Glóðafeykir - 01.11.1972, Page 38
38
GLOÐAFEYKIR
minnisstæðari, og segi ég nú frá henni eftir því, sem ég man bezt.
Mér leið vel í Litladalskoti hjá þeirn heiðurshjónum Guðmundi
Eiríkssyni og Björgu Jónsdóttur, en faðir minn vildi, að ég lærði
eitthvað eftir ferminguna og átti hann hlut að því, að vorið 1920
fluttist ég að Mælifelli og var þar næstu 5 ár hjá séra Tryggva
Kvaran; vann fyrir mér og lærði eitthvað á vetrum.
Séra Tryggvi Kvaran varð prestur á Mælifelli í júní 1918. Fyrsta
árið var hann aðstoðarprestur séra Sigfúsar Jónssonar, en fékk svo
veitingu fyrir kallinu og var þar prestur til dauðadags, árið 1940.
Séra Tryggvi var mikill gáfumaður og skáld og færði svo rnikla
persónu, að hann vakti athygli hvar sem hann fór. Síðastliðinn
vetur hitti ég mann sunnlenzkan og bar það í tal, að hann hafði
verið á útisamkomu í Skagafirði fyrir löngu, þar sem séra Tryggvi
flutti ræðu, og lýsta liann hrifningu sinni af presti þessum með
sterkum orðum.
Skólabróðir séra Tryggva var séra Lárus á Miklabæ. Séra Lárus
kom ári síðar að Miklabæ og var líka aðstoðarprestur fyrstu tvö
árin hjá tengdaföður sínum, séra Birni Jónssyni. Þeir séra Tryggvi
og séra Lárus voru báðir spiritistar, enda höfðu þeir numið í skóla
hjá séra Haraldi Níelssyni prófessor. Þeir notuðu stundum spirit-
iskar kenningar í ræðum sínum, einkum á fyrri prestsskaparárum
sínum, en minna síðar. Eg man, að þegar séra Tryggvi messaði í
Goðdölum í fyrsta sinn sumarið 1918, sagði faðir mimi á heimleið,
að hann gæfi ekki mikið fyrir andatrúarprestinn, en það mun liafa
breytzt síðar.
Kímniskáldið Stefán Vagnsson kvað löngu síðar en hér er sagt frá:
,,Á Miklabænum og Mælifelli
mætustu prestar hafa bú;
daglega trúi ég þeir djöfla hrelli
og dreypi á lýðinn andatrú.“
Það var í sláttarbyrjun smnarið 1920, líklega 12. sunnudag í
sumri, að séra Tryggvi messaði á Flugumýri. Það voru einhver
messuskipti. Ég fór með séra Tryggva til messunnar. Ég var stund-
um með honum á ýmsum ferðum og þá hestasveinn. Veður var
gott þennan dag, loft skýjað, hægviðri og hlýtt. Þá voru engir bílar
og að kalla engir vegir, engar girðingar, nema túngirðingar surns
staðar. Allt var þá farið á hestum, eftir götum, sem þá voru ekki
grónar. Við fórurn beina leið yfir að Steinsstöðum, yfir Svartá fyrir