Glóðafeykir - 01.11.1972, Page 23
GLOÐAFEYKIR
23
— Nei, engan veginn. Og ég efa ekki, að þau sáu eftir því að
fara þaðan. En þau hjón áttu, eins og ég gat um áðan, allmörg börn,
sem þau höfðu fullan hug á að koma sem bezt til manns. Og til
þess m. a. að geta menntað þau betur, fluttu þau út. Verzlunina rak
þó Pétur áfram og hafði fyrir henni verzlunarstjóra. En sjálfs er
höndin hollust og það sá fljótt á, að hin árvökru augu Péturs
fylgdust ekki lengur með daglegum rekstri fyrirtækisins, og tók brátt
að halla undan fæti. Seinna stofnaði Pétur svo, ásamt Thor Jensen
o. fl., hið svonefnda Milljónafélag, sem fékkst við togaraútgerð.
— Og svo réðist þú til suðurferðar?
— Já, það varð úr, að ég fór í Verzlunarskólann haustið 1907 og
var þar næstu tvo vetur. Og úr því var ég ekki heima nema sumarið
1908. Skólastjóri Verzlunarskólans var þá Ólafur Eyjólfsson. Hélt ég
til hjá honum meðan á skólavistinni stóð, því að þeir pabbi voru
kunningjar. Dvöl mín í skólanum varð mér að mörgu leyti til góðs.
Kennarar voru ágætir og skólabragur góður. Þá var það siður, að
kaupmenn hérlendis og raunar einnig fyrirtæki erlendis, óskuðu
sérstaklega eftir mönnum úr skólanum. Gekkst þá skólinn fyrir því
að þjálfa þ ásérstaklega, ef þeir vildu. Ég átti kost á því að fara til
Hollands. Erfitt er að gizka á hver framtíð mín hefði orðið ef svo
hefði ráðizt. Sennilegt er, að leiðin hefði þá a. m. k. aldrei legið
hingað til Skagafjarðar. En þetta var nú förin, sem aldrei var
Úr Fljótunum. Séð frá Hraunum yfir Miklavatn og til Haganesvikur.