Glóðafeykir - 01.11.1972, Síða 25

Glóðafeykir - 01.11.1972, Síða 25
GLÓÐAFEYKIR 25 inu á sunnudagsmorgni. Er það eina verkfallið, sem ég hefi tekið þátt í um ævina. En þetta tiltæki okkar leiddi til þess, að eftirleiðis var sá háttur á hafður, að afgreiða Drangeyjarfarana á laugardög- um. Virtust engin vandkvæði á því. Hitt var bara siður og ég vil segja ósiður, gagnvart okkur afgreiðslumönnum. — Hvað varstu svo lengi hjá Popp? — Til ársins 1912, en þá hætti hann verzlun bæði á Hofsósi og Sauðárkróki. Var þá starfsfólki verzlananna að sjálfsögðu sagt upp. — Og bar með lokið þínum verzlunarstörfum á þessum árum? — Ó, nei, ekki fór það nú svo. Jón Pálmason stóð þá fyrir Sam- einuðu verzlunum svokölluðu og hann nefndi það við mig, hvort ég vildi ekki koma til sín. Yarð það að ráði, og þar vann ég 1912— 1913. Hér má skjóta því inn, að meðan ég var í Hofsósi kynntist ég konuefni mínu, Elínu Lárusdóttur. Við gengum í hjónaband 1912. Þótt ég væri farinn að vinna á Sauðárkróki, dvaldist hún enn í Hofsósi. Ég fór þangað yfir um fyrir jólin 1912. Á Þorláksdag sást greinilega úr Hofsósi, að eldsvoði kom upp á Sauðárkróki. Fljótlega fréttist, að eldurinn hefði komið upp í verzlunarhúsinu „Gránu". Varð ekki að gert og brann þarna allt til kaldra kola, hús og vörur. Eigur mínar voru að vísu engin ósköp, en þarna fóru þær líka eins og þær lögðu sig, utan fötin, sem ég hafði meðferðis. — Hvernig var verðlagi og viðskiotum háttað á þessum árum? — Verðlag var í nokkuð föstum skorðum frá aldamótum og fram að upphafi heimsstyrjaldarinnar fyrri, 1914. Það var ekki eins sveiflu- kennt og nú. Aðallega var um að ræða vöruskiptaverzlun. Peningar sáust varla manna á milli. Um þetta leyti komst á sú umbót, að farið var að gæðameta ull og kjöt og gerðist það með tilkomu sláturhús- anna, en mig minnir, að þau hafi fyrst verið reist hér í Skagafirði 1910—191L* Fram að þeim tíma tíðkaðist það, að mönnum var mjög mismunað í viðskiptum og þá auðvitað á þann veg, sem síður skyldi, þannig, að stærri og efnaðri viðskiptamenn fengu 10—15% afslátt á allri úttekt og að auki hærra verð fyrir innleggsvörumar, en almennt fékkst. Viðskiptamennirnir voru nefnilega metnir og flokkaðir en ekki varan. Þótti mér þetta óviðfelldnir viðskiptahættir. F.itt með öðru góðu, sem kaupfélögin gerðu, var að útrýma þessu siðleysi.. — Hvað tók svo við, er þú hættir verzlunarstörfum á Króknum? * Fyrsta sláturhúsið í Skagafirði var reist á Sauðárkróki 1908 og laut stjórn Kaupfélags Skagfirðinga. — G. M.

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.