Glóðafeykir - 01.11.1972, Side 24

Glóðafeykir - 01.11.1972, Side 24
24 GLÓÐAFEYKIR farin. Foreldrum mínum þótti ég of ungur til þess að fara einn út í heiminn og ég hlítti ráðum þeirra, þótt sjálfan langaði mig til að fara. En svo gerðist það, að veturinn 1909 fór Christian Popp, kaup- maður á Sauðárkróki, til Kaupmannahafnar. Óskaði hann eftir að Ólafur skólastjóri benti sér á einhverja pilta til starfa við verzl- anir hans á Sauðárkróki og Hofsósi, en Popp rak þá verzlun á báð- um þessum stöðum. Skólastjóri nefndi það við mig og annan pilt til að fara til fundar við Popp, og skvldum við hitta hann á tilteknum tíma á Hótel Islandi. F.g gerði það og var ráðinn. Hinn pilturinn kom ekki fyrr en degi seinna og vildi Popp þá ekkert með hann hafa. Þessi fundur með Popp skipti sköpum um framtíð mína. Eg fór svo norður með Vestu. Er þangað kom, vissi ég ekki í fyrstu, hvort ég )TÖi látinn starfa á Sauðárkróki eða Hofsósi. \Tar fyrsta sólarhringinn hjá Popp í húsi hans á Sauðárkróki, \'illa Nova. Popp ákvað, að ég skyldi fara til Hofsóss. Taldi meiri nauð- syn á aðstoð þar, því að þaðan hyrfi maður frá sér með vorinu. Daginn eftir fór ég svo á bát yfir í Hofsós með þeim Þorvaldi Sveinssyni og Rjarna Magnússyni á Sauðárkróki. Ólafur Jensson var verzlunarstjóri Popps í Hofsósi, og var ég starfsmaður hjá hon- um ásamt Haraldi Sigurðssyni, sem síðar var lengi við verzlunar- störf á Sauðárkróki, seinast hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. — Og hver voru svo kjörin? — Það þykir nú sjálfsagt lygilegt í augum ungs fólks nú, en árs- kaupið var kr. 350,00, auk fæðis, húsnæðis og þjónustu. Ólafur Jensson lét af verzlunarstjórastörfum hjá Popp er ég hafði verið þar í eitt ár. Stofnaði hann þá eigin verzlun, ásamt Jóni Björnssyni frá Ljótsstöðum, en við störfum hans hjá Popp tók Anton Proppé. Störf mín voru aðallega við bókhaldið og svo við afgreiðslu, þegar á þurfti að halda. — Hver var vinnutíminn hjá ykkur? — Vinnutíminn, já. Þá var nú ekki verið að tala um 8 klst. vinnu eða 40 stunda vinnuviku. Sá maður hefði ekki þótt með öllum mjalla, sem ymprað hefði á því. Við urðum að afgreiða viðskipta mennina bara þegar þess var talið þörf og þeir óskuðu eftir. Ef lest kom í kauptíðinni kl. 6 að morgni eða seint að kvöldi, þá varð þegar að afgreiða hana. Annað þótti ekki koma til mála. Sá var siður Drangevjarfara, að þeir tóku kost sinn á sunnudögum. Við strákarnir undum því illa og fannst, að á því mætti liafa annan hátt. Gerðum við því einu sinni verkfall með því að fara burtu úr þorp-

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.