Glóðafeykir - 01.11.1972, Side 18

Glóðafeykir - 01.11.1972, Side 18
18 GLÓÐAFEYKIR Syndajátning. Oft ég freisting undan sló — einkum víni og konum. Síðan lengi sæll að bjó syndaminningonum. Ég er maður gáska-gjarn — í glötun bráðum dottinn: alltaf verið brotlegt barn við boðorðin og drottin. Þetta var unun mesta mfn — máske líka brestur: B1 íðhnd mey og brennivín, baga og góður hestur. Dæmdur til að greiða barnsmeðlag. Það ergir marga að sjá af sínu svona bara fyrir snatt; en Bjössi varð að borga Stínu bæði þunga- og vegaskatt. Stúlka átti barn með gömlum piparsveini og hlaut ámæli fyrir. Að illa breyti ekki skil ungur, heitur, svanni, þó að veiti yndi og yl öldruðum leitarmanni. Varasamt að velja sér konuefni eftir útlitinu einu saman. Hár og tennur virðist valt, vara og kinna prýði; máske niður áfram allt eintóm gerfismíði. Röskur maður reið yfir á i vorflóði, en skammt fyrir neðan var foss og bani búinn, ef fram af fœri. Feigðin gein við frískum dreng, fossinn söng að neðan. Guð og Satan glímdu um feng, en Grímur slapp á meðan.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.