Glóðafeykir - 01.11.1972, Page 15

Glóðafeykir - 01.11.1972, Page 15
GLOÐAFEYKIR 15 Lánskostir kaupfélaga „Hlynur" er mánaðarrit, gefið út af Samb. ísl. samvinnufélaga, Starfsmannafélagi SÍS og Félagi kaupfélagsstjóra, 16 blaðsíður hvert tbl. (hefti). Ritið flytur fréttir frá kaupfélögunum og margháttaðan fróðleik um samvinnumál. I 4 tbl. þ. á. er greint frá því, að Skipu- lagsdeild Sambandsins hafi „dreift sérstakri skýrslu um efnahag og rekstur kaupfélaganna á árunum 1966—1970. Sú skýrsla er lögð fram af Sigurði Markússyni frakv.stj. og unnin upp úr svonefndum Hag- skýrslum kaupfélaga, sem safnað hefur verið um langt árabil og hafa að geyma upplýsingar úr endurskoðuðum efnahags- og rekstrar- reikningum kaupfélaganna." Síðar í sömu grein segir: „Sérstaka athygli vekur og það, sem segir í skýrslunni um heildar- stöðu félaganna gagnvart bönkum og sparisjóðum landsins. Inn- eignir félaganna í þeim aukast verulega á tímabilinu, úr 20 millj. kr. í árslok 1966 upp í 70 millj. kr. í árslok 1970. Yfirdráttarfyrir- greiðsla hækkar hins vegar úr 145 millj. í árslok 1966 upp í 174 millj. í árslok 1968, en síðan blasir við sú furðulega staðreynd, að í árslok 1970 hefur þessi tala lækkað niður í 129 millj. kr. Þannig hefur yfirdráttarfyrirgreiðsla, að frádregnum innstæðum hjá banka- og sparisjóðakerfi landsins, lækkað um meira en helming, eða 53 af hundraði, á tímabilinu öllu. Þetta gerist á sama tíma og vitað er, að útlán, — yfirdrættir jafnt sem önnur útlán — hafa aukizt stórkost- lega.“ Svo mörg eru þau orð — og nógu mörg til að sýna það og sanna, svo að ekki verður um villzt, að kaupfélögin hafa að undanfömu verið homrekur hjá bönkum og sparisjóðum, þótt vitaskuld eigi þessar ágætu stofnanir þar ekki allar óskilið mál. Nú má þess ef til vill vænta, að þarna verði á nokkur stefnubreyting. Má og þess geta um leið, „að við bindum mjög miklar vonir við það, að væntanleg Stofnlánadeild samvinnufélaga við Samvinnubankann eigi eftir að geta orðið okkur að liði við að létta þann vanda, sem fjármagnsskort- urinn hefur jafnan skapað okkur,“ segir Gunnar Sveinsson, kaupfé- lagsstjóri í Keflavík, í viðtali við ritstjóra Hl\ns (5. tbl.). En lög um Stofnlánadeild við Samvinnubankann voru samþykkt á síðasta þingi. G.M.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.