Glóðafeykir - 01.11.1972, Side 42
42
GLOÐAFEYKIR
F.g vil grafa andskotann
undir Mælifelli.
Einar Jochumsson var fæddur 1842 og andaðist 1923. Kona hans
var Kristín Þórarinsdóttir frá Svansvík og áttu þau 3 börn. Einar
var bóndi á ýmsum stöðum við ísafjarðardjúp, síðast á Tindurn í
Geiradalshreppi, og var þar hreppstjóri í 9 ár og oddviti í 6 ár.
Fjármaður ágætur þótti hann og varð vel efnaður af búskap sínum.
Laust íyrir aldamótin fékk hann konu sinni búið á Tindum, tók
að sinna trúmálum og dvaldist hér og þar. Vax í Vesturheimi 1897
til 1900. D\aldist síðan oftast í Reykjat ík á vetrum. Samdi fjölda
guðfræðilegra smárita og orti talsvert.
Framanskrifuð æviatriði Einars, eru tekin upp úr Islenzkum
æviskrám, og einnig er þar persónuleg umsögn, svohljóðandi:
„\rar mikilmenni og dugnaðarforkur, höfðingi í lund og góðvilj-
aður“.
Trúarskoðanir Einars voru æði þröngar, og mun hann hafa átt
litla samleið með bróður sínum, Matthíasi skáldi. Á efri árum síuum
var Einar oft á ferð um Blönduhlíð, en kom þó einkum að Mið-
húsum, líklega vegna ættartengsla.
Aðalbjörg hét systir Guðrúnar, konu Gísla Þorfinnssonar í Mið-
húsum, og var hún gift bróðursyni Einars, Jochum Magnússyni
verzlunarstjóra á Isafirði.
Einar Jochumsson var í Reykjavík veturinn 1918. Stefán Vagns-
son lofaði mér að heyra vísu, sein Einar orti þann vetur. Vísuna
lærði ég ekki en efni hennar var á þá leið, að það fraus allt nema
orð Guðs í Einari Jochumssyni.
Við fórum sömu leið heim frá kirkju, og ekki man ég neitt frá
því að segja nema það, að ferjumaður var sá sami. Og ekki kom
hann til kirkju, enda hefur hann getað gert bæn sína á bakkahorn-
inu sunnan við Dalsá, hafi innri þörf kallað. Þessi harðskeytti ferju-
maður hefur nú um áratuga skeið verið höfuðsmaður Skagfirðinga á
vissu sviði.
Síðan þetta var, sem hér hefur verið sagt frá, hef ég komið á
marga bæi í Blönduhlíð, en aldrei síðan að Flugumýri. Á Flugumýri
búa nú sonarsynir Jóns Jónassonar. Þar hefur mörgu verið breytt
með byggingum og ræktun, en þetta fornfræga stórbýli, sem áður
var metið á 100 hundruð, er á sama stað — undir Glóðafeyki.
Á Höfuðdaginn 1971.
Björn Egilsson.