Glóðafeykir - 01.11.1972, Page 8

Glóðafeykir - 01.11.1972, Page 8
8 GLOÐ AFEYKIR Reikningar félagsins. í reikningum félagsins kemnr m. a. fram, að heildar fyrningar á húsum, vélum og tækjum námu kr. 12,2 millj. kr. og höfðu hækkað um helming frá fyrra ári, m. a. vegna endurmatshækkunar fasteigna. Að auki var varið til viðhalds húsa og tækja um 9.8 milljónum. — Rekstrarhagiraður ársins var 11, 5 milljónir tæpar, sem komu til ráðstöfunar á aðalfundi, og ráðstafaði fundurinn því fé, sem hér segir: 1. Lagt í varasjóð.............................. kr. 4.000.000,00 2. Greitt til félagssamtaka ...................... — 150.000,00 3. Arðsúthlutun til félagsmanna, í hlutfalli við við- skipti þeirra við félagið, 6% af ágóðaskyldri vöruúttekt .................................... — 7.000.000,00 4. Lagt í Menningarsjóð K. S...................... — 300.000,00 5. Yirfært til næsta árs.......................... — 26.325,15 Samkvæmt venju fékk aðalfundurinn mörg og margvísleg nrál Lil afgieiðslu, sem gerðar voru sér'stakar samþykktir um, en þeirra verð- ur ekki getið hér sérstaklega. í stjórn Kaupfélags Skagfirðinga eiga nú þessir menn sæti: Tobías Sigurjónsson, Geldingaholti, form.; Gísli Magnússon, Eyhildarholti, varaform.; Jóhann Salberg Guðmundsson, ritari; Jón Eiríksson, Djúpadal; Marinó Sigurðsson, Álfgeirsvöllum; Stefán Gestsson, Arnarstöðum og Þorsteinn Hjáhn- arsson, Hofsósi. \7aramenn í stjórn eru þeir Gunnar Oddsson, Flatatungu og Magnús H. Gíslason, Frostastöðum. Endurskoðendur félagsins eru þeir Arni Gíslason, Eyhildarholti og \'ésteinn Yésteinsson, Hof- staðaseli. Sveinn Guðmundsson, kaupfélagsstjóri, varð sextugur síðari fund- ardaginn, og þágu aðalfundarfulltrúar og gestir fundarins, veitingar helma hjá kaupfélagsstjóranum að loknum fundi. Sauðárkróki, 1. maí 1972. H. R. Tr.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.