Glóðafeykir - 01.11.1972, Qupperneq 28
28
GLOÐAFEYKIR
Páll Erlendssyni í hinu. — Náttstaðurinn var heldur kuldalegur.
Þiljur allar stokkhélaðar. F.n við rúmnautar höfðum ylinn hvor af
öðrum og var það bót í máli. Páll lá fyrir ofan Kristin og svaf í
stórtreyju. Um morguninn var hún stokkfrosin við þilið.
— Og svo hafið þið tekið til við vöruskiptin?
— Jú, ekki var boðanna beðið með það. Magnús Guðmundsson,
alþingismaður og síðar ráðherra, var þá sýslumaður Skagfirðinga.
Hann sá um skiptin á vörunum nrilli einstakra hreppa. Eg annaðist
svo, ásamt Jóni í Bæ, skiptin milli bæja í Hofshreppi. Heimleiðis
var auðvitað haldið eins fljótt og við varð komið. Nokkuð af vörun-
um skildum við eftir í Keflavík í Hegranesi, en fórum með hitt yfir í
Kolkuós. Hugmynd okkar var að leita gistingar í Kolkuósi, en
Hartmann taldi ekki forsvaranlegt að hvsa okkur r egiia kaldra húsa-
kynna. Þar var þá komið timburhús, nrikið og myndarlegt, svo senr
vel hæfði dugnaðar- og útsjónarmanninunr Hartmanni, en tinrbur-
húsin voru hreinustu íshús í svona veðráttu. \7arð úr, að við fórum
út í Olandshlíð til gistingar. í Oslandshlíðinni voru torfbæir, og
þó að þeir væru ekki annmarkalaus húsakynni, eins og eldra fólk
þekkir, þá voru þeir þó hlýrri en timburhúsin.
Daginn eftir komst ég svo heim. Þann dag komst frostið upp í
37 stig, en á lrinn bóginn var logn og fann maður því nrinna fyrir
gaddinum en ella. ísinn var nú orðinn vel samfrosinn og augalaus
gaddur á Málmeyjarsundi. Liðið var á aðra viku frá því ég fór að
heiman, og því nær allan þann tíma vissi fólk nritt ekkert hvað nrér
leið utan hvað það sá, að ég komst klakklaust í land við upphaf
ferðarinnar. Það var nefnilega fyæst daginn fyrir heimkonru mína, að
maðúr fór út í Málmey til þess að láta vita um, hvað tefði för mína.
Um það vissi ég náttúrlega ekki, en nærri má geta, að ekki lrafi fólki
mínu í Málmey verið rótt þessa sólarhringa, þótt ekki væru nrörg
orð um það höfð.
Á þessu ári, 1918, urðu þau þáttaskil í lífi Hermanns, að hann
flytur í Yzta-Mó, þar sem hann hefur búið síðan. EIpp frá því hófust
hin margháttuðu og farsælu félagsmálaafskipti hans, en frá þeim
mun m. a. sagt í framhaldi þessa viðtals.
— mhg