Glóðafeykir - 01.11.1972, Page 11

Glóðafeykir - 01.11.1972, Page 11
GLOÐAFEYKIR 11 fyrir framtíðarstarfsemi þess. Hefði þá bygging þar verið löngu komin í notkun. Vörubirgðir nema alls 36,8 millj. króna. Hafa venjulegar verzl- unarvörur nær ekkert hækkað, en vörur sérreikninga hafa hækkað um 3,4 millj. Afskrift vörubirgða er samkvæmt venju eins og lög heimila. Nemur afskriftarupphæðin tæpum 32 millj. kr. Afskriftin hefur verið og er mun hærri en álagningin; tel ég, að félagið eigi 15—20 milljónir í vörubirgðum, sem er góður varasjóður. Eigna- breytingar hafa orðið í samræmi við nýtt fasteignamat. Fasteignir, sem eru 35 að tölu og sumar mjög verðmætar, eru nri bókfærðar á 85,8 millj. kr., en voru áður bókfærðar á 27,2 milljónir. Vélar, tæki, béiðainnréttingar, bílar, hvers konar áhöld og annað lausafé er nú bókfært á 18 millj. kr., en f. á. á 16,1 millj. Bókfært verð allra eigua félagsins 31. des. er allt endurmatsverð og þó raunar nokkuð minna. Upphaflegt kostnaðarverð eignanna er allt afskrifað miðað við síð- ustu áramót. Fyrningar þessara eigna voru 12,2 millj., sem er nær tvöfalt hærri upphæð en á fyrra ári. Stafar það af hækkuðum af- skriftarstofni. Fymingar Fiskiðjunnar nema tæpl. 3,2 millj. kr. — Samtals nema því fymingar 15,4 millj. kr. Viðhald eigna nam 9,8 milljónum auk 1,7 millj. kr. hjá Fiskiðjunni. Er hér um ýmsar varanlegar endurbætur að ræða. Viðhaldskostnaður véla og tækja var 3,9 millj. og fasteigna 5,9 rnillj. króna. Hæstu fyrirtækin með viðhald eru Mjólkursamlagið með 2,8 millj, litibúið á Hofsósi 1,6 millj. og sameiginl. kostn. 1,1 millj. króna. Fjárfesting nam aðeins 5,3 milljónum og hefur sjaldan verið minni. Komið var upp kornflutningabíl og flytur hann nú þegar yfir 30% af því kornuðu fóðri, sem kaupfélagið selur. Fer sala á lausu fóðri stiiðugt vaxandi. Félagið seldi fóðurvörur fyrir tæpar 36 millj. kr. árinu. Er það milli 80 og 90% af allri fóðurvörusölu í héraðinu og sýnt, að fóðurvörusala annarra aðilja fer enn minnk- andi. Mölun er nú hafin á maís og bvggi. Keypt var húsið Suðurgata 1 á Sauðárkmki með tilheyrandi lóðar- rétindum, um 1200 ferm. Þá var reist viðbygging við Bifr,- og véla- verkstæðið til að mála og sprauta bíla. Eru þá ótaldar ýmsar smærri fjárfestingar. Innlánsdeild hækkaði um 9,9 millj. kr. eða 18,7% og var um áramót 62,7 millj. Innstæður í reikningum hækkuðu aðeins nm 3,6 millj. og námu 38,2 millj. kr. Skuldir hækkuðu aðeins meira en innstæðuaukningunni nam, eða samtals í viðskiptareikningum, í

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.