Glóðafeykir - 01.11.1972, Side 32
32
GLÓÐAFEYKIR
Hrokkinn er rninn hörpustrengur,
heyrast daufir söngvatónar —
og Leirgerði enginn fengur
í ástarskotum slíkra Jóna.
Farðu röskur fleinabrjótur,
finndu Árna í kirkju Hóla.
Á langspilsstrengja lausar nótur
láttu hann þér söngva góla.
Jón á Bakka átti í þrakki við Hermann á Mói út af vegamálum-
Sagði Jón, að Hermann mætti djarft um tala, því að hann hefði
,,mannbæra“ vegi um alla sveitina, en sjálfur mætti hann grotna
lifandi í vegleysi. Var Jón hinn grimmasti. Nú orti ritari:
„Mannbæra" vegi alveg heim í hlað
fékk Hermann á Mói og gladdist við það.
En Guð hjálpi Jóni, þeim göfuga hal,
sem grotnar nú lifandi niðri í Beinadal.
(Beinadals hefur áður verið getið í þessum þáttum).
Það þóttu allmikil tíðindi, er skjal eitt kom inn á fund sýslu-
nefndar frá 5 ljósmæðrum í héraðinu, sem heimtuðu launauppbót.
Fengju þær hana ekki, mundu þær segja af sér á þessu vori. Sló nú
hinum mesta felmtri á nefndarmenn, því að ekki voru þeir allir
komnir úr barneign og vissu lítt, þótt ráðsvinnir séu. livað til bragðs
skyldi taka. Þá reis Bakkmann úr sæti sínu og hélt eina dómadags-
ræðu. Kvað hann enga stétt þjóðfélagsins eins hátt launaða og ljós-
mæður, því að þær hefðu 2—3 þúsund krónur í föst laun, en tækju
aðeins á móti 1—2 börnum á ári. Sýndist sér sem slíkt væri vel borg-
að. Ef þær ætluðu að segja af sér, kvaðst hann skyldi sitja yfir þeim
fáu konum, sem enn væru í barneign í sveitunum og gera sig
ánægðan með 1000 krónur fyrir „stykkið". Þetta þótti ritara stórvel
boðið af sínum gamla vini og orti óðara:
Ljósmæðurnar sögðu af sér;
svoddan veldur tjóni
ef barneignnnum fækka fer.
Flest vill ganga öfugt hér.
En — þá er að taka tilboði frá Jóni.