.2007, Síða 57

Peningamál - 01.07.2007, Síða 57
ERLEND STAÐA ÞJÓÐARBÚSINS OG ÞÁTTATEKJUR P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 57 erlendra aðila í Bandaríkjunum. Ávöxtun í formi endurfjárfests hagn- aðar er hins vegar mun hærri í beinni fjárfestingu Bandaríkjamanna erlendis. Á árunum 1984-2004 námu þáttatekjur Bandaríkjamanna af endurfjárfestum hagnaði yfi r 1.100 milljörðum Bandaríkjadala en þáttagjöld til erlendra fjárfesta námu aðeins 20 milljörðum dala á sama tímabili. Gros (2006) leiðir að því líkur að þessi munur sé það stór að ekki sé mark takandi á opinberum tölum um endurfjárfestan hagnað. Fyrir því séu margvíslegar ástæður. Þar skiptir mestu að upplýsinga um hagnað bandarísku fjárfestingarinnar í beinni fjárfestingu erlendis er afl að með könnunum hjá bandarískum fjárfestum. Af skattalegum ástæðum hafi þeir ekki beinan hvata af því að draga úr bókfærðum hagnaði því að hagnaðurinn er ekki skattlagður í Bandaríkjunum fyrr en hann er innleystur. Hins vegar hafi erlendir eigendur beinnar fjár- festingar í Bandaríkjunum skattalegt hagræði af því að gefa upp sem minnstan hagnað til að lágmarka skattgreiðslur (Gros 2006; Heath 2007). Það styður þessa kenningu að ávöxtun verðbréfafjárfestingar erlendra aðila í Bandaríkjunum er talsvert hærri en ávöxtun af beinni fjárfestingu erlendra aðila í Bandaríkjunum. Ólíklegt má telja að er- lendir fjárfestar í Bandaríkjunum muni til lengdar sætta sig við mun minni ávöxtun af beinni fjárfestingu í Bandaríkjunum en af sams konar fjárfestingu utan Bandaríkjanna. Í umdeildri grein varpa hins vegar Hausmann og Sturzenegger (2006a; 2006b) fram þeirri kenningu að misræmi á milli þróunar hreinnar stöðu og þáttatekna megi skýra út frá ákveðnum óefnislegum eiginleikum, sem þeir kalla hulduefni (e. dark matter), sem gefur beinni fjárfestingu í Bandaríkjunum forskot á sams konar fjárfestingu í öðrum löndum. Þessir óefnislegu eiginleikar eiga m.a. að vera fólgnir í stjórnmálalegum stöðugleika og aðgangi að þekkingu. Þar af leiðandi geti Bandaríkin viðhaldið núverandi og jafnvel vaxandi viðskiptahalla við útlönd án teljandi vandræða. Gert er ráð fyrir að viðskiptahallinn muni fjármagna sig sjálfur út frá jákvæðum þáttatekjujöfnuði þrátt fyrir vaxandi skuldir. Higgins et al. (2006) telja hins vegar að haldi erlend skuldasöfn- un áfram með óbreyttum þunga muni versnandi neikvæð staða brátt vega þyngra en jákvæð ávöxtun af beinni fjárfestingu Bandaríkja- manna erlendis, umfram beina fjárfestingu erlendra aðila í Bandaríkj- unum, sem mun þar af leiðandi hafa í för með sér vaxandi halla á þáttatekjujöfnuði. Langvarandi viðskiptahalli í Bretlandi en samt batnar hrein erlend staða þjóðarbúsins Bretland hefur um langt skeið búið við halla á viðskiptajöfnuði. Undan - farin 20 ár hefur viðskiptahallinn verið að meðaltali 2% af vergri lands- framleiðslu (sjá mynd 3) en á allra síðustu árum hefur hallinn á vöru- og þjónustujöfnuði aukist. Jafnframt hafa bæði eignir og skuldir þjóð- arbúsins vaxið gífurlega, eða um allt að 60% af VLF á ári. Þrátt fyrir viðvarandi viðskiptahalla og mikinn vöxt erlendra eigna og skulda hef- ur hrein erlend staða aðeins versnað lítils háttar í hlutfalli við eignir og skuldir (Whitaker 2006). Ef erlend staða er umreiknuð á markaðsvirði kemur í ljós að erlendar eignir eru meiri en skuldir (Nickell 2006). Meg- inskýring þess að hrein erlend eign þjóðarbúsins eykst þótt þjóðin eyði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.