Glóðafeykir - 01.11.1972, Side 9

Glóðafeykir - 01.11.1972, Side 9
GLOÐAFEYKIR 9 Úr skýrslu framkvæmdastjóra á aðalundi K. S. 1972. Félagsmenn voru í árslok 1350 og hafði fækkað um 3 á árinu. í félagið gengu 36; burtfluttir 23, dánir 15 og 1 sagði sig úr félaginu — alls 39. Á framfæri félagsmanna, að þeim sjálfum meðtöldum, eru 3110 manns. 1. des. 1971 voru íbúar Skagafjarðar 4067 talsins. Sam- vinnufélag Fljótamanna er enn staríandi; nokkur bluti félagsmanna þar eru ekki félagsmenn hér, þótt þeir hafi sín megin-viðskipti við K. S. Á aðalfund eru kjömir 53 fulltrúar úr 13 deildum, auk 13 deildarstjóra; atkvæðisrétt á aðalfundi hefur og stjórn félagsins og aðalendurskoðendur, svo og kaupfélagsstjóri, samtals 76 manns. Fastráðnir starfsmenn hjá félaginu voru um áramót 121 auk 5 manna hjá Fiskiðju Sauðárkróks h.f., sem er að mestu eign K. S. Af þessum mönnum voru 53 við iðnað eða þjónustu honum viðkom- sndi. Launagreiðslur námu 66,6 milljónum kr., þar af greiddi Fisk- iðjan um 11 milljónir. Hækkun launa frá f. á er rúml. 12 milljónir króna eða 22,5%. Launaskattar og margs konar gjöld viðkomandi launagreiðslum voru rúml. 6,6 millj. Hafa því laun og launaskattar numið 73,2 millj. króna. Er það um 22,5% aukning frá fyrra ári. Fyrirsjáanleg er mikil hækkun á launum og öllum rekstrarkostnaði á þessu ári, m. a. vegna styttingu vinnuvikunnar, grunnkaupshækk- ana, tilfærslna í launaflokkum og vísitöluhækkunar, sem allar líkur benda til, að verði veruleg. Rafmagnsnotkun nam 2,9 millj. kr. og tryggingaiðgjöld 2,3 millj. króna. Af iðgjöldum ábyrgðartrygginga er gefinn 35% afsláttur vegna eigin áhættu, og nemur hann á árinu 1971 tæpum 113 þús. kr. Afsláttur þessi rennur í sérstakan sjóð, tryggingasjóð, sem nam í árs- lok 1971 315 þús. kr. Veruleg hækkun verður á þessu ári á slysa- og bifreiðatryggingum. Heildarvelta félagsins og fyrirtækja þess nam röskl. 604,7 millj. kr. Hækkun frá f. á 135,6 millj. eða um 32,25%. Þessi velta skiptist í eftirfarandi höfuðflokka: Vörureikningur (9 sölubúðir) 165 millj- onir með 26,2% hækkun. Ýmsir undirvörureikningar 118,3 millj.,

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.